Fréttir

Fyrirsagnalisti

16.1.2017 : Nemendur HR tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

Ung kona með sýndarveruleikagleraugu er að taka þátt í rannsókninni

Tvö verkefni nemenda Háskólans í Reykjavík hafa verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna síðasta sumar. 

21.12.2016 : Dexta gaf HR búnað fyrir rannsóknir í varma- og straumfræði

Framkvæmdastjóri Dexta ehf., Gauti Hallsson, afhenti Háskólanum í Reykjavík fyrir stuttu ýmsan búnað að gjöf fyrir tilraunir og mælingar í varmafræði og orkutækni. Gauti er fyrrverandi nemandi tækni- og verkfræðideildar HR og var í fyrsta útskriftarhópnum í vél- og orkutæknifræði.
 

19.12.2016 : Helgi Þór er nýr rannsóknarstjóri IPMA

Helgi Þór Ingason

Helgi Þór Ingason, prófessor við tækni- og verkfræðideild HR og forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun, MPM, var nýlega kosinn rannsóknarstjóri IPMA, alþjóðlegu verkefnastjórnunarsamtakannna. IPMA eru regnhlífasamtök 60 landssamtaka úr öllum heimshornum á sviði verkefnastjórnunar og meðal meðlima eru íslensku samtökin um verkefnastjórnun, VSF.

14.12.2016 : Reikna einangrun, hanna lagnir og burðarvirki og velja veggþykktir

Tveir leiðbeinendur og nemandi standa fyrir framan töflu með teikningum á

Nemendur í byggingariðnfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík vörðu lokaverkefni sín fyrir stuttu. Að baki lokaverkefninu er heilmikil vinna en þar er gerð grein fyrir heildarhönnun húss: útliti byggingar, skipulagi, burðaþoli og lögnum.

6.12.2016 : Starfsnám orðið skyldufag í byggingartæknifræði

Sviðsstjóri og nemendur í byggingartæknifræði stilla sér upp í hóp fyrir ljósmyndara

Þriðja árs nemar í byggingartæknifræði sýndu nýlega afrakstur starfsnáms síns hjá 11 fyrirtækjum en þetta var í fyrsta sinn sem nemendur luku starfsnáminu sem skyldufagi í byggignartæknifræði. Sviðsstjóri byggingasviðs tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík segir starfsnám sem skyldufag vera það sem koma skuli í byggingartæknifræðinni.

13.11.2016 : MH vann Boxið 2016

Mynd af liði MH í Boxinu sem sigraði

Það var lið Menntaskólans við Hamrahlíð sem vann Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna í ár, eftir harða keppni. Átta lið frá jafnmörgum framhaldsskólum kepptu til úrslita í gær, laugardag, í Háskólanum í Reykjavík.

10.11.2016 : Nýtt Tímarit HR komið út

Tímarit Háskólans í Reykjavík er komið út í áttunda sinn og inniheldur að vanda fjölbreyttar greinar og viðtöl um rannsóknir og önnur viðfangefni nemenda og kennara við HR, í lífi og starfi.

21.10.2016 : Dósent í heilbrigðisverkfræði er nýr forseti Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna

Ólafur Eysteinn Sigurjónsson

Dr. Ólafur E. Sigurjónsson, dósent við Háskólann í Reykjavík, var nýverið kjörinn forseti Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna (Scandinavian Society for Biomaterials). Ólafur stundar kennslu og rannsóknir í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR.

7.10.2016 : Háskólar landsins skora á stjórnvöld að hækka framlög

Horft ofan á nemendur við kynningarbás í Sólinni

Allir rektorar háskólanna á Íslandi hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu til stjórnvalda. Þar er skorað á þau að veita meira fjármagni til starfsemi efsta skólastigsins.

23.9.2016 : Nemendum veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur

Þeim nemendum sem komust á forsetalista fyrir vorönn 2016 voru afhentar viðurkenningar í gær, fimmtudaginn 22. september. Nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld. Einnig voru afhentir nýnemastyrkir en það eru styrkir sem veittir eru nemendum á fyrstu önn þeirra við háskólann.

20.9.2016 : Nemendur skyggndust inn í framtíðina á Hamfaradögum

Nemandi setur upp plakat í Sólinni

Hamfaradagar stóðu yfir í Háskólanum í Reykjavík frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku. Í stað þess að sitja námskeið unnu nemendur á fyrsta ári í tækni- og verkfræðideild verkefni þar sem þeim var kennt að þróa hugmyndir með hópavinnu. Hluti af því var að nemendur sem eru á fyrstu önn í TVD kynnist, skilji mikilvægi hópvinnu og formlegri hugmyndavinnu.