Forsíðuflokkar

HR-i-ljosaskiptunum

Velkomin á opið hús

Opni háskólinn í HR verður með opið hús þriðjudaginn 19. ágúst milli kl. 12 og 14. Áhugasömum gefst tækifæri til þess að hitta verkefnastjóra námslína og ræða framboð haustsins. Boðið verður upp á léttar veitingar. Ekki þarf að skrá sig á viðburðinn.

Lesa meira

Hönnuðir í HR

Fréttablaðið hafði samband við Opna háskólann í HR vegna nýrrar námslínu fyrir hönnuði sem hefst í haust. „Með þessu námi erum við ekki að reyna að breyta hönnuðum í viðskiptafólk heldur einungis að brúa bilið á milli viðskipta og lista. Hönnun getur verið afar persónuleg og er því oft erfitt að selja sína eigin afurð. Á námskeiðinu fá hönnuðir tæki og tól sem þeir geta nýtt sér til að koma vöru sinni á framfæri og fá tækifæri til að kynnast viðskiptaumhverfinu betur.“

Lesa meira

Opni háskólinn í HR útskrifar 24 stjórnendamarkþjálfa

Opni háskólinn í HR útskrifaði 24 stjórnendamarkþjálfa 28. maí síðastliðinn. Nám í markþjálfun er ætlað fólki sem hefur áhuga á að starfa við markþjálfun, einkum á sviði atvinnulífs en hentar einnig stjórnendum sem vilja efla leiðtogafærni sína. Þetta í þriðja sinn sem Opni háskólinn útskrifar nemendur úr náminu.

Lesa meira

Vinnustofa í taugavísindum og leiðtogafræðum með Dr. Steven Poelmans 

Dr. Steven Poelmans, einn færasti sérfræðingur heims á sviði taugavísinda og leiðtogaþjálfunar og starfandi prófessor við EADA viðskiptaháskólann í Barcelona leiddi vinnustofu í Opna háskólanum í HR 5. og 6. júní síðastliðinn. 20 þátttakendur tóku þátt í vinnustofunni og í ljósi mikils áhuga og ánægju er stefnt að áframhaldandi samstarfi við Dr. Steven Poelmans.


Advanced Project Management

Morten Fangel höfundur bókarinn Proactive Project Management miðlaði þekkingu sinni um verkefnastjórnun fyrir lengra komna með þriggja daga vinnustofu. Nemendur í námskeiðinu Advanced Project Management gáfu því 5 stig af 5 mögulegum fyrir hve ánægð þau voru með námskeiðið í heild sinni. Við hlökkum til að taka aftur á móti Morten Fangel í janúar 2015.

Lean Bronze Certification

Frá og með haustinu 2014 gefst þátttakendum sem sitja nám í Straumlínustjórnun tækifæri á að þreyta alþjóðlegt próf á vegum AME (Association of Manufacturing Excellence) sem veitir þeim Lean Bronze Certification sem staðfestir hæfni og þekkingu á aðferðafræðum straumlínustjórnunar.

Vottun fjármálaráðgjafa

Útskrift úr námi til vottunar fjármálaráðgjafa var haldin við hátíðlega athöfn í Opna háskólanum í HR 22. maí. Alls útskrifuðust 35 starfsmenn þriggja fjármálafyrirtækja úr náminu. Þetta er í þriðja sinn sem námið er keyrt en það fór fyrst af stað haustið 2011. Nú hafa hafa alls 108 starfsmenn viðskiptabanka og sparisjóða lokið náminu og hlotið vottun fjármálaráðgjafa.

Lesa meira
Nýnemadagar

Case vinnustofa í samningatækni

Besta leiðin til að auka persónulega færni er með æfingum og heiðarlegri endurgjöf. 

Þessi vinnustofa krefst virkrar þátttöku og er marmkið hennar ekki aðeins að þátttakendur verði sterkari samningamenn heldur einnig að þeir taki með sér þekkingu og aðferðafræði sem nýtist einnig samstarfsfólki.

Lesa meira

Kynningarfundir Opna háskólans í HR

Kynningarfundir lengri námslína Opna háskólans í HR fara fram fimmtudaginn 15. maí nk.

Tilvalið tækifæri til þess að kynna sér þær námslínur sem í boði eru á haustönn 2014.  

Skráning og frekari upplýsingar má finna hér

Fréttir


Námskeið


Tungumál


Vefur Háskólans í Reykjavík