Tæknifræði

Tæknifræði er tilvalin fyrir þá sem vilja geta hafið starfsferil sinn strax að loknu BSc–námi. Þeir sem útskrifast með lokapróf í tæknifræði hljóta lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur. 

Tæknifræði er kennd í fjórum greinum:  

*Ekki er tekið inn í iðnaðartæknifræði haustið 2017

Í náminu er lögð áhersla á að byggja upp verkvit, fræðilega fagþekkingu og tengsl við atvinnulífið. Námstími er þrjú og hálft ár. 

Nemendur og kennarar segja frá náminu í tæknifræði við Háskólann í Reykjavík

Tækniháskóli í fremstu röð

Tækni- og verkfræðideild er aðili að samstarfsneti um að þróa og bæta kennslu í verkfræði og tæknifræði, CDIO (Conceive, Design, Implement, Operate). Í dag eru um 100 háskólar frá öllum heimshornum þátttakendur og vinna þeir kerfisbundið að því að bæta skipulag námsbrauta og þróa námsbrautir í verkfræði og tæknifræði með áherslu á þarfir atvinnulífsins. 

 


Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei