Verkfræði

Í verkfræðinámi læra nemendur að greina flókin og fjölbreytt viðfangsefni og þróa lausnir sem byggja á stærðfræði- og raunvísindaþekkingu. Námið miðar að því að efla frumkvæði nemenda og sjálfstæð vinnubrögð. HR útskrifar flesta tæknimenntaða einstaklinga á háskólastigi á Íslandi.

Námsbrautir í BSc-námi í verkfræði eru: 

Lengd náms er fimm ár. Eftir þriggja ára nám til BSc-gráðu bæta nemendur við sig tveggja ára námi til MSc-gráðu til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingar. 

Nemendur og kennarar segja frá námi í verkfræði við HR

Tækniháskóli í fremstu röð

Tækni- og verkfræðideild er aðili að samstarfsneti um að þróa og bæta kennslu í verkfræði og tæknifræði, CDIO (Conceive, Design, Implement, Operate). Í dag eru um 100 háskólar frá öllum heimshornum þátttakendur og vinna þeir kerfisbundið að því að bæta skipulag námsbrauta og þróa námsbrautir í verkfræði og tæknifræði með áherslu á þarfir atvinnulífsins.

Kennsluskrá í verkfræði (pdf)
Verkfræði BSc - yfirlit námsbrauta (pdf)

Námið við tækni- og verkfræðideild

Tækni- og verkfræðideild


Var efnið hjálplegt? Nei