Skil lokaverkefna

Nemendur eru hvattir til að kynna sér vel handbækur, verklagsreglur eða aðrar leiðbeiningar um lokaverkefni í sinni deild. Í flestum tilfellum eru slíkar handbækur, reglur og leiðbeiningar að finna á námskeiðsvef lokaverkefnis í MySchool. Hafi nemendur sem skráðir eru í lokaverkefni ekki aðgang að ofangreindum skjölum skulu þeir snúa sér til deildaskrifstofu sinnar.
Í samræmi við stefnu HR um opin aðgang, skulu lokaverkefni vera opin til aflestrar í Skemmunni.

Skil í Skemmuna

Rafrænu eintaki skilað í Skemmuna – http://skemman.is/

Áður en nemendur skila prentuðum eintökum lokaverkefna til deilda skulu þeir hafa vistað rafrænt eintak af þeim í Skemmunni, skv. reglum um skil á lokaverkefnum við Háskólann í Reykjavík. Eins og fram kemur í reglunum þarf einnig að skila yfirlýsingu um meðferð lokaritgerða sem varðveitt eru á bókasafni Háskólans í Reykjavík og/eða í Skemmunni. 

Til að skrá sig í Skemmuna er notað HR-notandanafn og lykilorð. Ritgerðum skal skilað inn á PDF-sniði. Þeir sem gera verkefni þar sem notuð eru forrit sem ekki bjóða upp á að búin séu til PDF-skjöl vista skýrslu/greinargerð á PDF-sniði, en fylgiskjöl á því sniði sem þau eru búin til með og Skemman leyfir.

Lesið skjalið/skjölin vandlega yfir í heild áður en hafist er handa. Leitist við að gefa PDF-skjölum lýsandi heiti, t.d. tekið úr nafni höfundar, tegund lokaverkefnis, titli verkefnis og/eða ári. Forðist orð eins og „loka“, „final“  eða „til útprentunar“ í heiti skjala.


Ef takmarka á aðgang að verkefni

Lokaverkefni skulu vera opin til aflestrar í Skemmunni í samræmi við stefnu HR um opinn aðgang.  Höfundar/ur hefur þó rétt til að óska eftir að loka aðgangi að lokaverkefni ef það inniheldur upplýsingar sem rétt og eðlilegt er að trúnaður ríki um og tilgreind eru í eyðublaðinu: Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.

Það er á ábyrgð nemenda að öll eintök, rafræn og prentuð, séu að fullu sambærileg.

Leiðbeiningar um hvernig setja á lokaverkefni inn í Skemmuna:

Ef vandamál koma upp við vistun í Skemmu má hafa samband við Kristínu Benedikz  eða Önnu Kristínu Stefánsdóttur á bókasafninu.

Skil í Skemmuna

Prenteintökum skilað

Prentuðum eintökum lokaverkefna (ritgerðum / skýrslum / greinargerðum og fylgigögnum) skal skila til deilda í samræmi við reglur þeirra. Prentuðu eintökunum þarf að fylgja undirrituð  yfirlýsing um meðferð lokaverkefna og  staðfesting (útprent af tölvuskeyti - sjá sýnishorn hér að neðan) úr Skemmunni um að rafrænu eintaki hafi verið skilað þar inn.
Staðfesting á skilum lokaritgerða í Skmmuna

Bókasafn og upplýsingaþjónusta Háskólans í Reykjavík varðveitir eitt prentað eintak af lokaverkefnum ásamt fylgigögnum. Aðgangur að ritgerðum er aðeins á Skemmuni og ef ritgerð er læst þar er prentaða eintakið einnig læst. Þær ritgerðir sem eru eldri en frá 2010, þegar HR byrjaði að skila í Skemmuna, eru aðgengilegar á prenta í afgreiðslu safnsins, nema ef um trúnaðarmál ræðir.


Rafrænt eintak lokaverkefnis er samþykkt í Skemmuna og gert sýnilegt þar eftir útskrift viðkomandi nemanda. 


Skil í Turn-it-in

Háskólinn hefur tekið upp  Turn-it-in  ritstuldarvörnina sem gerir notendum kleift að koma auga á ritstuld og/eða rangar tilvísanir og heimildaskráningu.  

HR leggur mikla áherslu á vönduð akademísk vinnubrögð eins og víða er kveðið á um í reglum skólans.

Í  Reglum um verkefnavinnu er gerð sú krafa til nemenda að þeir virði höfundarétt og að öll verkefni sem nemendur skila séu þeirra eigin hugverk. Einnig skal hvert verkefni sem nemandi skilar vera einstakt. Með því er átt við að öll endurnýting verkefna, hvort heldur er innan námskeiðs, milli námskeiða eða milli námsbrauta er óheimil, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Þá segir í 8. grein  Siðareglna HR: "Við virðum hugverkaréttindi, eignum okkur ekki heiðurinn af hugmyndum annarra, og getum ávallt þeirra heimilda sem við notum, í samræmi við venjur vísindasamfélagsins."

Í  Náms og námsmatsreglum HR er einnig lögð áhersla á virðingu hugverka skv. eftirfarandi: "HR gerir þá kröfu til þín sem nemanda að öll verkefni sem þú skilar séu þitt eigið hugverk. Í því felst meðal annars að þú vinnur verkefnið sjálf(ur) frá grunni, án aðstoðar annarra, og tekur aldrei upp texta annarra eða vinnu annarra og setur fram sem þitt eigið verk. Ávallt skal geta heimilda og reglur um heimildanotkun gilda einnig um afritun eigin verka. Hvert verkefni sem skilað er, skal vera einstakt. Öll endurnýting verkefna, hvort heldur er innan námskeiðs, milli námskeiða eða milli námsbrauta er óheimil, nema annað sé tekið fram."

Ritstuldur varðar við íslensk  Höfundalög nr. 73/1972, og þeirra viðurlaga sem lögin kveða á um. Höfundalög ná til hugverka sem teljast birt, þ.e. þegar eintök af verkinu með réttri höfundarheimild eru boðin til sölu, láns eða leigu, eða dreift til almennings með öðrum hætti, í einhverju magni.

Skil í Turn-it-in

Hagnýtar upplýsingar


Kápur á lokaverkefni eru rafrænar og má finna annað hvort á síðu lokaverkefnisnámskeiðs á MySchool eða á deildasíðum hverrar deildar (athugið að prenta verður kápurnar í prentsmiðjum eða hjá prentþjónustum):

 

Prentun og fjölföldun lokaverkefna:

Ritgerðirnar skulu bundnar inn. Flest prentfyrirtæki sem taka að sér að prenta lokaritgerðir vita hvernig slíkum frágangi skal háttað.

„Lykilsíða“: Með sumum lokaverkefnum í  tækni- og verkfræðideild skal fylgja sérstök blaðsíða sem bundin er inn með lokaverkefninu. Blaðsíðan hefur stundum gengið undir nafninu „bókasafnssíðan“ en heitir réttu nafni lykilsíða. Lykilsíðan er aðgengileg í MySchool - Gögnin mín - U drif - TVD - Lokaverkefni í xxx. Lykilsíðuna er að finna undir viðeigandi námsbraut.


Var efnið hjálplegt? Nei