Vantar þig undirbúning fyrir háskólanám?

Bættu við þig raungreinum í frumgreinadeild HR. Opið fyrir umsóknir til 15. desember.
Lesa meira
Opni háskólinn í HR

Fjölbreytt námskeið fyrir sérfræðinga og stjórnendur

Lesa meira

Nemendur léku hlutverk hagsmunaaðila

Viðtal við tvo nemendur í Iceland School of Energy
Lesa meira

Fréttir

Fyrirlesarar sitja í panel

7.12.2016 : Íslenskir neytendur þurfa að vakna

Málstofa á vegum lagadeildar og viðskiptadeildar var haldin í gær, þriðjudag. Umræðuefnið var neytendamál, samfélagsábyrgð, bótarétt, dýravelferð og upplýsingaskyldu stjórnvalda. Tilefnið var hið svokallaða Brúneggjamál.

Sviðsstjóri og nemendur í byggingartæknifræði stilla sér upp í hóp fyrir ljósmyndara

6.12.2016 : Starfsnám orðið skyldufag í byggingartæknifræði

Þriðja árs nemar í byggingartæknifræði sýndu nýlega afrakstur starfsnáms síns hjá 11 fyrirtækjum en þetta var í fyrsta sinn sem nemendur luku starfsnáminu sem skyldufagi í byggignartæknifræði. Sviðsstjóri byggingasviðs tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík segir starfsnám sem skyldufag vera það sem koma skuli í byggingartæknifræðinni.

Mynd sem sýnir ylströndina við Nauthólsvík

29.11.2016 : Samgöngumáti starfsmanna HR hefur tekið miklum breytingum

Starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa breytt fararvenjum sínum svo um munar eftir að háskólinn hóf að bjóða starfsmönnum að skrifa undir svokallaðan samgöngusamning. 86 fastráðnir starfsmenn HR hafa skrifað undir slíkan samning. Í vinnustaðagreiningu HR sem framkvæmd er annað hvert ár og var lögð fyrir á haustmánuðum kemur fram að helmingi fleiri ferðast núna með strætisvögnum eða gangandi og hjólandi í vinnuna en fyrir þremur árum.

NWERC1

24.11.2016 : Í flokki með liðum frá KTH og Oxford

Þeir Arnar Bjarni Arnarson, Bjarki Ágúst Guðmundsson og Unnar Freyr Erlendsson náðu gríðarlega góðum árangri í alþjóðlegri forritunarkeppni háskóla um allan heim nýlega en þeir höfnuðu í fimmta sæti af 114. Þetta er besti árangur liðs frá HR hingað til í þessari keppni, en NWERC er svæðiskeppni Norður-Evrópu fyrir ACM-keppnina sem er aðalkeppnin.

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Árni Jónas Kristmundsson - véliðnfræði

Ég valdi iðnfræði í HR vegna þess að verkleg reynsla og þekking vega þungt í náminu.


Viðburðir

13.12.2016 15:00 - 17:00 Meistarafyrirlestur í Iceland School of Energy

þriðjudaginn 13. desember 2016 í stofu M209

Þiðjudaginn 13. desember nk. kl. 15:00 heldur Philip Jack Muthomi Kiruja fyrirlestur um 60 eininga verkefni sitt til meistaraprófs í orkuverkfræði við Háskólann í Reykjavík.  Verkefnið heitir The viability of supplying an industrial park with thermal energy from Menengai geothermal field. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í stofu M209 og er öllum heimill aðgangur. 

 

3.2.2017 - 4.2.2017 UT messan

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

 

4.3.2017 Háskóladagurinn

Vertu velkomin/n í Háskólann í Reykjavík á Háskóladaginn 4. mars 2017. Þar gefst þér tækifæri til að kynna þér fjölbreytt námsframboð við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur grunnnámi, meistaranámi, doktorsnámi og frumgreinanámi.

 

Fleiri viðburðir