Mat á fyrra námi

  • Hafi nemandi lokið námskeiðum á háskólastigi við viðurkenndan háskóla sem eru fyllilega sambærileg við þau námskeið sem í boði eru við HR gefst þeim kostur á að óska eftir því að fá þessi námskeið metin.
  • Til að nám fáist metið þarf inntak og umfang þess að standast fyllilega samanburð við það námskeið sem óskað er mats á. Eingöngu nám á háskólastigi kemur til álita í þessum efnum.
  • Umsækjendur geta almennt ekki átt von því að námskeið þar sem umsækjandi fékk lægri einkunn en 6 fáist metin. Sama gildir ef liðin eru meira en 6 ár frá lokum þess náms sem óskað er mats á.
  • Ákvörðun um hvort fyrra nám skuli metið er í höndum Námsmatsnefndar.

Gögn sem þurfa að fylgja með umsókn:

  • Umsóknin sjálf (prentuð út af netinu, eða send sem viðhengi til Námsmatsnefndar ef námið er innan Háskólans í Reykjavík )
  • Staðfest afrit af einkunnum frá viðkomandi háskóla
  • Námskeiðslýsingar frá viðkomandi háskóla (þær þurfa að vera frá því ári sem námskeiðin eru tekin).

Þessum gögnum er skilað til verkefnastjóra grunnnáms sem mun leggja umsóknina fyrir Námsmatsnefnd. Fyrirspurnir sendist til Námsmatsnefndar

Eyðublað fyrir umsókn um mat á fyrra námi.


Var efnið hjálplegt? Nei