Fréttir

PRME Progress Report recognition

26.6.2015 : Viðskiptadeild hlýtur viðurkenningu frá Sameinuðu þjóðunum

Viðskiptadeild HR hlaut viðurkenningu fyrir sína fyrstu framgangsskýrslu í tengslum við PRME-verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar standa að og varðar menntun ábyrgra stjórnenda. Viðurkenningin var veitt á ráðstefnu PRME samtakanna sem haldin var í New York dagana 23. til 25. júní en alls fengu sjö háskólar viðurkenningu fyrir framúrskarandi skýrslugerð. Aðilar að samtökunum eru alls 600 háskólar frá 80 löndum.

Útskrift í júní 2015

20.6.2015 : 553 nemendur brautskráðir í Hörpu

553 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Aldrei hafa fleiri nemendur útskrifast frá háskólanum. 368 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 184 úr meistaranámi og einn nemandi útskrifaðist með doktorsgráðu. Um 3500 nemendur stunduðu nám við skólann á síðasta skólaári.

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Fransisco Rojas Riano

Francisco Rojas Riano - meistaranám í alþjóðaviðskiptum

Eftir námið hef ég kunnáttu til að meta tækifæri í viðskiptum og skil þær áskoranir sem fyrirtæki, bæði stór og smá, standa frammi fyrir á alþjóðlegum markaði. Ég var í starfsnámi hjá sprotafyrirtækinu ThinkGeoEnergy í meistaranáminu. Í dag vinn ég fyrir fyrirtækið og rannsaka viðskiptaþróun í jarðvarmaiðnaðinum á heimsvísu.