Fréttir

MPM-nám við HR fær vottun

24.11.2015 : MPM-nám við HR hlýtur vottun Breska verkefnastjórnunarfélagsins

MPM-nám í verkefnastjórnun við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík hlaut nýverið formlega vottun frá Breska verkefnastjórnunarfélaginu. Vottunin er mikil viðurkenning fyrir MPM-námið sem er þar með komið í flokk um 30 námsbrauta við háskóla sem hafa hlotið slíka vottun fyrir nám á sviði verkefnastjórnunar.

Ný hraðferðarbraut í frumgreinadeild

23.11.2015 : Ný hraðferðarbraut í frumgreinadeild

Nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi en vantar frekari undirbúning í stærðfræði og eðlisfræði geta frá næstu áramótum skráð sig í hraðferð við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík til að undirbúa sig fyrir háskólanám næsta haust.

Tolvuleikur_nyttur_i_thagu_laeknavisindanna

19.11.2015 : Tölvuleikur nýttur í þágu læknavísindanna

Ungir tölvunarfræðinemar við Háskólann í Reykjavík taka þessa dagana þátt í stóru rannsóknarverkefni sem nær til þriggja Evrópulanda. Verkefnið er jafnframt hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og gengur út á að virkja hinn mikla fjölda leikjaspilara í tölvuleiknum Eve Online í þágu læknavísindanna.

Staða mannauðsstjórnunar

11.11.2015 : Staða mannauðsstjórans enn sterk

Síðastliðinn föstudag kom út skýrsla sem greinir frá niðurstöðum könnunar sem gerð var í vor og er hluti alþjóðlega CRANET rannsóknarverkefnisins. Skýrslan var kynnt á fjölsóttum fundi í HR. Framkvæmd verkefnisins er í höndum Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Óskar Ásgeirsson

Óskar Ásgeirsson - vélaverkfræði

Það hjálpar mikið að geta tvinnað saman bóklega námið og verklegar æfingar. Dæmi um verkefni sem ég hef fengið metið til eininga er að hanna og smíða kælibúnað sem hægt er að nota til að sjá snjókorn eða ískristalla myndast undir smásjá.