Iðnfræði / byggingafræði

10.5.2016

Iðnfræði er hagnýtt 90 eininga nám til diplómagráðu á háskólastigi sem kennt í fjarnámi með tveimur staðarlotum á önn, eina helgi í senn. 

Að diplómanámi í byggingariðnfræði loknu geta nemendur haldið áfram námi í byggingafræði sem er BSc-nám og er iðnfræðin metin að fullu inn í það nám.  

Hægt er að velja um eftirfarandi brautir í iðnfræði:

*Ekki er tekið inn í rekstrariðnfræði á haustönn 2017

Námið er skipulagt þannig að hægt sé að stunda það samhliða vinnu og ljúka því á þremur árum. Einnig er mögulegt að gera einstaklingsmiðaða námsáætlun og ljúka náminu á skemmri tíma.

Manneskja í köflóttri skyrtu horfir alvarlega í myndavélina og heldur í burðargrind með merki Marel í bakgrunni

Tækniháskóli í fremstu röð

Tækni- og verkfræðideild er aðili að samstarfsneti um að þróa og bæta kennslu í verkfræði og tæknifræði, CDIO (Conceive, Design, Implement, Operate). Í dag eru um 100 háskólar frá öllum heimshornum þátttakendur og vinna þeir kerfisbundið að því að bæta skipulag námsbrauta og þróa námsbrautir í verkfræði og tæknifræði með áherslu á þarfir atvinnulífsins. 

Til að útskrifast sem iðnfræðingur, sem er lögverndað starfsheiti, þarf nemandi að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði og veitir námið þá rétt til meistarabréfs. Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei