Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu

Í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)


Námskeiðslýsing

Nám fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu þar sem áherslan er á hagnýta þekkingu og færni. Leitast verður við að efla og styrkja stjórnendur í ferðaþjónustu við að takast á við áskoranir í sínu starfsumhverfi og nýta til þess sannreyndar leiðir.

Kennsluaðferðir eru í senn fjölbreyttar og hagnýtar og kalla á virka þátttöku nemenda. Auk fyrirlestra munu umræður og verkefnavinna því spila stórt hlutverk í heildarupplifun þátttakenda. Notast er við raunhæf verkefni í náminu.


Skipulag

Kennt er einn dag í viku, aðra hverja viku, frá kl. 09:00-15:00.

Tími: Hefst 13. október 2016

Lengd: 24 klst.

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík. 2. hæð í Mars-álmu.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist.

Námið samanstendur af fjórum efnisþáttum, sjá nánar hér:

13. október - Netmarkaðssetning

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Geti nýtt sér markaðssetningu á netinu til að auglýsa framboð sitt
 • Geti tileinkað sér helstu verkfæri sem geta, án mikils tilkostnaðar, stórbætt árangur markaðssetningar
 • Þekki leitarvélabestanir, kostaðar leitarniðurstöður og fleira sem hefur orðið ómissandi í kjarnafærni markaðsfólks á síðustu árum

Leiðbeinandi: Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Sailors.

27. október - Sala og þjónusta

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi eflt skilning sinn á grunnþáttum sölu og þjónustu og þekki góða og slæma siði hvað það tvennt varðar
 • Þekki grundvallar aðferðafræði í þjónustustjórnun með upplifun viðskiptavinarins að leiðarljósi
 • Geti tileinkað sér aðferðir sem snúa að því að bæta þjónustu til viðskiptavina sem og innri þjónustu fyrirtækis og skapað þannig markaðsforskot með því að byggja upp og styrkja viðskiptatengsl til langs tíma.

Leiðbeinandi: Lára Óskarsdóttir, ACC stjórnendamarkþjálfi.

 10. nóvember - Mannauðsmál og árstíðarsveiflur

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Þekki leiðir til að takmarka starfsmannaveltu í ljósi þess að mannauður og þeir hæfileikar sem honum fylgja eru mikilvægasta auðlind þjónustugreina
 • Þekki hlutverk mannauðsstjóra og hvernig nýta megi aðferðir mannauðsstjórnunar til að framfylgja stefnu fyrirtækis
 • Þekki lykilþætti sem snúa að ráðningum, starfsþróun, launa- og frammistöðustjórnun

Leiðbeinandi: Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu og stundakennari við HR.


24. nóvember - Verkefna- og viðburðastjórnun

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Geti nýtt sér nauðsynleg verkfæri til skipulagningar viðburða, svo sem sýninga, hátíða, tónleika og ráðstefna, allt frá því að hugmynd kviknar þar til viðburði er lokið
 • Hafi öðlast innsýn í verkefna- og viðburðastjórnun út frá sjónarhorni upplýsingafulltrúa og almannatengla sem vilja koma viðburði á framfæri með árangursríkum hætti
 • Kynnist þeim fjölmörgu þáttum sem taka þarf tillit til við gerð verkáætlunar
 • Geti unnið með eigin tillögur að verkefnum, viðburðum o.s.frv. undir leiðsögn leiðbeinanda

Leiðbeinandi: Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands.


Leiðbeinendur

Lara-Oskarsdottir

Lára Óskarsdóttir

ACC stjórnendamarkþjálfi

Ketill Berg Magnússon

Ketill Berg Magnússon

Framkvæmdastjóri Festu og stundakennari við HR

AriSteinars

Ari Steinarsson

Framkvæmdastjóri Reykjavík Sailors

Hulda-Bjarnadottir

Hulda Bjarnadóttir

Framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands


Verð

Verð: 143.000 kr.
Aðilar að SAF fá 10% afslátt.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Lydia-starfsmannamynd--2-

Lýdía Huld Grímsdóttir

Verkefnastjóri
Skráning