Rafiðnfræði diplóma

Í rafiðnfræði er fengist við tölvustuddar aðferðir við hönnun með raunhæfum og hagnýtum verkefnum. Nemendur læra meðal annars um rafmagnsfræði, stjórnun og rekstur, raflagnahönnun og iðntölvustýringar.

Um námið

Teikning af rafmangsskema með rafmagnsvírum liggjandi ofan á

Aukin tækifæri 

Nemendur í rafiðnfræði fá fjölbreytta og hagnýta þekkingu á sínu sviði, styrkja stöðu sína á vinnumarkaði og verða hæfari til að takast á við fleiri og fjölbreyttari störf. Með því að ljúka náminu geta nemendur öðlast meistararéttindi og lögverndað starfsheiti sem iðnfræðingar.

Fjarnám með tveimur staðarlotum

Rafiðnfræði er 90 eininga nám og er eingöngu kennt í fjarnámi. Námið er skipulagt þannig að yfirleitt tekur þrjú ár að ljúka því samhliða vinnu. Nemendur koma í Háskólann í Reykjavík tvisvar sinnum á önn í staðarlotur, eina helgi í senn.

Raunhæf verkefni í staðarlotum

Í sumum áföngum eru staðarloturnar nýttar fyrir verklegar æfingar og verkefni unnin í raunumhverfi. Í rafiðnfræði setja nemendur meðal annars upp iðntölvustýringar í verklegum stofum, hanna stafræn ökutæki og ljúka verklegu námskeiði í kælitækni á vélaverkstæði. 

Viðamikið lokaverkefni 

Náminu lýkur með 12 ECTS eininga lokaverkefni þar sem sýnt er fram á verkþekkingu og faglega hæfni við tæknilegar úrlausnir í hönnun, skipulagningu og þróun. Verkefnin eru oftast unnin í samstarfi við fyrirtæki.

Viðbótarnám

Að loknu diplómanámi í rafiðnfræði geta nemendur bætt við sig 30 eininga námi í rekstrargreinum og hlotið starfsheitið rekstrariðnfræðingur. Þar með auka nemendur færni sína í rekstri og stjórnun framleiðslufyrirtækja.

Nám í rafiðnfræði við Háskólann í Reykjavík

Í hópi framsækinna tækniháskóla

HR tekur þátt í alþjóðlegu samstarfsneti framsækinna háskóla um allan heim sem kenna tæknigreinar. Samkvæmt hugmyndafræðinni sem höfð er til hliðsjónar er verkfræðingum framtíðarinnar er veittur traustur, fræðilegur grunnur en þeir vinna þar að auki raunhæf verkefni ásamt því að leysa verkefni í hópum. Nemendur kunna því á ferlið frá hugmynd yfir í hönnun, framkvæmd og rekstur þegar þeir koma á vinnumarkaðinn. Samstarfsnetið heitir CDIO, sem stendur fyrir „Conceive, Design, Implement, Operate“. Aðrir skólar í DCIO eru meðal annars:  

MIT - Massachusetts Institute of Technology • Aalborg University • Delft University of Technology • Duke University • University of Michigan • University of Sydney • Beijing Jiaotong University 

Að námi loknu

Lögverndað starfsheiti

Að loknu námi hlýtur nemandinn prófgráðuna diplóma í rafiðnfræði og uppfyllir skilyrði til að hljóta lögverndaða starfsheitið rafiðnfræðingur

Rekstrariðnfræði

Að loknu diplómanámi í rafiðnfræði geta nemendur bætt við sig 30 eininga námi í rekstrargreinum og hlotið starfsheitið rekstrariðnfræðingur. Þar með auka nemendur færni sína í rekstri og stjórnun framleiðslufyrirtækja. 

Fjölbreytt starfssvið

Rafiðnfræðingar starfa á verkfræðistofum og hjá orku- og framleiðsufyrirtækjum við hönnun raflagna og við  uppsetningu ýmissa rafmagns- og stýrikerfa.

Þekking og færni

Í lærdómsviðmiðum má sjá hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Nemandi lærir í Sólinni

Aðstaða í fjarnámi

Nemendur í byggingariðnfræði geta víða á landsbyggðinni fengið aðstöðu til náms og hópavinnu í símenntunarstöðvum, fræðslusetrum og háskólasetrum, en á höfuðborgarsvæðinu býðst nemendum vinnuaðstaða í HR. Upplýsingar um slíka aðstöðu utan Reykjavíkur er að finna hjá sveitarfélögum. 

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR. 

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða.  

Kennarar

Reynsla og sérfræðiþekking 

Nemendur í rafriðnfræði njóta leiðsagnar öflugra kennara á fagsviðinu, tæknimanna og hönnuða innan háskólans, og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. 

Einar Jón

Einar Jón Ásbjörnsson

PhD

Kennir einkum námskeið á sviði efnisfræði og orkutækni með megináherslu á jarðhita. Einar leggur mikla áherslu á að tengja saman hagnýt verkefni við sterkan fræðagrunn í kennslu. Einar hefur starfað við efnisfræðirannsóknir hjá Iðntæknistofnun Íslands, innleiðingu og suðuprófanir á hástyrksstáli hjá Volvo í Svíþjóð og var tæknistjóri gufuveitu hjá OR áður en hann kom til starfa hjá HR.  Einar lauk CSc- og MSc-prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 1996 og PhD frá háskólanum í Nottingham 2001, þar sem hann rannsakaði hegðun kornasmækkunarefnis í áli.
Indriði Sævar

Indriði Sævar Ríkharðsson

MSc

Kennir námskeið á sviði vélahönnunar og tölvustuddrar hönnunar, s.s. vélhlutafræði, FEM greiningu og þrívíddarhönnun. Einnig námskeið á sviði stýringa s.s. reglunarfræði, stýritækni (loft og vökvastýringar), PLC stýringar og forritun iðnaðarþjarka. Indriði leggur mikla áherslu á hagnýt og krefjandi verkefni í kennslu í anda CDIO. Hefur einnig verið leiðbeinandi í meistaraverkefnum í vélaverkfræði og byggingaverkfræði og tekið þátt í rannsóknarverkefnum á sviði ómannaðra farartækja og jarðskjálftahönnunar. Indriði er einnig umsjónarmaður lokaverkefna í vél- og orkutæknifræði og leiðbeinandi í mörgum þeirra. Indriði lauk prófi í vélaverkfræði við HÍ 1987 og MSc-prófi í vélaverkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur (DTU) 1990 með áherslu á annars vegar sjálfvirk stýrikerfi og hinsvegar ólínulega tímaháða FEM greiningu.
Jens

Jens Arnljótsson

BSc

Aðal kennslugreinar eru á sviði varmafræði, varmaflutnings, rennslis-  og straumfræði sem tengjast m.a. hagnýtu hönnunarverkefni eða tilraunum á sviði varma og streymisfræði í námi vél- og orkutæknifræðinema. Einnig hefur Jens umsjón með iðnfræðinámi í HR og lokaverkefnum véliðnfræðinema. Menntun: Ingeniør højskolen Helsingør Teknikum 1986, véltæknifræðingur BSc Mech. Eng, með orkufræði sem sérsvið. Fyrri störf: Verkfræðistofa Sefáns A. Stefánssonar, hönnun ýmiss vélbúnaðar, lagna og rennslikerfa, þó einkum vinna tengd sjávarútvegi og þá sérstaklega varmagreining og varmendurvinnsla á orku fra útblæstri   fiskimjölsverksmiðja víðs vegar um landið, Stálvík hf. og Skipahönnun ehf., við hönnun, breytingar og fyrirkomulag vélbúnaðar í fiskiskipum.
Kristinn

Kristinn Sigurjónsson

MSc

Kristinn lauk BS-gráðu í efnafræði og CS í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann lauk MSc gráðu í efnaverkfræði frá Tækniháskóla Noregs (áður NTH, nú NTNU) í Þrándheimi.  Hann starfaði sem rannsóknamaður hjá málblendifélaginu að Grundartanga og var rekstrarstjóri rannsóknastofu Landakotsspítala.  Kristinn kenndi efnafræði við lífeinda- og geislafræðideild Tækniháskóla Íslands.  Undanfarin ár hefur Kristinn kennt greiningu rása, raforkufræði og kraftrafeindatækni við Háskólann í Reykjavík, auk þess sem hann hefur verið umsjónarkennari og leiðbeinandi fjölda lokaverkefna á þessu sviði.
Stefán Arnar

Stefán Arnar Kárason

BSc

Kennir áfanga á sviði rafeindatækni, einkum stafræna tækni, þar með talið notkun og forritun stýritölva, en einnig hönnun og smíði rafeindatækja. Einnig hefur hann sérhæft sig í mælitækni, kennt áfanga í því fagi og samið kennslubókina Mælitækni. Stefán kennir m.a. áfangann Róbótar en þar smíða nemendur sjálfráðan róbóta og forrita stýritölvu hans. Stefán lauk prófi í rafmagnstæknifræði með áherslu á stafræna tækni frá Aarhus Teknikum 1971. Eftir nám starfaði hann hann á fjarskiptadeild Pósts og síma en seinna á Tæknideild Fiskifélags Íslands þar sem hann vann við rannsóknir á aflnýtni skuttogara. Stefán þróaði mæli- og gagnasöfnunarbúnaðinn sem notaður var við rannsóknirnar en á þessum árum var Tæknideild Fiskifélagsins fulltrúi Íslands í samnorræna orkusparnaðarverkefninu Oliefisk.


