Fréttir

Hopmynd-af-utskriftarhopi

30.1.2016 : 204 brautskráðir í dag frá Háskólanum í Reykjavík

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. 147 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 52 úr meistaranámi og fimm nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu.

26.1.2016 : Ósanngjarnt að neita fólki um meðferð sem virkar

Fyrirlestur Clarks hét Implementing evidence-based Psychological Therapy Services: the IAPT experience. Hann greindi frá umfangsmiklu og árangursríku verkefni sem snýr að því að auka vægi sálfræðimeðferðar í almennri heilsugæslu í Bretlandi

25.1.2016 : Sigurlið Hnakkaþonsins 2016 fer til Boston í mars

Sigurliðið lagði fram áætlun um hvernig Þorbjörn hf. í Grindavík geti aukið notkun rafmagns á línubátum félagsins. Liðið skipa þau Guðjón Smári Guðmundsson, Ingi Svavarsson, Hjálmar Óskarsson, Margrét Lilja Hjaltadóttir og Hrönn Vilhjálmsdóttir, nemendur í véla- og orkutæknifræði, viðskiptafræði og lögfræði við HR. Þau eru á leið á stærstu sjávarútvegssýningu N-Ameríku, í Boston, í mars í boði Icelandair Group og sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi.

21.1.2016 : Þróar nýja tækni í svefnrannsóknum

Marta Serwatko varði í síðastliðinni viku meistararitgerð sína í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR en rannsókn hennar fjallar um nýja mæliaðferð til að meta öndunarerfiði í svefni.

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Anna Berglind Jónsdóttir - heilbrigðisverkfræði

Í náminu hingað til hef ég búið til straummæli, smíðað öxul, farið í heilalínurit og búið til þrívíddarmódel.