Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

20.1.2017 : Tilkynning frá rektorum háskólanna

Nemendur sjást sitja einbeittir í skólastofu

Rektorar íslenskra háskóla fagna þeirri ákvörðun Alþingis að hækka fjárframlög til háskólanna við afgreiðslu frumvarps til fjárlaga 2017 og koma þannig til móts við áskorun rektora til þingmanna um að bæta úr undirfjármögnun íslensks háskólakerfis.

19.1.2017 : Rafmagnsverkfræðingar geta nú útskrifast frá HR og Aalto

Mynd sem sýnir inn í Aalto háskóla

Meistaranemum í rafmagnsverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík býðst nú að ljúka tvíþættri meistaragráðu frá Aalto University í Finnlandi og HR. Nemendur munu útskrifast frá báðum háskólunum. Rafmagnsverkfræði fjallar um uppbyggingu og rekstur raforkukerfa og framleiðslu raforku.

18.1.2017 : Vísindamenn Háskólans í Reykjavík hljóta styrki frá Rannís

Tveir nemendur horfa einbeittir á tölvuskjá

Vísindamenn Háskólans í Reykjavík fengu úthlutað verkefnisstyrkjum, rannsóknastöðu og doktorsnemastyrkjum við úthlutun úr Rannsóknasjóði Rannís fyrir styrkárið 2017.

16.1.2017 : Nemendur HR tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

Ung kona með sýndarveruleikagleraugu er að taka þátt í rannsókninni

Tvö verkefni nemenda Háskólans í Reykjavík hafa verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna síðasta sumar. 

10.1.2017 : Stofna félag doktorsnema við HR

Fimm doktorsnemar standa í hóp fyrir framan jólatréð í Sólinni

Doktorsnemar innan Háskólans í Reykjavík hafa stofnað félag með það að markmiði að gera störf sín sýnilegri innan háskólans og utan. Doktorsnemar við HR eru um 40 talsins og stunda rannsóknir við allar fjórar akademískar deildir háskólans.

22.12.2016 : Íbúðir fyrir nemendur og þjónustukjarni við rætur Öskjuhlíðar

Haskolagardar_3

Undirbúningur byggingu Háskólagarða HR hefur verið í gangi undanfarin misseri og frumhönnun á lóð HR liggur fyrir. Háskólagarðarnir, sem verða einkum fyrir nemendur HR, eru við rætur Öskjuhlíðar og liggja niður að bílastæðum HR. 

21.12.2016 : Dexta gaf HR búnað fyrir rannsóknir í varma- og straumfræði

Framkvæmdastjóri Dexta ehf., Gauti Hallsson, afhenti Háskólanum í Reykjavík fyrir stuttu ýmsan búnað að gjöf fyrir tilraunir og mælingar í varmafræði og orkutækni. Gauti er fyrrverandi nemandi tækni- og verkfræðideildar HR og var í fyrsta útskriftarhópnum í vél- og orkutæknifræði.
 

19.12.2016 : Helgi Þór er nýr rannsóknarstjóri IPMA

Helgi Þór Ingason

Helgi Þór Ingason, prófessor við tækni- og verkfræðideild HR og forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun, MPM, var nýlega kosinn rannsóknarstjóri IPMA, alþjóðlegu verkefnastjórnunarsamtakannna. IPMA eru regnhlífasamtök 60 landssamtaka úr öllum heimshornum á sviði verkefnastjórnunar og meðal meðlima eru íslensku samtökin um verkefnastjórnun, VSF.

15.12.2016 : Áskorun rektora íslenskra háskóla til þingmanna

Nemendur í lagadeild leysa málflutningsverkefni

Ljóst er að þær fjárhæðir sem háskólum landsins eru ætlaðar skv. fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi standa ekki undir því mikilvæga starfi sem skólarnir sinna. Háskólar í nágrannaríkjum okkar fá tvöfalt hærri framlög á hvern nemanda og endurspeglar það raunverulegan kostnað háskólastarfs.

14.12.2016 : Reikna einangrun, hanna lagnir og burðarvirki og velja veggþykktir

Tveir leiðbeinendur og nemandi standa fyrir framan töflu með teikningum á

Nemendur í byggingariðnfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík vörðu lokaverkefni sín fyrir stuttu. Að baki lokaverkefninu er heilmikil vinna en þar er gerð grein fyrir heildarhönnun húss: útliti byggingar, skipulagi, burðaþoli og lögnum.

9.12.2016 : Dr. Juliet Newson nýr forstöðumaður Íslenska orkuháskólans við HR

Juliet Newson stendur á gangi í HR og horfir í myndavélina

Dr. Juliet Newson hefur verið ráðin forstöðumaður Íslenska orkuháskólans (Iceland School of Energy) við Háskólann í Reykjavík. Juliet er verkfræðingur að mennt og kemur frá Nýja-Sjálandi þar sem hún hefur starfað við líkanasmíði á forða jarðhitakerfa við Contact Energy Ltd, í nánu samstarfi við vísindamenn við University of Aucklan