Allir viðburðir

4.3.2017 Háskóladagurinn

Vertu velkomin/n í Háskólann í Reykjavík á Háskóladaginn 4. mars 2017. Þar gefst þér tækifæri til að kynna þér fjölbreytt námsframboð við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur grunnnámi, meistaranámi, doktorsnámi og frumgreinanámi.

 

3.2.2017 - 4.2.2017 UT messan

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

 

28.1.2017 13:00 Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík

Silfurberg, Harpa

Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík verður haldin í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 28. janúar 2017

Athöfnin hefst kl. 13:00.

 

27.1.2017 Jákvæð líkamsímynd, betri líðan

Mót hækkandi sól: vitundarvakning um geðheilbrigði í HR

Heiða Rut Guðmundsdóttir Sálfræðingur hjá Átröskunarteymi LSH fjallar um hvernig neikvæð líkamsímynd getur ýtt undir óheilbrigðar þyngdarstjórnunarleiðir, ofát, hreyfingarleysi, átraskanir, kvíða og depurð. Því er mikilvægt að skoða hvernig stuðla má að jákvæðri líkamsímynd.