Tölvusamskipti

Lýsing
Í upphafi námskeiðs er farið yfir grunnuppbyggingu netkerfa og netþjónustu. Að inngangi loknum er farið í lagskiptingu netkerfa (OSI og IETF). Sérstök áhersla er lögð á eftirfarandi lög:
  • Application layer – WWW, HTTP, DNS, SMTP, FTP ofl.
  • Transport layer – UDP og TCP.
  • Network layer – Leiðarsmíði: Link State og Distance vector, IP, IP-vistföng.
  • Link layer – MAC, Ethernet, Hubbar og svissar. Í lok námskeiðs verður farið í sérefni á borð við eldveggi, þráðlaus og hreyfanleg netkerfi, jafningjanet o.fl. Nemendur munu einnig kynnast efninu með því að leysa forritunarverkefni og heimadæmi.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • skilji grunnatriði í uppbyggingu netkerfa og tölvusamskipta
  • skilji grunnatriði í lagskiptingu netkerfa og hönnun samskiptastaðla.
  • þekki og skilji hvernig Internetið starfar og er uppbyggt
  • skilji afkastaforsendur og skölun í tölvusamskiptum og netkerfum.

Var efnið hjálplegt? Nei