Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Frá keppninni 2016

Svipmyndir og viðtöl frá keppninni 2016

Úrslit

Commadore 64

Sæti  Nafn liðs Skóli  Nafn 
1. sæti Níels Karlsson Menntaskólinn á Akureyri  Atli Fannar Franklín
Brynjar Ingimarsson
Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson
2. sæti Darkness Consumes Me Tækniskólinn 

 

Eyþór Örn Hafliðason
Rolandas Mineika
Alexander Sigmarsson
3. sæti  ☼ + ☃ = ☠ Tækniskólinn

 

Elías Snær Einarsson
Ingólfur Ari Jóhannsson
Viktor Sævarsson

Sinclair Spectrum

Sæti  Nafn liðs  Skóli  Nafn 
1. sæti Los Magos Menntaskólinn í Reykjavík

 

Bjarni Dagur Thor Kárason
Tristan Ferrua Edwardsson 
2. sæti Prophets of Konni  Tækniskólinn

 

Bjarki Fannar Snorrason

3. sæti Team Doules Tækniskólinn

 

Anton Freyr Magnússon
Kristófer Haukur Hauksson 

 

Nafnakeppni liðanna

Nafn liðs  Skóli  Nafn 
Victorious Secret Menntaskólinn í Reykjavík

 

Aðalbjörg Egilsdóttir
Harpa Guðrún Hreinsdóttir
Stefanía Katrín Finnsdóttir
 

Hægt er að sjá beina útsendingu frá setningu keppninnar með því að smella á hlekkinn: 

 

https://livestream.com/ru/ff2016

 

18. og 19. mars 2016 

 

Skráningu er lokið, við hlökkum til að sjá alla

 

Keppnin er fyrir alla nemendur í framhaldsskólum sem hafa áhuga á forritun og tölvum.

Hún fer fram laugardaginn 19. mars í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Föstudaginn 18. mars munu keppendur hittast í HR eða HA þar sem fyrirkomulag keppninnar er skýrt og þeir fá úthlutað vinnuaðstöðu. Þar gefst einnig gott tækifæri til að kynnast öðrum keppendum. Laugardaginn 19. mars hittast keppendur kl. 09:00 og fá sér morgunmat. Keppnin sjálf hefst kl. 10:00 og stendur fram á kvöld. 

Keppnin er æsispennandi og öllum úrslitum verður varpað beint inn í kennslustofur. 

 

  • Spreyttu þig á undirbúningskeppninni þar sem öllum er velkomið að spreyta sig. Það þarf að búa til aðgang og skrá sig inn til þess að geta leyst dæmin (Log in > Sign up for a Kattis account). Um að gera að prófa og hita sig upp fyrir aðalkeppnina sem nú styttist óðum í. Skráningu lýkur í þessari viku, eða fyrir hádegi fimmtudaginn 10. mars.

 

Skráðu lið frá þínum skóla - fyrir 10. mars 2016

Lið þarf að tilkynna þátttöku í síðasta lagi 10. mars. Þátttökutilkynning þarf að vera samþykkt af tengilið viðkomandi skóla og þátttakendum í liðinu. 

Veitt verða fjölmörg verðlaun í keppninni:

  • Besta lið hvorrar deildar úr heildarniðurstöðu 1. - 3. sæti
  • Besta nafngift á liði

 

Fyrirkomulag: Lið velja sér eina deild

Commodore 64k  (erfiðleikastig 2)

Fyrir nemendur sem eru lengra komnir eða hafa góð tök á forritun og treysta sér til að leysa krefjandi verkefni. 

Sinclair Spectrum 48k (erfiðleikastig 1)

Fyrir nemendur sem eru byrjendur í forritun en hafa áhuga á að öðlast reynslu. Hentar þeim sem eru að taka sinn fyrsta áfanga í forritun.

Dagskrá keppninnar:

Föstudagur 18.mars
16:00-17:30

Tekið á móti keppendum í stofu M101 í HR og N102 í HA. Ávarp deildarforseta. Lið fá afhenta boli og keppnisgögn. Þá fara keppendur í að prófa kerfin og stilla upp fyrir keppni laugardagsins.

Laugardagur 19. mars
09:00-10:00 Morgunmatur 
10:00-12:30 Liðin vinna að verkefnum keppninnar
12:30-13:30 Hádegismatur
13:30- 16:00 Liðin vinna að verkefnum keppninnar
16:00 -17:15 Úrslit og verðlaunaafhending

 

Fyrirspurnir má senda á netfangið  scs_office@ru.is