Lokaverkefni

Lýsing
Lokaverkefni er þróun á raunhæfu hugbúnaðarverkefni í samvinnu við samstarfsaðila utan skólans og væntanlega notendur. Lokaverkefni skal vinna í 2-4 nemenda hópum undir leiðsögn verkefniskennara. Nemendur skrifa greinargóða verkefnisskýrslu og notendahandbók sem þeir leggja fram með hugbúnaðinum. Lokaverkefni er metið af verkefniskennara og tveimur prófdómurum frá HR. Matið er byggt á ofangreindum þáttum og er framkvæmt í nokkrum þrepum meðan nemendur vinna að verkefninu. Verkefnisvinnunni lýkur formlega með opinni kynningu í skólanum. Athugið: Til að geta skráð sig í lokaverkefni verða nemendur að vera búnir með að lágmarki 78 ECTS einingar.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • Vinni sjálfstætt að því að greina, hanna og útfæra nothæfan hugbúnað
  • Beiti viðurkenndum aðferðum við hugbúnaðargerð
  • Öðlist hagnýta þjálfun í verkefnisstjórn og samvinnu við notendur

Var efnið hjálplegt? Nei