Tölvunarfræði í samstarfi við UNICAM

Tölvunarfræðideild HR og tækni- og vísindadeild Háskólans í Camerino (UNICAM) bjóða upp á meistaragráðu í tölvunarfræði (120 ECTS) með útskrift úr báðum skólum.

Í lok námsins fá nemendur eftirfarandi titla:

  • Master in Computer Science (MSc) frá Háskólanum í Reykjavík og
  • Laurea Specialistica/Magistrale in Informatica (Master in Computer Science) frá The Faculty of Science and Technology of UNICAM.
Opið fyrir umsóknir til 30. apríl. 

Háskólinn í Camerino - UNICAM

Camerino er sögulegur bær í Apennine fjöllum sem staðsettur er 200 kílómetra norðaustur af Róm, mitt á milli Ancona og Perugia. Háskólinn var stofnaður árið 1336 og býr yfir sex og hálfrar aldar sögu. Í dag eru meira en 10.000 nemendur í Háskólanum sem dreifast á fimm deildir (arkitektúr, lyfjafræði, lögfræði, dýralækningar, vísindi og tækni). Í háskólanum starfa 297 kennarar (sem þýðir að það er einn kennari fyrir hverja 34 nemendur).

Camerino, ÍtalíuYfirlitsmynd af bænum Camerino á Ítalíu

UNICAM hefur mikilvæga hefð í kennslufræðum og í vísindalegum rannsóknum: Það eru fjölmargar og nýjar gráður í boði í mismunandi deildum þ.m.t. meistaragráður og margir af prófessorum skólans hafa fengið virtar innlendar og alþjóðlegar viðurkenningar.

Skipulag náms

Námið skiptist upp í 90 ECTS sem teknar eru í námskeiðum og 30 ECTS lokaverkefni.

Af þessum 90 ECTS í námskeiðum þá eru 30 ECTS í skyldu, 18 ECTS í val og 42 ECTS í námskeiðum innan þess sérsviðs sem hver hefur valið sér.

Þau sérsvið sem í boði hægt er að velja um eru:

  • Hugbúnaðarverkfræði
  • Fræðileg tölvunarfræði
  • Greind kerfi

Nemendur þurfa að dvelja að minnsta kosti eina önn í gestaháskólanum. Nemendur geta þó valið í hvorum háskólanum þeir ljúka náminu svo lengi sem þeir hafi dvalið a.m.k. eina önn í báðum háskólum.

Ritgerð

Á þriðju önn verða nemendur að ákveða og leggja fram tillögu að lokaverkefni í samstarfi við báða háskóla með leiðbeinendur frá báðum háskólum. Ritgerðin er unnin í þeim háskóla sem nemandi er í á fjórðu önn. Ritgerðin er varin annað hvort (i) á sama stað og nemandinn er í og metin af sameiginlegri prófnefnd með hjálp fjarbúnaðar eða (ii) í báðum háskólum á mismunandi tíma.  

Inntökuskilyrði

The Ducal Palace - Part of the UNICAM premises
Ducal Palace - Hluti af skólabyggingu UNICAM

Nemendur sem óska þess að fara í námið og vera með  Háskólann í Reykjavík sem heimaskóla verða að sækja um MSc í tölvunarfræði og fara eftir því umsóknarferli sem á við þá gráðu sem sjá má hér. Samþykkt í námið veltur á samþykki  tölvunarfræðideildar sem og vilyrði frá Háskólanum í Camerino UNICAM.

Sniðmát fyrir lokaverkefni á meistarastigi má sjá hér.

 

Styrkir

UNICAM og HR bjóða upp á þrjá styrki fyrir meistaranema sem eru að taka námskeið í tölvunarfræði í gestaháskólanum. Sex mánaða styrkur samsvarar 3.000 EUR - eða 500 EUR á mánuði (u.þ.b. 90.000kr) 

Hafa sambandVar efnið hjálplegt? Nei