Forsíðuflokkar

Helgi Þór Ingason

íslensk bók um gæðastjórnun

Helgi Þór Ingason, dósent við tækni- og verkfræðideild, hefur undirritað útgáfusamning við Forlagið um útgáfu nýrrar bókar sem bera mun heitið “Gæðastjórnun - samræmi, samhljómur og skipulag.” Lesa meira

Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík

Í dag, 14. júní, voru 507 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík. 327 nemandi lauk grunnnámi, 179 meistaranámi og einn doktorsnámi. Á liðnu skólaári stunduðu um 3200 nemendur nám við HR og hafa 709 nemendur verið brautskráðir það sem af er þessu ári.

Lesa meira
Útskrift frumgreina

Brautskráning frumgreinanemenda

Háskólinn í Reykjavík brautskráði laugardaginn 7. júní 39 nemendur með frumgreinapróf. Brautskráningin fór fram í Sólinni í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.

Lesa meira
Metfjöldi umsókna

Metið slegið í umsóknafjölda

Metfjöldi umsókna barst Háskólanum í Reykjavík í ár, en ríflega 2.500 umsóknir bárust um skólavist fyrir haustið 2014. Þetta er 11,3% aukning frá því á árinu 2013, sem einnig var metár hvað varðar fjölda umsókna.

Lesa meira
LÍÚ og HR semja

Vilja auka rannsóknir og nýsköpun í sjávarútvegi

HR og Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hafa gert með sér samstarfssamning um að efla menntun og nýsköpun í sjávarútvegi. Samkvæmt samningnum munu HR og LÍÚ meðal annars koma á samstarfi nemenda við fyrirtæki í atvinnugreininni, með það fyrir augum að auka rannsóknir og nýsköpun í sjávarútvegi. 

Lesa meira
Kynjamunur á knattspyrnuumfjöllun

Kynjamunur á knattspyrnuumfjöllun fjölmiðla

Heildarhlutfall umfjöllunar um konur í knattspyrnu er 9,1 prósent í samanburði við 89,5 prósent umfjöllunar á körlum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Þórhildar Ólafsdóttur, nema í íþróttafræði við tækni- og verkfræðideild HR. Þórhildur er fyrirliði meistaraflokks ÍBV og segir sárlega vanta fyrirmyndir fyrir stúlkur sem æfa fótbolta.

Lesa meira
Arney Einarsdóttir

Hver verða mannauðsvandamál framtíðarinnar?

Arney Einarsdóttir er lektor við viðskiptadeild og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun við HR. Í nýlegu viðtali við Morgunblaðið ræðir Arney um þær áskoranir sem mannauðsstjórar koma til með að standa frammi fyrir í náinni framtíð. Þar má nefna nýtt vinnufyrirkomulag; fjarvinnu og sveigjanlegan vinnutíma.

Lesa meira
Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2014

Hugmyndaríkir grunnskólanemendur fá viðurkenningar

Í nýafstaðinni vinnusmiðju Nýsköpunarkeppni grunnskólanna beittu 39 hugmyndasmiðir sköpunargáfu sinni við að útfæra hugmyndir sínar. Verðlaun í keppninni voru svo veitt við hátíðlega athöfn í Sólinni í HR.

Lesa meira
Nýsköpunartorg í HR

Nýsköpunartorg haldið í HR

Um 80 nýsköpunarfyrirtæki og stofnanir kynntu vörur sínar og þjónustu auk þess sem boðið var upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna á Nýsköpunartorgi í HR þann 23. og 24. maí sl.

Lesa meira

Fréttir


Viðburðir