Árni Þórólfur Árnason - meistaranám við lagadeild

Háskólinn í Reykjavík leggur mikla áherslu á úrlausn raunhæfra verkefna. Í grunnnáminu fékk ég til að mynda mál í hendurnar sem þá var fyrir héraðsdómi. Það var reglulega gaman að fá slíka innsýn inn í raunverulegt dómsmál og meðferð þess en ég flutti málið í dómsalnum í HR eins og ég væri að flytja það í héraðsdómi. Laganámið hefur á heildina litið verið mjög góður undirbúningur og ég finn strax að sú þekking og reynsla sem ég hef fengið í HR nýtist mér mjög vel í vinnunni.
Árni Þórólfur Árnason
meistaranemi við lagadeild