Fréttir

MPM-nám við HR fær vottun

24.11.2015 : MPM-nám við HR hlýtur vottun Breska verkefnastjórnunarfélagsins

MPM-nám í verkefnastjórnun við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík hlaut nýverið formlega vottun frá Breska verkefnastjórnunarfélaginu. Vottunin er mikil viðurkenning fyrir MPM-námið sem er þar með komið í flokk um 30 námsbrauta við háskóla sem hafa hlotið slíka vottun fyrir nám á sviði verkefnastjórnunar.

Ný hraðferðarbraut í frumgreinadeild

23.11.2015 : Ný hraðferðarbraut í frumgreinadeild

Nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi en vantar frekari undirbúning í stærðfræði og eðlisfræði geta frá næstu áramótum skráð sig í hraðferð við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík til að undirbúa sig fyrir háskólanám næsta haust.

Tolvuleikur_nyttur_i_thagu_laeknavisindanna

19.11.2015 : Tölvuleikur nýttur í þágu læknavísindanna

Ungir tölvunarfræðinemar við Háskólann í Reykjavík taka þessa dagana þátt í stóru rannsóknarverkefni sem nær til þriggja Evrópulanda. Verkefnið er jafnframt hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og gengur út á að virkja hinn mikla fjölda leikjaspilara í tölvuleiknum Eve Online í þágu læknavísindanna.

Staða mannauðsstjórnunar

11.11.2015 : Staða mannauðsstjórans enn sterk

Síðastliðinn föstudag kom út skýrsla sem greinir frá niðurstöðum könnunar sem gerð var í vor og er hluti alþjóðlega CRANET rannsóknarverkefnisins. Skýrslan var kynnt á fjölsóttum fundi í HR. Framkvæmd verkefnisins er í höndum Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Árni Þórólfur Árnason

Árni Þórólfur Árnason - meistaranám við lagadeild

Í grunnnáminu fékk ég til að mynda mál í hendurnar sem þá var fyrir héraðsdómi. Það var reglulega gaman að fá slíka innsýn inn í raunverulegt dómsmál og meðferð þess en ég flutti málið í dómsalnum í HR eins og ég væri að flytja það í héraðsdómi.


Viðburðir