Cranet

Hlutverk rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun við Háskólann í Reykjavík (RA-MAUS) er að vera virkur þátttakandi í innlendum og alþjóðlegum rannsóknum á sviði mannauðsstjórnunar og vinna að uppbyggingu fræðasviðsins hér á landi. Það er gert með þátttöku í alþjóðlegum langtímarannsóknum, uppbyggingu gagnagrunns með upplýsingum um þróun mannauðsstjórnunar í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum, en einnig með öðrum sértækari rannsóknum. Þá er markmið miðstöðvarinnar að miðla þekkingu á sviði mannauðsstjórnunar til fyrirtækja, stofnana og samtaka á vinnumarkaði.

Stærsta verkefni miðstöðvarinnar er CRANET verkefnið á Íslandi, sem er hluti af alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi Cranfield Network on International Human Resource Management (CRANET, www.cranet.org).  CRANET er samstarfsnet  um 40 háskóla í jafn mörgum löndum. Tilgangur þess er að standa fyrir reglubundnum könnunum á mannauðsstjórnun í öllum aðildarlöndunum til að auka þekkingu á þróun mannauðsstjórnunar í heiminum og gera samanburðarrannsóknir mögulegar. Stofnað var til samstarfsins árið 1989 en Háskólinn í Reykjavík hefur verið aðili frá árinu 2002. Kannanir CRANET eru framkvæmdar hér á landi á þriggja ára fresti að jafnaði.

Frá efnahagshruninu haustið 2008 hefur verið unnið að því að rannsaka ýmis áhrif þess á sviði starfsmannamála. Markmiðið er að rannsaka þætti er tengjast samdráttar-  og viðsnúningsaðgerðum fyrirtækja og stofnana og áhersla lögð m.a. á samanburð milli einkafyrirtækja og opinberra stofnana og að varpa ljósi á áhrifin á viðhorf starfsmanna á þessum tveimur vinnumörkuðum. Í þeim tilgangi hefur verið aflað gagna meðal forsvarsmanna starsmannamála sem og meðal starfsmanna og aflað styrkja frá ýmsum aðilum til framkvæmdar þeirra verkefna.

Í rannsóknarverkefnum RA-MAUS sem krefjast þátttöku eða stuðnings frá fyrirtækjum og stofnunum er lögð rík áhersla á endurgjöf til þátttökufyrirtækja. Sem dæmi má nefna að CRANET verkefnið byggir alfarið á samstarfsvilja og þátttöku forsvarsmanna þeirra fyrirtækja og stofnana sem leitað er til. Það samstarf hefur frá upphafi verið mjög gott. Starfsmannastjórar eða aðrir ábyrgðarmenn mannauðsmála hafa lagt á sig ómælda vinnu og tíma með þátttöku sinni og þannig tryggt verkefninu framgang. Sem þakklætisvott fyrir þáttöku sína í CRANET rannsókninni fá þau fyrirtæki og stofnanir sem svara undir nafni endurgjöf í formi samantektar um niðurstöður og upplýsingar um stöðu sinnar skipulagsheildar á þroskastigum mannauðsstjórnunar. Í öðrum rannsóknum miðstöðvarinnar þar sem skoðuð eru t.d. viðhorf starfsfólks hafa þátttökufyrirtæki einnig fengið samantekt á niðurstöðum fyrir sinn hóp ásamt samanburði við heildina.

Rannsóknarmiðstöð í mannauðsstjórnun er hluti af Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Aðilar að rannsóknarmiðstöðinni eru:

 • Arney Einarsdóttir, MA, lektor og forstöðumaður rannsóknarsetursins
 • Auður Arna Arnardóttir, PhD, lektor
 • Katrín Ólafsdóttir, PhD, lektor
 • Ásta Bjarnadóttir, PhD, stundakennari og ráðgjafi hjá Capacent

Aðrir tímabundnir starfsmenn og samstarf:

 • Anna Klara Georgsdóttir, meistaranemi í stjórnun og eflingu mannauðs
 • Sunna Arnardóttir, meistaranemi í stjórnun og eflingu mannauðs
 • Einnig er samstarf við Paul Kearns, ráðgjafa og kennara í MBA námi HR

Verkefni og afrakstur rannsóknarmiðstöðvarinnar

Alþjóðlega CRANET rannsóknin 2003, 2006 og 2009.
CRANET verkefnið á Íslandi hófst árið 2003, og á vegum þess hafa verið gerðar stórar kannanir á íslenskri mannauðsstjórnun á þriggja ára fresti, árin 2003, 2006 og 2009. Framkvæmd verkefnisins er alfarið í höndum Háskólans í Reykjavík en hefur notið styrkja frá fjármálaáðuneytinu, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins, Þróunarsjóði Háskólans í Reykjavík og Rannsóknasjóði Íslands.

Markmið verkefnisins er að skoða mannauðsstjórnun í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum og bera saman við aðferðir og nálgun í  öðrum löndum, að greina þróun frá einum tíma til annars. Bornar eru saman ólíkar atvinnugreinar og skoðuð áhrifin af stærð skipulagsheildanna. Þá er leitast við að staðsetja íslenskar skipulagsheildir á þroskastigum mannauðsstjórnunar (HR maturity), og gefa þannig svarendum leiðsögn um næstu skref. Stefnt er að því að byggja upp gagnagrunn um mannauðsstjórnun í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum og fjölga þannig tækifærum til rannsókna á þessu sviði.


Afrakstur og tengdar birtingar

 • Morgunverðarfundur 18. október 2012: Úr kreppu í vöxt: Viðsnúningur á vinnumarkaði (e. From recession to growth: Recovery in the labor market). Frumniðurstöður rannsóknar á samdrætti og viðsnúningi kynntar á opnum fundi.
 • Einarsdottir, A. and Bjarnadottir, A, (2012). Converging attitudes and behaviors in the public and private sectors after a severe economic downturn. The 2012 European Academy of Management Conference (EURAM), held in Rotterdam, 6-8 June.
 • Einarsdóttir, A., Ólafsdóttir, K.,  and Arnardóttir, A.A. (2011). Frá mjúkum yfir í harðar samdráttaraðgerðir: Sveigjanleiki fyrirtækja og stofnana í kjölfar hruns. (From soft to hard downsizing methods: Organizational flexibility following the crisis. Tímarit um stjórnmál og stjórnsýslu, 2, 327-346. (in Icelandic).
 • Einarsdóttir, A., Ólafsdóttir, K. and Arnardóttir, A.A. (2011). Downsizing methods in a recession: The public and private sector‘s flexibility.  The International Workshop Crises, Institutions and Labour Market Performance: Comparing Evidence and Policies, University of Perugia, Italy.

 • Einarsdottir, A.,  and Arnardottir, A.A.  (2011). Economic recession and organizati¬onal downsizing methods: The short term impact on employee attitude and job-related behavior of the Icelandic work force. Poster at The EAWOP conference Maastricht, Netherlands  May, 2011.
 • Einarsdottir, A., Olafsdottir, K. and Arnardottir, A. A. (2011). HR related downsizing methods in a recession: The public and private sectors flexibility.  EAISM,  symposia proceedings, Reykjavík, May 2011.
 • Katrín Ólafsdóttir. (2011). Íslenska lífeyriskerfið og íslenskur þjóðarbúskapur. Í Hrafn Bragason, Héðinn Eyjólfsson og Guðmundur Heiðar Frímannsson (ritstj.) Úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Reykjavík: Úttektarnefnd Landssamtaka Lífeyrissjóða.
 • Arney Einarsdóttir og Ásta Bjarnadóttir (2010). Tveir vinnumarkaðir og hrun: Áhrif á upplifun og hegðun starfsmanna. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 7 (1). 1-21. (Two labour markets and crisis: Impact on employee attitude and behavior. Journal of business and economics). 
 • Arney Einarsdóttir (2010). Mannaflatengdar samdráttaraðgerðir - sveigjanleiki fyrirtækja og stofnana í kreppu. Rannsóknir í félagsvísindum XI, Reykjavík: Félagsvísindastofnun. (Human resource related downsizing – flexibility in the labor market in a recession – Research in Social Sciences XI, Reykjavik.
 • Einarsdóttir, A. and Bjarnadóttir, B. (2010). Two labour markets and a crisis: The impact on employee attitudes and job-related behaviors. The Irish Academy of Management Conference in Cork Institute of Technology, Cork in September 2010.
 • Arnardottir, A.A. & Hafsteinsson, L. G. (2009). Work-family conflict and enrichment in Iceland. EAWOP conference, Santiago de Compostela Spain, May 13-16, 2009.
 • Katrín Ólafsdóttir. (2009). Gender effects of the economic crisis. Í Ingjaldur Hannibalsson (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum X, 343-352. Háskóli Íslands: Félagsvísindastofnun.
 • Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Finnur Oddsson (2009). Staða mannauðsstjórnunar á íslandi: CRANET rannsóknin 2009 (skýrsla). Reykjavík: Háskólinn í Reykjavík.
 • Arnardottir, A.A. & Hafsteinsson, L. G. (2009). Work-family conflict and enrichment in Iceland. EAWOP conference, Santiago de Compostela Spain, May 13-16, 2009.
 • Katrín Ólafsdóttir. (2008). Er íslenskur vinnumarkaður sveigjanlegur? Háskólinn í Reykjavík: Viðskiptadeild.
 • Auður Arna Arnardóttir. (2008). Fæðingarorlof frá sjónarhóli feðra og mæðra. Í Gunnar Þór Jóhannesson (ritstj.), Rannsóknir í Félagsvísindum IX. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
 • Arney Einarsdóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. (2008). Lýðfræðilegir áhrifaþættir starfsánægju á Íslandi. Í Ingjaldur Hannibalsson (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum IX. Viðskipta og hagfræðideild. (bls. 27-40). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
 • Hlín Kristbergsdóttir, Leifur Geir Hafsteinsson og Arney Einarsdóttir (2008). Samanburður á upplifun starfsmanna einkarekinna fyrirtækja og starfsmanna hins opinbera af vinnustað og starfi. Sálfræðiritið, 13, 126-145.
 • Auður Arna Arnardóttir, Leifur Geir Hafsteinsson og Sturla Jóhann Hreinsson. (2007). Auðgun og togstreita milli fjölskyldu og starfs: Tengsl við persónubundna og vinnutengda þætti. Í Ingjaldur Hannibalsson (ritstj.), Rannsóknir í Félagsvísindum VIII: Viðskipta og Hagfræðideild (bls. 51-66). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
 • Arney Einarsdóttir. (2007). Áhrifavaldar starfsánægju og hvatningar- íslensk stöðlun og prófun á Evrópsku starfsánægjuvísitölunni. Í Ingjaldur Hannibalsson (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum VIII. Viðskipta og hagfræðideild. (bls. 39-50). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
 • Finnur Oddsson, Ásta Bjarnadóttir og Arney Einarsdóttir (2006). Rannsókn: Mannauðsstjórnun á Íslandi 2006 (skýrsla). Reykjavík: Háskólinn í Reykjavík.

 • Ásta Bjarnadóttir, Finnur Oddsson, Inga Jóna Jónsdóttir og Tómas Bjarnason (2004). Könnun Cranet samstarfsins á mannauðsstjórnun í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum 2003 (skýrsla). Reykjavík: IMG Gallup og Háskólinn í Reykjavík.

 • Samantektir til þátttökufyrirtækja árið 2006 (190 svarendur) og 2009 (138 svarendur). Í samantektum eru meginniðurstöður CRANET könnunarinnar birtar og einnig gefnar upplýsingar um styrkleika og veikleika viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar, og heildarstöðu þeirra á þroskastigum mannauðsstjórnunar.
 • Kynningarfundir fyrir starfsmannastjóra og æðstu stjórnendur þátttökufyrirtækjanna (vor 2004, haust 2006, haust 2009) og kynningarfundur á vegum Stjórnvísi (haust 2006).
 • Samantekt til þátttökufyrirtækja 2008 (59 fyrirtæki). Í þessari samantekt voru niðurstöður um mat starfsfólks á 10 þáttum er varða upplifun starfsmanns á vinnustað og starfi í viðkomandi fyrirtæki.
 • Þjónusturannsókn fyrir Actavis: Þroskastig mannauðsstjórnunar í öllum einingum Actavis.
  Verkefnið var framkvæmt árið 2007 og Að verkefninu unnu ÁB, FO og AE.
 • Tíu pistlar birtir í viðskiptablaði Morgunblaðins 2006-2007.
  Greinarhöfundar: Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Finnur Oddsson.
 • Fimm kynningar á ráðstefnuröð forstöðumanna ríkisstofnana haustið 2006.
  Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Finnur Oddsson.
 • Reynsla af fæðingarorlofi og samspili vinnu og einkalífs frá sjónarhóli feðra og maka þeirra.
  Fékk styrk frá jafnréttissjóði forsætisráðuneytisins. Að verkefninu unnu AAA, LGH og Sturla J. Hreinsson.
 • Gunnhildur Arnardóttir og Trausti Harðarson (2005). Hversu þroskuð er starfsmannastjórnun á Íslandi?
  Óútgefið lokaverkefni við Háskólann í Reykjavík.
   

Var efnið hjálplegt? Nei