Sævar Már Gústavsson - sálfræði

Eftir grunnnámið var ég ráðinn til 66°norður þar sem ég hef unnið við gagnagreiningu, uppsetningu gagnagrunna og ýmsa tölfræðivinnu og sinni því núna í hálfu starfi samhliða námi. Ég stefni á að öðlast starfsréttindi sem klínískur sálfræðingur og vil sérhæfa mig í kvíðaröskunum ásamt því að sinna rannsóknum og kennslu. Ég, ásamt samnemanda mínum, er þegar byrjaður að undirbúa rannsókn sem á að kanna skilning almennings á hugtökum eins og þunglyndi og kvíða.


Sævar Már Gústavsson
nemi í sálfræði