Gagnaskipan

Lýsing
Í þessu námskeiði er fjallað um ýmiss konar gagnaskipan, eins og tengda lista, stafla, biðraðir, tré og tætitöflur.  Jafnframt er farið í  endurkvæma forritun og röðunaralgrím.  Í námskeiðinu er að auki lögð áhersla á hugræn gagnatög, hlutbundna forritun og meðhöndlun frábrigða. Forritunarmálið C++ er notað í námskeiðinu.
Námsmarkmið
Þekking (miðlun)
Nemandinn geti: Borið kennsl á grunnþrep og þrepunarskref vandamáls sem skilgreint er á endurkvæman hátt. Lýst hugrænum gagnatögum og muninum á milli yfirlýsingu þeirra og útfærslu.  Lýst hugmyndafræði hlutbundinnar hönnunar, m.t.t. hjúpunar, erfða og fjölbindingar. Lýst og skilið hvað átt er við með flækjustigi/vaxtarfalli reiknirits.

Leikni (þjálfun)
Nemandinn geti: Skrifað forrit sem notar sérhverja af eftirfarandi tegundum gagnaskipan: margvíð fylki, tengdir listar, staflar, biðraðir, tré og tætitöflur. Geti útfært ýmis konar gagnaskipan með því að nota tengda lista. Útfært einföld endurkvæm föll. Hannað, útfært, prófað og aflúsað forrit í hlutbundnu forritunarmáli. Skrifað forrit sem beitir erfðum til að leysa tiltekið vandamál. Skrifað forrit sem bregst við frábrigðum sem eiga sér stað í keyrslu. Beitt runuleit, tvíundarleit og röðunaralgrímum undir ýmsum kringumstæðum. Notað hugræn gagnatög með því að hafa eingöngu aðgang að yfirlýsingu þeirra.

Hæfni (sköpun)
Nemandinn geti: Valið viðeigandi gagnaskipan fyrir gerð líkans af tilteknu vandamáli. Hannað og þróað forrit fyrir vandamál sem lýst er á almennan hátt.

Var efnið hjálplegt? Nei