Hnakkaþon 2017

Skráningarfrestur til hádegis 19. janúar
Lesa meira

Enginn er óhultur fyrir nýsköpun

Grein eftir Hall Þór Sigurðarson og Pál M. Ríkharðsson
Lesa meira
Opni háskólinn í HR

Fjölbreytt námskeið fyrir sérfræðinga og stjórnendur

Lesa meira

Fóru á brautina í fyrstu tilraun

„Hvert einasta smáatriði skiptir máli"
Lesa meira

Fréttir

Tveir nemendur horfa einbeittir á tölvuskjá

18.1.2017 : Vísindamenn Háskólans í Reykjavík hljóta styrki frá Rannís

Vísindamenn Háskólans í Reykjavík fengu úthlutað verkefnisstyrkjum, rannsóknastöðu og doktorsnemastyrkjum við úthlutun úr Rannsóknasjóði Rannís fyrir styrkárið 2017.

Ung kona með sýndarveruleikagleraugu er að taka þátt í rannsókninni

16.1.2017 : Nemendur HR tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

Tvö verkefni nemenda Háskólans í Reykjavík hafa verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna síðasta sumar. 

Fimm doktorsnemar standa í hóp fyrir framan jólatréð í Sólinni

10.1.2017 : Stofna félag doktorsnema við HR

Doktorsnemar innan Háskólans í Reykjavík hafa stofnað félag með það að markmiði að gera störf sín sýnilegri innan háskólans og utan. Doktorsnemar við HR eru um 40 talsins og stunda rannsóknir við allar fjórar akademískar deildir háskólans.

Haskolagardar_3

22.12.2016 : Íbúðir fyrir nemendur og þjónustukjarni við rætur Öskjuhlíðar

Undirbúningur byggingu Háskólagarða HR hefur verið í gangi undanfarin misseri og frumhönnun á lóð HR liggur fyrir. Háskólagarðarnir, sem verða einkum fyrir nemendur HR, eru við rætur Öskjuhlíðar og liggja niður að bílastæðum HR. 

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Birgir Finnsson

Birgir Finnsson - MPM, meistaranám í verkefnastjórnun

Námið hefur aukið skilning minn á sjálfum mér og mannlegu eðli, sem hefur styrkt mig sem einstakling og eflt í samskipum við annað fólk.


Viðburðir

19.1.2017 - 21.1.2017 Hnakkaþon 2017

Keppni sem er opin öllum nemendum HR

Hnakkaþon er samkeppni fyrir upprennandi sérfræðinga í markaðsmálum, hugbúnaði, tækni og vörustjórnun til að sanna hæfni sína og hæfileika í að þróa og útfæra lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.

 

20.1.2017 12:15 - 13:00 Pearls of Computation: Michael Polanyi

Michael Polanyi (1891-1976)

 

24.1.2017 12:00 - 13:00 Kvíði – svefn og samfélagsmiðlar

Vitundarvakning um geðheilbrigði - Mót hækkandi sól

Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og Columbia háskóla í New York, fjallar um tengsl kvíða, svefns og notkun samfélagsmiðla.

„Við erum alltaf að skoða glansmynd af öðru fólki á samfélagsmiðlum. Við verjum meiri tíma í að skoða líf annarra en að vera í okkar eigin lífi. Er þetta er orðið eitur fyrir okkur?” 

 

25.1.2017 8:00 - 10:00 WORKING WITH MILLENNIALS

Hvernig á að stjórna, leiða eða vinna með aldamótakynslóðinni?

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöð í mannauðsstjórnun bjóða til morgunverðarfundar um aldamótakynslóðina (millennials) og hvernig best er að vinna með henni. Þessi kynslóð er alin upp við hraða tækniþróun, stöðugt áreiti, samskipti á samfélagsmiðlum og þekkir ekki annað.

 

25.1.2017 12:00 - 13:00 Nýjar leiðir að bættri líðan

Vitundarvakning um geðheilbrigði - Mót hækkandi sól

Hugræn atferlismeðferð er sú sálfræðimeðferð sem flestrar rannsóknarheimildir liggja að baki. Niðurstöður sýna góðan árangur við hinum ýmsu kvillum.

Hér á landi, sem og annarstaðar í heiminum, hefur reynst erfitt fyrir fólk að sækja sér slíka sálfræðiþjónustu. Ástæðan er fyrst og fremst talin vera skortur á aðgengi og hve kostnaðarsöm þjónustan er. 

Hvað er til ráða? Er mögulega hægt að nýta tæknina til að ná betur til fólks og bæta líðan?

Sálfræðingar frá Góðri líðan kynna nýjar leiðir í sálfræðimeðferð á netinu. 

 

Fleiri viðburðir