Háskóladagurinn

  • 4.3.2017

Vertu velkomin/n í Háskólann í Reykjavík á Háskóladaginn 4. mars 2017. Þar gefst þér tækifæri til að kynna þér fjölbreytt námsframboð við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur grunnnámi, meistaranámi, doktorsnámi og frumgreinanámi.