Viðburðir

19.1.2017 - 21.1.2017 Hnakkaþon 2017

Keppni sem er opin öllum nemendum HR

Hnakkaþon er samkeppni fyrir upprennandi sérfræðinga í markaðsmálum, hugbúnaði, tækni og vörustjórnun til að sanna hæfni sína og hæfileika í að þróa og útfæra lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.

 

20.1.2017 12:15 - 13:00 Pearls of Computation: Michael Polanyi

Michael Polanyi (1891-1976)

 

24.1.2017 12:00 - 13:00 Kvíði – svefn og samfélagsmiðlar

Vitundarvakning um geðheilbrigði - Mót hækkandi sól

Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og Columbia háskóla í New York, fjallar um tengsl kvíða, svefns og notkun samfélagsmiðla.

„Við erum alltaf að skoða glansmynd af öðru fólki á samfélagsmiðlum. Við verjum meiri tíma í að skoða líf annarra en að vera í okkar eigin lífi. Er þetta er orðið eitur fyrir okkur?” 

 

25.1.2017 8:00 - 10:00 WORKING WITH MILLENNIALS

Hvernig á að stjórna, leiða eða vinna með aldamótakynslóðinni?

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöð í mannauðsstjórnun bjóða til morgunverðarfundar um aldamótakynslóðina (millennials) og hvernig best er að vinna með henni. Þessi kynslóð er alin upp við hraða tækniþróun, stöðugt áreiti, samskipti á samfélagsmiðlum og þekkir ekki annað.

 

25.1.2017 12:00 - 13:00 Nýjar leiðir að bættri líðan

Vitundarvakning um geðheilbrigði - Mót hækkandi sól

Hugræn atferlismeðferð er sú sálfræðimeðferð sem flestrar rannsóknarheimildir liggja að baki. Niðurstöður sýna góðan árangur við hinum ýmsu kvillum.

Hér á landi, sem og annarstaðar í heiminum, hefur reynst erfitt fyrir fólk að sækja sér slíka sálfræðiþjónustu. Ástæðan er fyrst og fremst talin vera skortur á aðgengi og hve kostnaðarsöm þjónustan er. 

Hvað er til ráða? Er mögulega hægt að nýta tæknina til að ná betur til fólks og bæta líðan?

Sálfræðingar frá Góðri líðan kynna nýjar leiðir í sálfræðimeðferð á netinu. 

 

26.1.2017 12:00 - 13:00 Erfiðar tilfinningar

Vitundarvakning um geðheilbrigði - Mót hækkandi sól

Sigrún Ólafsdóttir sálfræðingur og doktorsnemi fjallar um erfiðar tilfinningar, tilgang þeirra, áhrif þeirra á  daglegt líf og hvernig takast megi á við þær. 

 

27.1.2017 Jákvæð líkamsímynd, betri líðan

Vitundarvakning um geðheilbrigði í HR - Mót hækkandi sól

Heiða Rut Guðmundsdóttir Sálfræðingur hjá Átröskunarteymi LSH fjallar um hvernig neikvæð líkamsímynd getur ýtt undir óheilbrigðar þyngdarstjórnunarleiðir, ofát, hreyfingarleysi, átraskanir, kvíða og depurð. Því er mikilvægt að skoða hvernig stuðla má að jákvæðri líkamsímynd.

 

28.1.2017 13:00 Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík

Silfurberg, Harpa

Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík verður haldin í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 28. janúar 2017

Athöfnin hefst kl. 13:00.

 

3.2.2017 - 4.2.2017 UT messan

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

 

4.3.2017 Háskóladagurinn

Vertu velkomin/n í Háskólann í Reykjavík á Háskóladaginn 4. mars 2017. Þar gefst þér tækifæri til að kynna þér fjölbreytt námsframboð við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur grunnnámi, meistaranámi, doktorsnámi og frumgreinanámi.

 

Allir viðburðir