Reiknirit

18.12.2013

Lýsing
Þetta námskeið kynnir mikilvægustu tegundir reiknirita og gagnagrinda í notkun í dag.  Sérstök áhersla er lögð á reiknirit fyrir röðun, leitun og net. Viðfangsefnið er að þróa útfærslur, greina eða mæla skilvirkni þeirra, og meta hversu vel þau gætu nýst í raunverulegum viðfangsefnum.
Námsmarkmið

Þekking (miðlun). Nemandinn geti:

·  Lýst skilvirkni helstu reiknirita fyrir röðun, leitun og tætingu. 

·  Útskýrt vandamálið við vísisvöxt jarðýtulausna, og afleiðinga þess

·  Gefið dæmi um hagnýtingar á netum, trjám og symboltöflum

·  Útskýrt helstu eiginleika helstu röðunaraðferða

·  Lýst helstu útfærslum á symboltöflum (symbol tables)

Leikni (þjálfun). Nemandinn geti:

·  Skilgreint reiknileg verkefni formlega út frá almennri lýsingu

·  Beitt mismunandi rakningaraðferðum á tré og net

·  Rakið framkvæmd aðgerða á klassískar gagnagrindur: hrúgur, tvíleitartré, rauð-svört tré, union-find.

·  Leyst verkefni með grundvallarreikniritum fyrir net, svo sem dýpt-fyrst og breidd-fyrst leitun, gagnvirk lokun (transitive closure), grannröðun (topological sort), og reikniritum fyrir stystu leiðir og minnstu spanntré.

·  Metið áhrif mismunandi útfærslna hugrænna gagnataga (ADT) á tímaflækju reiknirita.

·  Beitt „big-O“, omega og þeta rithætti til að gefa efri, neðri og þétt mörk á tíma- og plássflækjustig reiknirita í aðfellu.

·  Beitt vísindalegri aðferð við mælingar á reikniritum.

·  Útfært stofnrænar (generic) gagnagrindur og beitt þeim á mismunandi gögn.

Hæfni (sköpun).  Nemandinn geti:

·  Metið reiknirit, valið á milli mögulegra lausnaraðferða, rökstutt það val, og útfært í forritum.

Samanburður við alþjóðleg viðmið

Námsmarkmið námskeiðsins eiga að uppfylla kröfur um grunn í reikniritum samkvæmt nýlegum alþjóðlegum staðli (ACM-IEEE Computer Science Curriculum 2013). Nánar tiltekið öll atriði í skyldukjarna (Core-Tier1) í flokkunum AL/Basic Analysis, AL/Algorithmic Strategies og AL/Fundamental Data Structures) ásamt megninu af valkjarna (Core-Tier2). 


Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Ingibjörg situr á skrifborði og hallar sér upp að tölvuskjá

Ingibjörg Ósk Jónsdóttir: hugbúnaðarverkfræði

Ég slysaðist inn í hugbúnaðarverkfræði eftir að hafa kynnst forritun í skyldukúrsi í heilbrigðisverkfræði. Námið opnaði fyrir mér nýjan heim þar sem sköpunargleði og rökhugsun fær að njóta sín. Það skemmir ekki fyrir að hugbúnaðarverkfræðin gerir þig að eftirsóknarverðum starfskrafti fyrir ótal fjölbreytt og skemmtileg störf.