Viðburðir

28.2.2017 13:00 - 17:00 Vinnustofa um bráðnun íss og snjós

Fyrirlesarar frá Landsvirkjun, Landbúnaðarháskólanum, HÍ og HR fjalla um gögn um bráðnun íss fyrir rauntímakort og vatnafræðileg líkön. 

 

4.3.2017 Háskóladagurinn

Vertu velkomin/n í Háskólann í Reykjavík á Háskóladaginn 4. mars 2017. Þar gefst þér tækifæri til að kynna þér fjölbreytt námsframboð við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu.

 

4.3.2017 13:00 - 14:00 Aftur til framtíðar

Fjórða iðnbyltingin er á næsta leiti og því er spáð að tækni og sjálfvirkni muni á næstu árum og áratugum gerbreyta okkar lífi og störfum. Stór hluti þeirra starfa sem fólk vinnur í dag mun hverfa í þeirri byltingu og ný verða til í þeirra stað. Hvernig verða störf framtíðarinnar? Er hægt að undirbúa sig fyrir störf sem eru ekki til í dag? Háskólinn í Reykjavík býður til stutts málþings á Háskóladaginn 4. mars þar sem sérfræðingar ræða vinnumarkaðinn, framtíðina og fjórðu iðnbyltinguna.

 

10.3.2017 12:00 - 13:00 Stjórnunarhættir fyrirtækja á norðurlöndum

Hádegisverðarfundur í HR, 10. mars, kl. 12 – 13 í stofu M217

 

11.3.2017 13:00 - 17:00 Keppni í stjórnun

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir keppni í stjórnun milli framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu laugardaginn 11. mars 2017.

 

16.3.2017 12:00 - 13:00 Kynning á meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun og fjármálum fyrirtækja

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík efnir til kynningafundar um meistaranám. Forstöðumaður námsins, kennarar og nemendur gefa áhugasömum innsýn í námið og möguleika að námi loknu.

 

17.3.2017 Mitigating Risk and Managing Uncertainty in the Travel Sector

Case studies from France - the most popular tourist destination in the world.

 

29.3.2017 12:00 - 13:00 Kynning á meistaranámi í upplýsingastjórnun og viðskiptafræði

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík efnir til kynningafundar um meistaranám. Forstöðumaður námsins, kennarar og nemendur gefa áhugasömum innsýn í námið og möguleika að námi loknu.

 

30.3.2017 12:00 - 13:00 Kynning á meistaranámi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og markaðsfræði

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík efnir til kynningafundar um meistaranám. Forstöðumaður námsins, kennarar og nemendur gefa áhugasömum innsýn í námið og möguleika að námi loknu.

 

24.4.2017 - 12.5.2017 9:00 - 16:00 Oliver Luckett: Social Media Storytelling, Direct to Consumer E-commerce, and Building Fan Bases at Scale

Samfélagsmiðlar skipa sífellt stærri sess í daglegu lífi okkar og mikilvægi þeirra þegar kemur að því að markaðssetningu vörumerkja er óumdeilt enda fara samskipti fólks í síauknum mæli fram á þessum miðlum og á netinu almennt

 

Allir viðburðir