Haustönn 2014

Velkomin í HR

Nám við HR

Kynntu þér fjölbreyttar námsleiðir sem í boði eru:


Kynningarefni

Tímarit HR

Lesið um rannsóknir og verkefni kennara og nemenda. Í ár er fjallað sérstaklega um sögu Tækniskóla Íslands, síðar Tækniháskóla Íslands sem var settur fyrir 50 árum og sameinaður HR árið 2005.


Fréttir

Ráðstefna um kísil og sólarorku

29.9.2014 : Ráðstefna um kísilhreinsun og sólarorkuvæðingu

Ráðstefna á vegum tækni- og verkfræðideildar HR var haldin þann 26. september sl. undir yfirskriftinni Kísilhreinsun og sólarorkuvæðing: Er Ísland að komast á kortið?

Fyrirlestur Dr. Murray Bryant

26.9.2014 : Alþjóðlegt kennsludæmi um íslenskan banka

Dr. Murray Bryant er kennari við MBA-nám HR og jafnframt prófessor við Ivey Business School sem er elsti viðskiptaháskóli Kanada. Hann hélt fyrirlestur í HR þann 24. september sl. þar sem hann kynnti raundæmi sem hann hefur skrifað um Landsbankann frá árinu 2008 til ársins 2010 og ber heitið Iceland´s Landsbanki Islands HF: Where to from here?

ADHD

24.9.2014 : ADHD og afbrotahegðun

Á málstofu í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 22. september voru kynntar nýlegar rannsóknir á ADHD og afbrotahegðun. Fjallað var sérstaklega um rannsóknir á ADHD meðal íslenskra ungmenna og tengsl ADHD við lyfjamisnotkun, afbrot og falskar játningar við yfirheyrslu.

17.9.2014 : Brú er ekki bara brú

Hamfaradagar í HR stóðu yfir frá miðvikudegi til föstudags í þessari viku. Í stað þess að sitja námskeið vinna tæplega 270 nemendur  á fyrsta ári í tækni- og verkfræðideild verkefni þar sem þeim er kennt að þróa hugmyndir með hópvinnu og forgangsraða til að finna „bestu“ hugmyndina.

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Gunnhildur Gunnarsdóttir nemi í íþróttafræði

Það er mikið um verklega kennslu, verkefnavinnu og hópverkefni í íþróttafræðinni. Við kenndum í grunnskóla á öðru ári og núna í haust gátum við sótt um að fara í verknám á leikskóla, í framhaldsskóla eða á öldrunarheimili.