Fréttir

Sveinn Þorgeirsson

26.8.2015 : Framtíð íslensks handbolta

Hvernig geta rannsóknir nýst okkur til að komast á verðlaunapall á næstu Ólympíuleikum? Sveinn Þorgeirsson ætlar á næstu misserum að komast að því en gögn um getu handboltamanna hér á landi eru að hans sögn af skornum skammti.

Metfjöldi nemenda við Íslenska orkuháskólann

27.8.2015 : Metfjöldi nemenda við Íslenska orkuháskólann í HR

50 nemendur stunda nú meistaranám í sjálfbærum orkuvísindum og orkuverkfræði við Íslenska orkuháskólann í Háskólanum í Reykjavík og hafa þeir aldrei verið fleiri. Enn fremur hafa 240 nemendur sótt styttri námskeið um endurnýjanlega orku við háskólann í sumar.

Nýnemadagur í HR

18.8.2015 : Nýnemar við HR boðnir velkomnir

Síðastliðinn föstudag, 14. ágúst, voru nýir nemendur boðnir velkomnir við skólasetningu Háskólans í Reykjavík. 

Ráðstefna

6.8.2015 : Tækifærin næg til nýsköpunar

Nýsköpunarráðstefnan „How Innovation and Talent attract capital“ var haldin í Háskólanum í Reykjavík í gær, miðvikudag. 

Þar kynntu stjórnendur, frumkvöðlar og fjárfestar frá Bandaríkjum frumkvöðlastarf og uppbyggingu þekkingarsamfélagsins í Kísildalnum. Fjöldi gesta mætti og hlýddi á góð ráð frá þátttakendum í pallborðsumræðum sem voru meðal annarra frá fyrirtækjunum Yahoo, Silicon Valley Bank, Uber og The Geek Squad. 

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Óskar Ásgeirsson

Óskar Ásgeirsson - vélaverkfræði

Það hjálpar mikið að geta tvinnað saman bóklega námið og verklegar æfingar. Dæmi um verkefni sem ég hef fengið metið til eininga er að hanna og smíða kælibúnað sem hægt er að nota til að sjá snjókorn eða ískristalla myndast undir smásjá.


Viðburðir

3.9.2015 14:00 - 17:00 Thesis defense - Rauan Meirbekova

 

10.9.2015 16:30 - 17:15 Opinn fyrirlestur: Ytri mörk landgrunnsins utan 200 sjómílna

Eitt stærsta útgáfufyrirtæki lagabóka í heimi, Brill/Nijhoff, hefur gefið út bók dr. Bjarna Más Magnússonar, lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Bókin ber titilinn The Continental Shelf Beyond 200 Nautical Miles –Delineation, Delimitation and Dispute Settlement

 

Fleiri viðburðir