Aðrir kennarar:

  • Eyþór Þórhallsson

Skipulag náms

Námstími

Námið er 90 ECTS einingar. Hægt er að ljúka því á þremur árum (6 annir) samhliða vinnu, en einnig er mögulegt að gera einstaklingsmiðaða námsáætlun og ljúka náminu á skemmri tíma. Kennt í fjarnámi með staðarlotum.

Fjarnám með staðarlotum 

Kennt í fjarnámi með staðarlotum. Tvær verkefnalotur eru á önn þar sem nemendur koma saman í HR eina helgi í hvert skipti. Í sumum áföngum eru staðarloturnar nýttar fyrir verklegar æfingar og einnig er farið í fyrirtæki og verkefni unnin í raunumhverfi.

Starfsdagar

Starfsdagar eru tvisvar á önn, sú fyrri í upphafi annar og sú síðari þegar 7 vikur eru liðnar af önninni. 

Námsáætlun

Nám með vinnu

12 ‐ 18 ECTS einingar á önn

 1. önn - haust 2. önn - vor 
RI RAF 1003 Rafmagnsfræði (6 ECTS)  RI REI 1003 Rafeindatækni (6 ECTS) 
AI TEI 1001 Tölvustudd teikning (3 ECTS) RI RFR 1003 Raforkukerfisfræði og rafvélar (6 ECTS)
RI HON 1001 Tölvustudd hönnun (3 ECTS)  AI STJ 1003 Stjórnun, rekstur og öryggi (6 ECTS) 
AI REH 1003 Bókfærsla og reikningshald (6 ECTS)   

 3. önn - haust

4. önn - vor 

RI STA 1003 Stafræn tækni (6 ECTS) 

RI PLC 2003 Iðntölvur og skjámyndir (6 ECTS) 

RI PLC 1003 Iðntölvustýringar (6 ECTS) 

RI RLH 1003 Raflagnahönnun /Forritun (6 ECTS) 

RI LÝR 1003 Lýsingartækni og reglugerð (6 ECTS) 

 

 5. önn - haust

6. önn - vor 

RI REK 1003 Reglunar- og kraftrafeindatækni (6 ECTS) 

RI LOK 1006 Lokaverkefni (12 ECTS)  

AI LOG 1003 Lögfræði (6 ECTS) 

 

Námsáætlun á pdf

Inntökuskilyrði

Umsóknarfrestur

Tekið er við umsóknum fyrir haustönn 5. febrúar - 5. júní og fyrir vorönn 15. október - 5. desember ár hvert.

Bóklegur undirbúningur 

Kröfur um bóklegan undirbúning, umfram bóklegt nám til sveinsprófs, eru:

  • 12 einingar (eða 20 nýjar framhaldsskólaeiningar - fein) til viðbótar í tungumálum (íslenska, enska og danska)
  • 12 einingar (eða 20 fein) til viðbótar í raungreinum (stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði)

Undirbúningsnám fyrir iðnfræðinema

Sérstakt undirbúningsnám er í boði í fjarnámi (stærðfræðigrunnur, raungreinagrunnur og tungumálagrunnur I og II/enska og íslenska) og er það aðgengilegasta leiðin fyrir flesta til að ljúka undirbúningsnámi samhliða iðnfræði. 

Meistarar og stúdentar

Þeir sem hafa lokið meistaranámi í iðngrein eða stúdentsprófi uppfylla kröfur um bóklegan undirbúning og geta hafið nám í rafiðnfræði án frekari undirbúnings. 

Fylgiskjöl með umsókn

  • Námsferill
  • Sveinsbréf eða meistarabréf
  • Starfsferill, etv. meðmæli

Getum við aðstoðað?

Vinsamlega hafið samband ef spurningar vakna. 

Vilborg Hrönn Jónudóttir

Verkefnastjóri hjá tækni- og verkfræðideild

Netfang: vilborg@ru.is
Sími: 599 6255

Jens Arnljótsson

Lektor og verkefnastjóri iðnfræðináms

Netfang: jensarn@ru.is
 


 


Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei