Stærðfræðigreining og tölfræði

Lýsing
Námskeiðið er tvískipt og er í fyrri hlutanum fjallað um stærðfræðigreiningu en í seinni hlutanum um tölfræði.

Stærðfræðigreining: Fjallað er um föll, markgildi, diffrun og heildun fyrir föll af einni breytistærð.
Tölfræði: Farið er yfir inngang að líkindareikningi og tölfræði. 

Meðal efnis er:         
 • Strjálar líkindadreifingar, svo sem tvíliðudreifing.         
 • Samfelldar líkindadreifingar, svo sem normaldreifing.         
 • Öryggisbil og tilgátuprófun         
 • Fylgni og línuleg aðhvarfsgreining.      
Námsmarkmið
Þekking (miðlun)
 • Skilja helstu grunnhugtök eins og fall, andhverfa falls og einhalla fall.
 • Þekkja helstu tegundir falla eins og hornaföll, lograföll, vísisföll og veldisföll.
 • Þekkja notkun á óeiginlegum og eiginlegum markgildum.
 • Skilja hugtakið samfelldni í punkti og á mengi.
 • Skilja hugtakið diffrun og hvernig nota má afleiðu til að rannsaka feril falla.
 • Skilja hugtakið heildun og stofnfall.
 • Skilja hugtakið snertill og þverill.
 • Kunna að rannsaka feril falls af einni breytistærð.
 • Átti sig á muninum á vaxtarhraða vísisfalla, lografalla og veldisfalla.
 • Þekkja notkun á sértækum föllum sem tengjast tölvunarfræði s.s. eins og log* fallinu.
 • Hafa kynnist notkun á formúlu Stirling.
 • Þekki vísisvöxt og hagnýtingu hans s.s. eins og við lögmál Moore.
 • Þekkja strjálar líkindadreifingar, svo sem tvíliðudreifinguna.
 • Þekkja samfelldar líkindadreifingar, sér í lagi Normaldreifinguna og t-dreifingar.
 • Þekkja öryggisbil og tilgátuprófun.
 • Þekkja fylgni og aðhvarfsgreiningu.
 • Kynnast notkun á föllum við lausnir á gagnagrindum í tölvunarfræði s.s. eins og hrúgum og tætitöflum.
Leikni (þjálfun)
 • Geta beitt grunnatriðum stærðfræðigreiningar við lausn verkefna sem lúta falli af einni breytistærð.
 • Geta reiknað öryggisbil og sett fram tilgátuprófanir.
 • Geta leyst fylgniverkefni í tölvu s.s eins og með Java.
  Hæfni (sköpun)
 • Geta hagnýtt sér stærðfræðigreiningu- og tölfræði í tölvunarfræði.

Var efnið hjálplegt? Nei