Doktorsnám við viðskiptadeild

15.4.2010

Viðskiptadeild HR býður metnaðarfullt doktorsnám í sálfræði og viðskiptafræði fyrir þá sem vilja stunda fræðilegar rannsóknir á einu af sérsviðum deildarinnar. Doktorsnám þjálfar nemendur í beitingu vísindalegra vinnubragða við öflun og miðlun nýrrar þekkingar.

Með doktorsnámi er ætlunin að styrkja rannsóknir við deildina samhliða því að þjálfa unga vísindamenn til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf og tryggja stöðu Háskólans í Reykjavík sem alþjóðlega viðurkennds háskóla. Forseti viðskiptadeildar, forstöðumenn og rannsóknarráð hafa yfirumsjón með nemendum í doktorsnámi við deildina. Reglur um doktorsnám viðskiptadeildar.

Til þess að ljúka doktorsnámi þurfa nemendur að sýna fram á:

 • Almenna þekkingu á grunnatriðum viðkomandi fræðasviðs.
 • Sérfræðiþekkingu á sínu rannsóknarsviði.
 • Færni í beitingu vísindalegra vinnubragða.
 • Færni í að afmarka, móta og framkvæma sjálfstæðar rannsóknir.
 • Færni í að miðla niðurstöðum í ræðu og riti bæði á innlendum og erlendum vettvangi.
 • Sjálfstætt og viðurkennt framlag til þekkingarsköpunar á sínu rannsóknarsviði.

Birna Dröfn BirgisdóttirBirna Dröfn Birgisdóttir er doktorsnemi í viðskiptadeild. Hún hefur rannsakað sköpunargleðina.
Hægt er að lesa viðtal við Birnu hér.

Frekari upplýsingar

Áður en umsókn er send inn eru áhugasamir einstaklingar hvattir til að hafa samband við akademískt starfslið deildarinnar til að ræða um mögulegar rannsóknir til doktorsgráðu.  Þegar kemur að formlegri umsókn er sótt um á umsóknarvef Háskólans í Reykjavík og eftirtöldum gögnum þarf að skila inn:

 • Ferilskrá
 • Afrit af prófskírteinum
 • Lýsing á fyrirhuguðu rannsóknarefni
 • Nöfn á þremur umsagnaraðilum
 • Fyrirhugaður leiðbeinandi
 • Upplýsingar um fjármögnun námsins

Forstöðumaður doktorsnáms í sálfræði er dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir 

Forstöðumaður doktorsnáms í viðskiptafræði er dr. Marina Candi

Forstöðumaður rannsóknarráðs er dr. Jack Ernest James

Meðlimir rannsóknaráðs

Almennar fyrirspurnir og frekari upplýsingar um umsóknarferlið veitir Guðrún Ragna Hreinsdóttir.

Forseti viðskiptadeildar er dr. Páll Melsteð Ríkharðsson


Var efnið hjálplegt? Nei