Starfsnám

Tölvunarfræðideildin býður upp á starfsnám í tengslum við CCP og einnig við Maryland University Fraunhofer í Bandaríkjunum. Nánari upplýsingar um starfsnámið má sjá hér fyrir neðan: 

CCP Games

CCP logo

CCP Games og HR bjóða nemendum á hverju ári starfsnám við CCP Games. Nemendur sem skráðir eru í BSc, MSc eða doktorsnám við tölvunarfræðideildina geta sótt um. 

Athugið að einungis er hægt að nota þessar einingar ef nemandi hefur ekki unnið við rannsóknarverkefni við deildina þ.e. UROP verkefni upp á einingar, HR-starfsnám eða tekið Lokaverkefni.                                                                          

Fraunhofer USA

Fraunhofer logo

Nemendur í tölvunarfræðideild hafa möguleika á að sækja um að fara til Bandaríkjanna í starfsnám við Háskólann í Maryland (Fraunhofer Center for Experimental Software Engineering) og fengið vinnuna metna til eininga. Við Fraunhofer eru stundaðar öflugar rannsóknir í nánu samstarfi við stofnanir á borð við NASA og FDA og fá nemendur að taka þátt í þeirri vinnu.

Nemendur fá borguð laun meðan á starfsnáminu stendur og algengast er að nemendur fari í sex mánuði í senn.

  • Lesa meira                                                                                   


Var efnið hjálplegt? Nei