Fréttir eftir árum


Fréttir

Uppfærum Ísland - Skema og CCP skrifa undir samstarfssamning

Yfirskrift aðalfundar Samtaka Atvinnulífsins var “Uppfærum Ísland” og vill Skema leggja sitt af mörkum við að uppfæra menntun í takt við tækniþróun

15.5.2012

Nýverið skrifuðu Skema og CCP undir tveggja ára samstarfssamning en með þeim Skema_CCP samning er CCP að styðja við verkefni sem snýr að innleiðingu á kennslu í forritun inn í grunn- og framhaldsskóla landsins. CCP mun einnig vera virkur þátttakandi á námskeiðum Skema til að gefa nemendunum sýn inn í heim forritarans.   

Það hefur verið mikið í umræðunni að mikill skortur sé á tæknimenntuðu fólki og að sá skortur sé farinn að setja svip sinn á hagkerfi Íslands. Verkefnið mun styrkja stoðir íslensks atvinnulífs með því að auka tækniþekkingu og meðal annars draga úr líkum á því að íslensk fyrirtæki þurfi að flytjast úr landi sökum skorts á tæknimenntuðu starfsfólki. Hagvöxtur er háður þekkingu en þekking er einn stærsti lykilþættátturinn í framleiðni – við verðum því að hefjast handa við að efla menntakerfið í takt við tækniþróunina og gefa Íslandi ,,Forskot til Framtíðar”.

,,Við þurfum að byrja að þjálfa upp næstu kynslóð og efla tölvufærni barna í þágu þverfaglegrar hæfni þeirra í framtíðinni.  Við erum ekki einungis að kenna forritun heldur gefa kennurum og nemendum tækifæri á að útvíkka kennsluaðferðir og nýta forritunarþekkinguna til að leysa verkefni í öðrum námsgreinum.  Þar með væru börnin að fá skilvirka og skemmtilega sýn inn í það nám sem þau stunda í dag.  Til stuðnings þá hafa börn á námskeiðum hjá Skema sýnt mikinn áhuga, verið ótrúlega fljót að meðtaka kennsluna og sérstaklega áhugavert að sjá hvað börn með greiningar líkt og ADHD, lesblindu, aspergen eða einhverfu eru að blómstra í þessu umhverfi" segir Rakel Sölvadóttir, framkvæmdastjóri Skema.

Skema stendur fyrir námskeiðum í tölvuleikjaforritun fyrir börn á aldrinum 8 – 16 ára í Háskólanum í Reykjavík. Kennslan byggir á aðferðafræði sem mótuð hefur verið af niðurstöðum rannsókna í sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði.  Aðferðafræðin byggir m.a. á ómeðvituðum lærdóm í gegnum leik, jákvæðni, myndrænni framsetningu, tengslum við atvinnulífið og jafningjakennslu. Námskeiðin eru haldin til að ná fram vitundarvakningu um mikilvægi forritunarkennslu en markmiðið er að innleiða kennslu í forritun í a.m.k. 70% af grunnskólum landsins fyrir árið 2015. Hjallastefnan hefur nú þegar tekið stórt skref og hafið innleiðingu og kennslu hjá 9 ára börnum í samstarfi við Skema.  

 Skema   ccp