Rafbílaleigu ýtt úr vör í HR

17.5.2010

Rafbílaleigu fyrir starfsmenn og nemendur Háskólans í Reykjavík, undir heitinu Forskot, var ýtt úr vör við formlega athöfn í gær. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tók forskot á sæluna og fékk að prófa fyrsta bílinn.

Dr. Hlynur Stefánsson, lektor í tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, ræddi þetta verkefni í viðtali við Í bítíð á Bylgjunni í morgun.

Stöð 2 gerði verkefninu einnig ítarleg skil í kvöldfréttum sínum í gær.

Auk þess var greint frá rafbílaleigunni í kvöldréttum Ríkisútvarpsins í gær og á vef RÚV.

Fréttavefur Morgunblaðsins sagði einnig frá rafbílaleigunni, sem og vefur Viðskiptablaðsins.

Þá sögðu Fréttablaðið og Morgunblaðið frá verkefninu í dag.

Sömuleiðis hefur verið sagt frá framtakinu á natturan.is.

Sérstakur vefur, forskot.is, hefur líka verið opnaður en þar er hægt að taka bíl og hjól á leigu til skamms tíma.