Opið fyrir umsóknir í grunnnám

Til og með 5. júní
Lesa meira

Kynntu þér umsóknarferlið áður en þú sækir um háskólanám

Hjá Háskólanum í Reykjavík er reynt að hafa umsóknarferlið sem einfaldast
Lesa meira

Hvað segja nemendur?

Horfðu á viðtöl og sendu nemendum spurningar um námið og lífið í HR
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í grunnnám

Til og með 5. júní
Lesa meira

Kynntu þér umsóknarferlið áður en þú sækir um háskólanám

Hjá Háskólanum í Reykjavík er reynt að hafa umsóknarferlið sem einfaldast
Lesa meira

Fréttir

Myndin sýnir espressovél á kaffihúsi

16.5.2019 : Kaffitár opnar nýtt kaffihús í HR í haust

Með haustinu geta nemendur, starfsfólk og gestir Háskólans í Reykjavík yljað sér á ilmandi kaffibolla og gætt sér á sérvöldu meðlæti í nýju kaffihúsi Kaffitárs sem mun opna í Sólinni í háskólanum í ágúst.

Hópur nemenda stendur í tröppunum í Sólinni

13.5.2019 : „Ekki vera hrædd við að mistakast“

Innan HR hefur alltaf verið lögð áhersla á að nemendur kunni að fylgja hugmyndum sínum eftir og stofna fyrirtæki. Meðal annars með þessu námskeiði sem nú stendur yfir sem heitir Nýsköpun og stofnun fyrirtækja, og er þriggja vikna verklegt námskeið og skylda fyrir flesta grunnnema. Þar að auki geta meistaranemar við HR valið að útskrifast með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlafræði, þvert á deildir.

Áheyrendur sitja í stofu í HR

9.5.2019 : Móttaka flóttamanna, einkenni vændismansals, ljósmyndasýning og gæðastjórnunarkerfi

Þetta eru meðal umfjöllunarefna nemenda í MPM-námi, meistaranámi í verkefnastjórnun við HR, í námskeiðinu Verkefni í þágu samfélags.

Tjald í snjó og fjöll í kring

9.5.2019 : Engin lúxusmeðferð fyrir leikara Game of Thrones

Brynhildur Birgisdóttir, framleiðandi hjá Pegasus, hélt fróðlegt erindi á vegum MPM-námsins, meistaranáms í verkefnastjórnun, síðasta föstudag í HR. Pegasus hefur séð um tökur á þáttunum Game of Thrones hér á landi og Brynhildur hafði frá mörgu um þetta stóra verkefni að segja, enda um margt einstakt.

Fleiri fréttirUmsagnir nemenda

Hildur Ósk hallar sér upp að hillu inni á bókasafni HR og horfir í myndavélina

Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir - sálfræði

Við förum í starfsþjálfun strax á annarri önn sem gefur okkur tækifæri á að öðlast dýrmæta starfsreynslu og við vinnum verkefni sem fá okkur til að stíga út fyrir þægindarammann og undirbúa okkur enn frekar undir störf að námi loknu.


Deildir við HR

Nemandi í lögfræði stendur upp við bókahillur

Lagadeild

Áhersla er lögð á verkefnatengt nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Rannsóknir eru meðal annars á sviðum réttarfars, mannréttinda, stjórnskipunarréttar, þjóða- og Evrópuréttar og sjóréttar.

 

 

 

 

 

Sjá nánar
Nemandi stillir sér upp við handrið í Sólinni

Viðskiptadeild

Öflug tengsl við atvinnulífið, raunhæf verkefni og alþjóðleg sýn eru í hávegum höfð við deildina. Helstu rannsóknasvið eru meðal annars stjórnun, nýsköpun, atferlisgreining og klínísk sálfræði.

Sjá nánar
Nemandi í tölvunarfræði stendur upp við glugga

Tölvunarfræðideild

Lögð er áhersla á verklega þjálfun, frumkvæði og nýsköpun. Meðal helstu rannsóknasviða eru gervigreind, gagnasöfn, máltækni, notendaviðmót og fræðileg tölvunarfræði.

Sjá nánar
Nemandi stendur á ganginum í HR

Tækni- og verkfræðideild

Í náminu er blandað saman fræðilegri þekkingu og verkkunnáttu. Rannsóknasvið eru orkumál, heilbrigðisverkfræði, þjálfun, byggingarefni, verkefnastjórnun og ákvarðanataka, meðal annarra.

 

Sjá nánar