Hugbúnaðarfræði

18.12.2013

Lýsing
Viðfangsefni námskeiðsins er í meginefni vinnuferlið við þróun hugbúnaðar ásamt stuðningsferlum. Skoðuð verður saga þróunarlíkana, hlutverk einstakra aðferða rædd og sérstök áhersla á aðferðir í svokölluðum "Agile" þróunarlíkönum í hugbúnaðarþróun. Samþætting og tenging einstakra aðferða innan þessara líkana verður skoðuð og sérstök áhersla lögð á afhendingu síaukins virðis til viðskiptavina. Meðal efnis sem tekið verður fyrir er: Þróunarlíkön, aðferðir og stuðningstól, verkefnastjórnun, gæðastjórnun og tengd aðferðafræði, gerð áætlana, kostnaðarmat, mælikvarðar í hugbúnaðarverkefnum, samstæðustjórnun, prófanir og teymisvinna. Einnig verður leitast við að fá reynda einstaklinga úr atvinnulífinu til að deila sinni sýn á þessi mál með nemendum.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • hafi skilning á samverkun hugbúnaðarferla í hugbúnaðargerð
  • tileinki sér öguð og vönduð vinnubrögð við þróun, starfrækslu og viðhalds hugbúnaðar
  • skilji mikilvægi gæðatryggingar í hugbúnaðargerð
  • kynnist grunnatriðum í verkefnastjórnun hugbúnaðargerðar
  • þekki vel samstæðustjórnun og tilgang hennar
  • hafi yfirsýn og góðan skilning á heildarmynd hugbúnaðarþróunar

Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Tómas Arnar heldur ræðu á útskrift HR

Tómas Arnar Guðmundsson: hugbúnaðarverkfræði

Ég byrjaði í öðru námi þar sem við þurftum að taka nokkra tölvunarfræðikúrsa og ég fann að ég vildi gera meira af því. Í hugbúnaðarverkfræðinni fannst mér allir kúrsarnir skemmtilegir. Ég hugsaði með mér að kannski ætti ég bara að læra það sem mér finnst skemmtilegast.