Stýrikerfi

18.12.2013

Lýsing
Farið verður í öll helstu atriði stýrikerfa: Ferli, þræðir, ferlasamskipti, sjálfheldur, verkröðun, minnismeðhöndlun, sýndarminni, inntak/úttak, jaðartæki, skrár og uppbyggingu skráakerfa, öryggi og aðgangsstjórnun. Dæmi verða tekin úr Unix/Linux og Windows 2000 stýrikerfum.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • kynnist tilgangi, uppbyggingu, notkun og takmarkanir nútíma stýrikerfa
  • kynnist helstu vandamálum sem upp koma við hönnun og útfærslu á stýrikerfum. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna nemendum Unix umhverfið og forritun í því.

Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Þrír nemendur í Harry Potter gervi á árshátíð benda á myndavélina

Jóhanna María Svövudóttir: formaður Tvíundar

Við erum með vísindaferðir, sem eru skoðunarferðir um fyrirtæki í upplýsingatækni, og aðra viðburði á föstudögum. Svo má nefna Nýnemadjammið sem var haldið í byrjun skólaárs en þar var ísinn brotinn og við skemmtum okkur saman. Við höldum árshátíð þar sem við fórum í betri fötin og fögnum lífinu saman en þemað í ár var Harry Potter. Svo verður að minnast á keppni milli Tvíundar og Nörds, nemendafélags tölvunarfræðideildar HÍ um hinn stórglæsilega titil Ofurnörd síðasta vor.