Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

24.2.2017 : Hljóta styrk frá ESB til að auka frumkvöðlastarfsemi í Suður Afríku, Filippseyjum og Indónesíu

Marina Candi skrifar með tússi á glervegg og horfir brosandi í myndavélina

Rannsóknarmiðstöð Háskólans í Reykjavík í nýsköpun og frumkvöðlafræðum hefur fengið styrk frá Evrópusambandinu vegna tveggja samstarfsverkefna sem ganga út á að auka frumkvöðlafærni, útbreiðslu og sýnileika frumkvöðlastarfsemi í þremur nýiðnvæddum löndum: Suður Afríku, Filippseyjum og Indónesíu.

24.2.2017 : Nemendum veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur

Ræðumaður forsetalistaathafnar gengur niður af sviðinu og heldur í hönd barns

Forsetalistaathöfn HR var haldin í gær, fimmtudag. Við athöfnina, sem haldin er tvisvar á ári, eru nemendur verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur í námi og hljóta þar með styrki sem nema niðurfellingu skólagjalda næstu annar.

16.2.2017 : Segir of mikla áherslu á notkun lyfja í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma

Jack James

Í nýjasta tölublaði læknablaðsins Lancet, birtist bréf eftir Jack James, prófessor við sálfræðisvið HR, þar sem hann gagnrýnir vísindagrein sem þar birtist nýlega og fjallar um nýjar lyfjafræðilegar aðferðir til að fást við háþrýsting. Hann bendir á að allt of mikil áhersla sé lögð á notkun lyfja við hjarta- og æðasjúkdómum, þegar það sé margsýnt að tiltölulega einfaldar lífstílsbreytingar hafi miklu meiri áhrif en lyf í þessu sambandi.

14.2.2017 : HR tekur við verkefnum Skema

Ung stúlka situr í kennslustofu og horfir brosandi í myndavélina

Háskólinn í Reykjavík stefnir á að efla fræðslustarf meðal leik-, grunn- og framhaldsskólanema og hefur tekið við verkefnum fyrirtækisins Skema, sem felast í skapandi tækninámskeiðum fyrir börn og unglinga.

10.2.2017 : Starfsmöguleikarnir kannaðir á Framadögum háskólanna

Gestir á Framadögum skoða bæklinga af mikilli forvitni

Hinir árlegu Framadagar AISEC á Íslandi voru haldnir í Sólinni í HR í gær, þann 9. febrúar. 84 fyrirtæki tóku þátt að þessu sinni og viðburðinn sóttu þúsundir gesta. Á Framadögum gefst háskólanemum færi á að spjalla við fulltrúa fjölmargra fyrirtækja og stofnana og þar með fá innsýn í störf sem gætu biðið þeirra að námi loknu.

6.2.2017 : Allir háskólar landsins koma að stofnun Auðnu

Audna

Íslenskir háskólar, ásamt opinberum rannsóknastofnunum og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, stóðu þann 27. janúar sl. að stofnun Auðnu, sem er undirbúningsfélag um stofnun sameiginlegrar tækniyfirfærsluskrifstofu – eða tækniveitu – fyrir Ísland. Stefnt er að stofnun tækniveitunnar í byrjun árs 2018.

6.2.2017 : Sýndarveruleiki, forritun, þrívíddarprentuð líffæri og kappakstursbíll á UTmessunni

Lítill drengur skoðar sýndarveruleika

Sýning UTmessunnar var haldin í sjöunda skiptið í Hörpu laugardaginn 4. febrúar. Háskólinn í Reykjavík tók að venju þátt og gátu gestir prófað, skoðað og upplifað ýmis tækniundur nemenda og kennara. Markmið með sýningu UTmessunnar er að sjá marktæka fjölgun nemenda sem velja tæknigreinar í háskólum og að vekja áhuga almennings á upplýsingatækni og mikilvægi hennar á öllum sviðum daglegs lífs.  

28.1.2017 : 220 brautskráðir í dag

Útskriftarhópurinn, vor 2017

220 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. 163 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi og 56 úr meistaranámi.

23.1.2017 : PRME skýrsla viðskiptadeildar komin út

PRME skýrslan

Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME (Principles of Responsible Management Education) varðandi menntun ábyrgra stjórnenda. Deildin hefur þar með skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð. Í því felst að leggja áherslu á ábyrga stjórnun og hvetja til þess að atvinnulífið stundi ábyrga viðskiptahætti.

22.1.2017 : „Wild Icelandic Cod“ vinnur Hnakkaþonið 2017

Sigurliðið í Hnakkaþoni 2017 situr í tröppunum í Sólinni með blómvendi í höndum

Vísir í Grindavík mun nota nýjar, umhverfisvænar neytendapakkningar fyrir íslenskan fisk á Bandaríkjamarkaði, nái vinnigstillögur í Hnakkaþoni HR og SFS, útflutningskeppni sjávarútvegsins, fram að ganga. Úrslit keppninnar voru tilkynnt í gær. Sigurliðið skipa nemendur í fjármálaverkfræði og viðskiptafræði; þeir Bjarki Þór Friðelifsson, Fannar Örn Arnarsson, Jóhannes Hilmarsson, Ómar Sindri Jóhansson og Sigurður Guðmundsson. Hópurinn mun heimsækja Seafood Expo North America, stærstu sjávarútvegssýningu í N-Ameríku í Boston í mars, í boði Icelandair Group og sendiráðs Bandaríkjanna í Íslandi.

20.1.2017 : Tilkynning frá rektorum háskólanna

Nemendur sjást sitja einbeittir í skólastofu

Rektorar íslenskra háskóla fagna þeirri ákvörðun Alþingis að hækka fjárframlög til háskólanna við afgreiðslu frumvarps til fjárlaga 2017 og koma þannig til móts við áskorun rektora til þingmanna um að bæta úr undirfjármögnun íslensks háskólakerfis.