Mót hækkandi sól

Hádegisfyrirlestrar um geðrækt í HR vikuna 24.-27. janúar
Lesa meira

Safnar málsýnum fyrir sjálfvirka talgreina

Jón Guðnason er heillaður af tungumálum
Lesa meira
Opni háskólinn í HR

Fjölbreytt námskeið fyrir sérfræðinga og stjórnendur

Lesa meira

Starfsnám í tveimur stórborgum

Sigríður María er laganemi við HR
Lesa meira

Fréttir

Nemendur sjást sitja einbeittir í skólastofu

20.1.2017 : Tilkynning frá rektorum háskólanna

Rektorar íslenskra háskóla fagna þeirri ákvörðun Alþingis að hækka fjárframlög til háskólanna við afgreiðslu frumvarps til fjárlaga 2017 og koma þannig til móts við áskorun rektora til þingmanna um að bæta úr undirfjármögnun íslensks háskólakerfis.

Mynd sem sýnir inn í Aalto háskóla

19.1.2017 : Rafmagnsverkfræðingar geta nú útskrifast frá HR og Aalto

Meistaranemum í rafmagnsverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík býðst nú að ljúka tvíþættri meistaragráðu frá Aalto University í Finnlandi og HR. Nemendur munu útskrifast frá báðum háskólunum. Rafmagnsverkfræði fjallar um uppbyggingu og rekstur raforkukerfa og framleiðslu raforku.

Tveir nemendur horfa einbeittir á tölvuskjá

18.1.2017 : Vísindamenn Háskólans í Reykjavík hljóta styrki frá Rannís

Vísindamenn Háskólans í Reykjavík fengu úthlutað verkefnisstyrkjum, rannsóknastöðu og doktorsnemastyrkjum við úthlutun úr Rannsóknasjóði Rannís fyrir styrkárið 2017.

Ung kona með sýndarveruleikagleraugu er að taka þátt í rannsókninni

16.1.2017 : Nemendur HR tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

Tvö verkefni nemenda Háskólans í Reykjavík hafa verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna síðasta sumar. 

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Vaka, sálfræðinemi

Vaka Valsdóttir - sálfræði

Í náminu hingað til hef ég meðal annars unnið að eigin rannsóknarverkefni og kynnt mér framsetningu fjölmiðla á rannsóknum.


Viðburðir

19.1.2017 - 21.1.2017 Hnakkaþon 2017

Keppni sem er opin öllum nemendum HR

Hnakkaþon er samkeppni fyrir upprennandi sérfræðinga í markaðsmálum, hugbúnaði, tækni og vörustjórnun til að sanna hæfni sína og hæfileika í að þróa og útfæra lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.

 

24.1.2017 12:00 - 13:00 Kvíði – svefn og samfélagsmiðlar

Mót hækkandi sól: vitundarvakning um geðheilbrigði

Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og Columbia háskóla í New York, fjallar um tengsl kvíða, svefns og notkun samfélagsmiðla.

„Við erum alltaf að skoða glansmynd af öðru fólki á samfélagsmiðlum. Við verjum meiri tíma í að skoða líf annarra en að vera í okkar eigin lífi. Er þetta er orðið eitur fyrir okkur?” 

 

25.1.2017 8:00 - 10:00 WORKING WITH MILLENNIALS

Hvernig á að stjórna, leiða eða vinna með aldamótakynslóðinni?

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöð í mannauðsstjórnun bjóða til morgunverðarfundar um aldamótakynslóðina (millennials) og hvernig best er að vinna með henni. Þessi kynslóð er alin upp við hraða tækniþróun, stöðugt áreiti, samskipti á samfélagsmiðlum og þekkir ekki annað.

 

25.1.2017 12:00 - 13:00 Nýjar leiðir að bættri líðan

Mót hækkandi sól: vitundarvakning um geðheilbrigði

Hugræn atferlismeðferð er sú sálfræðimeðferð sem flestrar rannsóknarheimildir liggja að baki. Niðurstöður sýna góðan árangur við hinum ýmsu kvillum.

Hér á landi, sem og annarstaðar í heiminum, hefur reynst erfitt fyrir fólk að sækja sér slíka sálfræðiþjónustu. Ástæðan er fyrst og fremst talin vera skortur á aðgengi og hve kostnaðarsöm þjónustan er. 

Hvað er til ráða? Er mögulega hægt að nýta tæknina til að ná betur til fólks og bæta líðan?

Sálfræðingar frá Góðri líðan kynna nýjar leiðir í sálfræðimeðferð á netinu. 

 

26.1.2017 12:00 - 13:00 Erfiðar tilfinningar

Mót hækkandi sól: vitundarvakning um geðheilbrigði

Sigrún Ólafsdóttir sálfræðingur og doktorsnemi fjallar um erfiðar tilfinningar, tilgang þeirra, áhrif þeirra á  daglegt líf og hvernig takast megi á við þær. 

 

Fleiri viðburðir