„Ég mun búa að þessari reynslu alla ævi“

Pálmi fór í skiptinám í tölvunarfræði til Jórdaníu
Lesa meira

Fréttir

Fjórir einstaklingar sitja við borð á málþingi

17.10.2019 : Samrómur kominn með um 1350 raddir

Samrómur er heiti samvinnuverkefnis sem snýr að því að safna röddum til að búa til opið gagnasafn fyrir notkun á íslensku í upplýsingatækni. Verkefninu var hleypt af stokkunum í gær, þann 16. október, á málþinginu Er íslenskan góður „bissness“? Við það tækifæri lögðu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Halldór Benjamín fyrst allra sínar raddir til söfnunarinnar. Um miðjan dag þann 17. október, eða um sólarhring eftir að söfnunin hófst, er þegar búið að safna 1346 röddum.

Ragnhildur Helgadóttir var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Bergen.

15.10.2019 : Dr. Ragnhildur Helgadóttir sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Bergen

Ragnhildur Helgadóttir var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Bergen 15. október. Af því tilefni hélt hún hátíðarfyrirlestur í háskólanum þar sem hún fjallaði um hlutverk dómstóla er þeir meta hvort lög samrýmist stjórnarskrá. Ragnhildur er sviðsforseti samfélagssviðs HR en innan þess starfa lagadeild, viðskiptadeild, sálfræðideild og íþróttafræðideild. Hún er formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, hefur dæmt mál í Hæstarétti, héraðsdómi og í Mannréttindadómstól Evrópu og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum.

Palmi2

15.10.2019 : Bjó í 20 kílómetra fjarlægð frá sýrlensku landamærunum

Pálmi er nemi í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Hann langaði að takast á við áskorun og skráði sig í skiptinám í Jórdaníu, í Jordan University of Science and Technology. „Mig langaði í skiptinám á sterum ef svo má segja! Ég vissi að ég myndi seint geta dvalið á svona stað með alla þá aðstoð sem ég var með sem skiptinemi; styrki, úrræði og sjálfboðaliða frá staðnum til að hjálpa mér - þannig að ég vissi að þetta tækifæri var ómetanlegt. En ég viðurkenni fúslega að ég vissi lítið um þetta umhverfi sem ég var kominn í.“

Reykjavík University Campus

8.10.2019 : Háskólinn í Reykjavík fær góða dóma í gæðaúttekt

Gæðaráð íslenskra háskóla birti nýverið niðurstöður gæðaúttektar á Háskólanum í Reykjavík. Helstu niðurstöður eru þær að háskólinn vinni samkvæmt skýrri stefnu sem taki mið af þörfum íslensks samfélags til framtíðar, bjóði upp á námsframboð sem henti nemendum og íslensku atvinnulífi og góður og hvetjandi starfsandi sé ríkjandi meðal nemenda og starfsfólks.

Fleiri fréttirFræðifólk í fókus

Halldóra Þorsteinsdóttir

Halldóra Þorsteinsdóttir - lektor við lagadeild

Við blasa ákveðin vandamál tengd markaðssetningu á samfélagsmiðlum

Markmið mitt er að greina þetta út frá neytendaréttarlöggjöfinni og reyna að draga fram helstu viðmiðin, m.a. með hliðsjón af því hvernig nágrannaríkin hafa brugðist við sömu áskorunum... /Lesa meira


Deildir við HR

Nemandi í lögfræði stendur upp við bókahillur

Lagadeild

Áhersla er lögð á verkefnatengt nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Rannsóknir eru meðal annars á sviðum réttarfars, mannréttinda, stjórnskipunarréttar, þjóða- og Evrópuréttar og sjóréttar.

 

 

 

Sjá nánar
Nemandi stillir sér upp við handrið í Sólinni

Viðskiptadeild

Öflug tengsl við atvinnulífið, raunhæf verkefni og alþjóðleg sýn eru í hávegum höfð við deildina. 

Sjá nánar
Nemandi í tölvunarfræði stendur upp við glugga

Tölvunarfræðideild

Lögð er áhersla á verklega þjálfun, frumkvæði og nýsköpun. Meðal helstu rannsóknasviða eru gervigreind, gagnasöfn, máltækni, notendaviðmót og fræðileg tölvunarfræði.

Sjá nánar

Verkfræðideild

Í náminu er blandað saman fræðilegri þekkingu og verkkunnáttu. Rannsóknasvið eru orkumál, heilbrigðisverkfræði, þjálfun, byggingarefni, verkefnastjórnun og ákvarðanataka, meðal annarra. 

Sjá nánar
Sindri Snær Gíslason nemandi í Sálfræði BSc

Sálfræðideild

Áhersla á öflug tengsl við atvinnulíf, raunhæf verkefni, alþjóðlega sýn og starfsnám veitir nemendum samkeppnisforskot.

Sjá nánar
Komdu í opna tíma

Íþróttafræðideild

Lærðu að nýta nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings

Sjá nánar

Iðn- og tæknifræðideild

Mótaðu framtíðina á skapandi og skemmtilegan hátt.

Sjá nánar

Háskólagrunnur HR

Háskólagrunnur HR er góður undirbúningur fyrir háskólanám. Eins árs staðarnám sem lýkur með lokaprófi.