HR eftir 10 ár

Litið til framtíðar á Hamfaradögum tækni- og verkfræðideildar
Lesa meira

Viltu bæta þig í námi?

Sjáðu yfirlit yfir hádegisfyrirlestra náms- og starfsráðgjafar
Lesa meira

Velkomin í HR

Upplýsingar fyrir nemendur sem hefja nám í haust
Lesa meira

Fréttir

23.9.2016 : Nemendum veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur

Þeim nemendum sem komust á forsetalista fyrir ??? 2016 voru afhentar viðurkenningar í gær, fimmtudaginn 22. september. Nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld. Einnig voru afhentir nýnemastyrkir en það eru styrkir sem veittir eru nemendum á fyrstu önn þeirra við háskólann.

Nemandi setur upp plakat í Sólinni

20.9.2016 : Nemendur skyggndust inn í framtíðina á Hamfaradögum

Hamfaradagar stóðu yfir í Háskólanum í Reykjavík frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku. Í stað þess að sitja námskeið unnu nemendur á fyrsta ári í tækni- og verkfræðideild verkefni þar sem þeim var kennt að þróa hugmyndir með hópavinnu. Hluti af því var að nemendur sem eru á fyrstu önn í TVD kynnist, skilji mikilvægi hópvinnu og formlegri hugmyndavinnu.

 

Ithrottafraedi---Borgo

13.9.2016 : HR og Borgarholtsskóli í samstarf um íþróttafræðinám

Nemendur og kennarar í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík munu koma að verknámi og annarri kennslu á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla samkvæmt samstarfsamningi til fimm ára sem nýlega var undirritaður á milli skólanna. 

Fulltrúar HR og Alþingis standa í Alþingisgarðinum

7.9.2016 : Vísindamenn HR smíða talgreini fyrir Alþingi

Innan tveggja ára er stefnt að því að til verði talgreinir sem byggir á gervigreind, sem skrái niður ræður á Alþingi Íslendinga. Fulltrúar Alþingis og tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík hafa skrifað undir samning um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði sem nýttur verður við ræðuritun.

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Vaka, sálfræðinemi

Vaka Valsdóttir - sálfræði

Í náminu hingað til hef ég meðal annars unnið að eigin rannsóknarverkefni og kynnt mér framsetningu fjölmiðla á rannsóknum.


Viðburðir

13.9.2016 - 4.10.2016 12.10.2016 - 2.11.2016 Náðu tökum á kvíðanum

Námskeið á vegum náms- og starfsráðgjafar HR

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri leiðir til að ná tökum á kvíða sem hamlar þeim í námi. Námskeiðið byggir á tímastjórnun, hugrænni atferlismeðferð og djúpöndun. Hvert námskeið er þrjú skipti.

 

26.9.2016 12:15 - 13:00 9.11.2016 12:15 - 13:00 Próftækni og prófataka. Kanntu að taka próf?

Hádegisfyrirlestur náms- og starfsráðgjafar

Hádegisfyrirlestur sem haldinn er í V101 af náms- og starfsráðgjöf HR.

 

28.9.2016 - 29.9.2016 VR Jam fyrir Slush PLAY

Viltu leika þér með sýndarveruleikatækni?

VR Jam er svipað hakkaþoni að því leyti að þar kemur fólk saman, myndar vinnuhópa og býr til það sem því dettur í hug sem tengist þemanu, sem í þessu tilfelli er VR, eða sýndarveruleikatækni.

 

17.8.2016 12:15 - 13:00 28.9.2016 12:15 - 13:00 Námstækni í háskólanámi

Hádegisfyrirlestur náms- og starfsráðgjafar HR

Hádegisfyrirlestur sem haldinn er í V101 af náms- og starfsráðgjöf HR.

 

Fleiri viðburðir