Tölvunarfræði - MSc

Þegar út á vinnumarkaðinn er komið er reynsla af nýsköpun og greiningu og lausn raunhæfra, tæknilegra verkefna ómetanleg. Í framhaldsnámi hafa nemendur mörg tækifæri til sjálfstæðra rannsókna og þverfaglegs náms. Takmarkaður nemendafjöldi gerir kennurum kleift að vinna með hverjum og einum nemanda. 

Framhaldsnám við tölvunarfræðideild HR sker sig úr hvað varðar þjónustu við nemendur og tengsl við atvinnulífið. Lokaverkefnið getur verið hópverkefni og oft eru þau unnin í samstarfi við ýmis fyrirtæki, hér á landi eða erlendis. Námið hefur alþjóðlega vottun sem staðfestir gæði þess. 

Um námið

 

Nám við tölvunafræðideild HR er góður undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu og traust undirstaða fyrir framhaldsnám. Tölvunarfræðingar eiga kost á mjög fjölbreytilegum störfum, enda skarast tölvunarfræði við margar greinar, s.s. stærðfræði, sálfræði, verkfræði, lífupplýsingafræði, viðskiptafræði o.fl.

 

Alþjóðleg vottun

Euro_inf_seal_Master_light_background

MSc-námið í tölvunarfræði við HR sker sig úr frá sambærilegu námi hér á landi að því leyti að það hefur alþjóðlega vottun ( EQANIE ) sem staðfestir gæði þess.

 

Tölvunarfræðideild er í virku alþjóðlegu samstarfi, bæði í kennslu og rannsóknum. Jafnframt vinnur deildin náið með atvinnulífinu, t.d. í formi lokaverkefna. 

Nemendum gefst tækifæri á að fara í starfsnám til Fraunhofer í Maryland í Bandaríkjunum.

 

 

Inntökuskilyrði

Námið er ætlað þeim sem hafa lokið BSc-gráðu í tölvunarfræði eða skyldum greinum.

Umsókn og fylgigögn

Allir umsækjendur verða að fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsóknum (gögnin skulu vera á ensku):

  • Ferilskrá ásamt mynd
  • Staðfest afrit prófskírteina (skönnuð skírteini eru ekki tekin gild)
  • Staðfest yfirlit yfir námsferil og námsárangur
  • Greinagerð: hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? (Allt að 300 orð)
  • Eitt meðmælabréf frá einstaklingi sem getur metið hæfni umsækjenda til að takast á við námið. Meðmælabréfið má vera á ensku eða íslensku og á að berast beint frá viðkomandi meðmælanda á skrifstofu tölvunarfræðideildar á netfangið scs_office@ru.is.

Staðfest afrit prófskírteina skal berast í afgreiðslu HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík. Fylgigögn verða að berast áður en umsóknarfresturinn rennur út.

Umsækjendur eru einungis boðaðir í viðtal ef þeir hafa skilað öllum nauðsynlegum fylgigögnum í tæka tíð.

 

Skipulag náms MSc

Meistaranámið skiptist í tvær mismunandi námsleiðir.

Áhersla á námskeið

Þegar áhersla er lögð á námskeið þá þurfa nemendur að ljúka a.m.k. 90 ECTS í námskeiðum og að minnsta kosti 30 ECTS í lokaverkefni sem má vera hópverkefni. 

Áhersla á rannsóknir

Þegar lögð er áhersla á rannsóknir þá þurfa nemendur að ljúka að minnsta kosti 60 ECTS einingum í námskeiðum og að minnsta kosti 60 ECTS í lokaverkefni sem er rannsóknarverkefni undir handleiðslu akademísks starfsmanns innan deildarinnar.

Námskröfur

Að minnsta kosti 2/3 af námskeiðum þurfa að vera framhaldsnámskeið innan tölvunarfræðideildar. Allir nemendur verða að taka áfangann “T-701-REM4 Research Methodology”. Aðrir framhaldsnámsáfangar verða að koma frá þrem mismunandi áherslusviðum í tölvunarfræðideildinni. Nemendur sem ekki hafa tekið áfangann  “T-519-STOR Theory of Computation”, eða sambærilegan áfanga verða að taka áfangann “T-719-STO4 Theory of Computation”.

Nemendum er heimilt að taka áfanga á BSc-stigi eða áfanga utan deildarinnar ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

  • Grunnnámsáfangarnir verða að vera 3. árs áfangar sem skarast ekki á við áfanga sem nemandi hefur áður lokið í sínu grunnnámi. 
  • Fyrir áfanga sem eru fyrir utan tölvunarfræðideild þá þarf áfanginn að styrkja nemandann í þeirri áherslu sem hann hefur valið sér og vera honum til framdráttar. Nemandi þarf að fá samþykki leiðbeinanda sem og framhaldsnámsráðs fyrir þeim áfanga.


Sniðmát fyrir lokaverkefni á meistarastigi má sjá hér. 

Hafðu samband

 

Kaelene Spence

Kaelene Spence

Verkefnastjóri

kaelene@ru.is 
(+354) 599 6386
 

 


Var efnið hjálplegt? Nei

Fara á umsóknarvef