Verkfræði

Yfirlit yfir grunnnám

31.3.2016

Í verkfræðinámi læra nemendur að greina flókin og fjölbreytt viðfangsefni og þróa lausnir sem byggja á stærðfræði- og raunvísindaþekkingu. Námið miðar að því að efla frumkvæði nemenda og sjálfstæð vinnubrögð. HR útskrifar flesta tæknimenntaða einstaklinga á háskólastigi á Íslandi.

Kynntu þér námið með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan:

Lengd náms er fimm ár. Eftir þriggja ára nám til BSc-gráðu bæta nemendur við sig tveggja ára námi til MSc-gráðu til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingar.

Undirbúningur

Til að hefja nám í verkfræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi eða sambærilegu prófi. Námsefni og kennsla á fyrsta ári í verkfræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning:  

  • Stærðfræði - 21 einingar eða 35 fein (þ.m.t. STÆ503 eða sambærilegt)

  • Eðlisfræði - 6 einingar eða 10 fein (þ.m.t. EÐL203 eða sambærilegt)

  • Efnafræði - 3 einingar eða 5 fein (EFN103 eða sambærilegt)

Nemendur og kennarar segja frá námi í verkfræði við HR

Tækniháskóli í fremstu röð

Tækni- og verkfræðideild er aðili að samstarfsneti um að þróa og bæta kennslu í verkfræði og tæknifræði, CDIO (Conceive, Design, Implement, Operate). Í dag eru um 100 háskólar frá öllum heimshornum þátttakendur og vinna þeir kerfisbundið að því að bæta skipulag námsbrauta og þróa námsbrautir í verkfræði og tæknifræði með áherslu á þarfir atvinnulífsins. 


Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei