MEd í heilsuþjálfun og kennslu

2ja ára nám, 120 eininga starfstengt og fræðilegt nám.

19.3.2010

Námið er ætlað þeim sem vilja sérhæfa sig í heilsuþjálfun og kennslu á sviði íþrótta.


Fara á umsóknarvef
Um námið

Í náminu er lögð er áhersla á hvernig hámarka megi lífsgæði með skipulagðri hreyfingu fyrir einstaklinga á öllum aldri og á mismunandi getustigum. Námskeiðin fjalla um kennslufræði, forvarnargildi hreyfingar, áhrifaþætti heilbrigðis, skipulag kennslu og hlutverk kennarans og heilsuþjálfarans. Lög er áhersla á uppeldis- og kennslufræði, sálfræði, íþróttafræði og lýðheilsufræði.

Starfsfólk námsbrauta í íþróttafræði


Inntökuskilyrði

Ætlast er til að nemendur hafi lokið grunnnámi í íþróttafræði, sjúkraþjálfun, heilsuþjálfun, líffræði, menntavísindum eða öðrum skyldum greinum.


Skipulag náms

MEd í heilsuþjálfun og kennslu er tveggja ára framhaldsnám til 120 ECTS meistaragráðu. Flest námskeið eru kennd í 6 vikna lotum. Námið skiptist í 60 ECTS nám í kennslufræði og 60 ECTS í námskeiðum tengdum íþróttafræði og heilsuþjálfun. Náminu er skipt niður í 80 ECTS í skyldunámskeiðum og 40 ECTS í valnámskeiðum en þó verða alltaf að vera samtals 60 ECTS í kennslufræði og 60 ECTS í faggrein.

Kennsluskrá MSc/MEd

Stundatafla - vorönn 2017 1. ár
Stundatafla - vorönn 2017 2. ár

Dæmi um námskeið í MEd Heilsuþjálfun og kennsla: 

Nám, þroski og rannsóknir  (10 ECTS), Námsefnisgerð (10 ECTS), Kennsluæfingar I (10 ECTS),  Heilsuþjálfun og heilsuefling I (10 ECTS), Lausnamiðuð leikni og jákvæð samskipti (10 ECTS) ,  Hugmyndafræði og skipulag þjálfunar (10 ECTS),  Rannsóknir í íþróttafræðum (10 ECTS), Sálræn þjálfun  (10 ECTS), Íþróttaþjálfun (5), Sérhæfing (5 ECTS), Meistaraverkefni (45 ECTS)


Vinsamlega athugið að stundataflan er birt með fyrirvara um breytingar.


Að námi loknu

Markmið námsins er að undirbúa nemendur fyrir störf við íþróttakennslu á öllum skólastigum og heilsuþjálfun almennings á öllum aldri og getustigum.

Gráðan tryggir þeim kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi sem hafa BSc-gráðu í íþróttafræði frá HR. Sjá nánar Lög nr. 87 12. júní 2008 og reglugerð um inntak menntunar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara.


Hafðu samband

Meistaranám í heilsuþjálfun og kennslu tilheyrir tækni- og verkfræðideild.

Frekari upplýsingar veitir: 
Telma Hrönn Númadóttir, verkefnastjóri, telmah@ru.is, s. 599 6314   


Var efnið hjálplegt? Nei