Iðnfræði / byggingafræði

22.10.2014

Iðnfræði er hagnýtt 90 eininga nám til diplómagráðu á háskólastigi sem kennt í fjarnámi með tveimur staðarlotum á önn, eina helgi í senn. Hægt er að velja um eftirfarandi brautir í iðnfræði: 

Að diplómanámi í byggingariðnfræði loknu geta nemendur haldið áfram námi í byggingafræði sem er BSc-nám og er iðnfræðin metin að fullu inn í það nám.  

Kynntu þér námið með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan:

Námið er skipulagt þannig að hægt sé að stunda það samhliða vinnu og ljúka því á þremur árum. Einnig er mögulegt að ljúka náminu á einu og hálfu ári.

Manneskja í köflóttri skyrtu horfir alvarlega í myndavélina og heldur í burðargrind með merki Marel í bakgrunni

Hagnýtt nám samhliða vinnu

Víða á landsbyggðinni geta nemendur fengið aðstöðu til hópvinnu í símenntunarstöðvum, fræðslusetrum og háskólasetrum, en á höfuðborgarsvæðinu býðst nemendum vinnuaðstaða í skólanum. 

Til að útskrifast sem iðnfræðingur, sem er lögverndað starfsheiti, þarf nemandi að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði og veitir námið þá rétt til meistarabréfs. 


Fara á umsóknarvefFara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei