Verklegt námskeið

Lýsing
Nemendur vinna raunhæft verkefni í fjölnotendaumhverfi. Markmið námskeiðsins er að nemendur greini, hanni og smíði keyrsluhæft notendaforrit sem vinnur með gögn í vensluðu gagnasafni. Kennarar hafa eftirlit með verkefninu, fylgjast með þátttöku hvers og eins og leiðbeina eftir þörfum. Nemendur leggja fram verkefni í lok námskeiðs, afhenda verkefnisskýrslu og taka munnlegt próf.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • skrifi forrit sem byggist á vensluðum gagnasöfnum í fjölnotendaumhverfi
  • leysi hugbúnaðarverkefni með hefðbundnum aðferðum
  • kynnist forritun í gluggaumhverfi
  • kynnist forritun í Internetumhverfi.

Var efnið hjálplegt? Nei