Fyrirlestramaraþon HR

Fræðimenn Háskólans í Reykjavík segja frá rannsóknum sínum í örfyrirlestrum
Lesa meira

Kynntu þér meistaranámið

Dagskrá opinna kynningarfunda
Lesa meira

Bláþráður: nýtt og spennandi byggingarefni

Lesa meira

Greinir álag í röddinni

Lesa meira

Fréttir

Línurit í tölvuskjá

22.3.2017 : Ritrýndar birtingar fjórfaldast yfir níu ára tímabil

Háskólinn í Reykjavík gefur út skýrslu einu sinni á ári um styrk háskólans í rannsóknum. Nýlega kom út nýjasta útgáfa af skýrslunni þar sem tekin er saman tölfræði um birtingar á ritrýndum vettvangi  og úthlutuðu fjármagni úr rannsóknarsjóðum á árunum 2007 - 2016.

Keppendur í forritunarkeppni horfa á tölvuskjái nema einn sem horfir í myndavélina

20.3.2017 : Lið Flensborgar og Tækniskólans sigursæl í Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Forritunarkeppni framhaldsskólanna var haldin síðustu helgi í Háskólanum í Reykjavík. Þetta árið var keppnin haldin samtímis á Akureyri. Keppnin hefur verið haldin á vegum tölvunarfræðideildar HR frá árinu 2009.

Vinningsliðið í stjórnunarkeppni viðskiptadeildar stilla sér upp ásamt deildarfoseta

16.3.2017 : Framhaldsskólanemar fengu það verkefni að reka súkkulaðiverksmiðju

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir keppni í stjórnun milli framhaldsskólanema laugardaginn 11. mars síðastliðinn. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin. Í henni er hermt eftir samkeppnisumhverfi og keppendur þurfa að finna lausnir á margvíslegum vandamálum og hugsa út fyrir boxið til að ná árangri.

Guðmundur stendur við bryggju

13.3.2017 : Nýtt íslenskt fræðirit um sjórétt komið út

Guðmundur Sigurðsson, prófessor við lagadeild HR, er einn höfunda ritsins Sjóréttur en það er bókatúgafan Codex sem gefur bókina út. Ekkert íslenskt rit er til um sama efni. Bókinni er ætlað það hlutverk að gefa heildstæða mynd af íslenskum sjórétti þó megináherslan sé lögð á þau svið réttarins sem skipta hvað mestu máli í daglegri framkvæmd hér á landi.

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Sigrún Vala stendur upp við handrið og horfir í myndavélina

Sigrún Vala Hauksdóttir - hagfræði

Kennararnir eru góðir og áhugasamir um velgengni nemenda og allt utanumhald er gríðarlega gott.


Viðburðir

28.3.2017 - 31.3.2017 12:00 - 13:00 Kynningarfundir um styrki til meistaraverkefna

Verkefnin eru unnin í samstarfi við atvinnulífið

Í samstarfi við aðila atvinnulífsins kallar HR nú eftir umsóknum um styrkt rannsóknarverkefni sem unnin verða skólaárið 2017-2018. Leiðbeinendur allra deilda skólans geta sent inn umsóknir um verkefni. Nemendur sem eru áhugasamir um að sækja um styrk gera það í samstarfi við leiðbeinanda sinn.

 

30.3.2017 Fyrirlestramaraþon HR 2017

Fræðimenn Háskólans í Reykjavík segja frá rannsóknum sínum í örfyrirlestrum

Fyrirlestramaraþon HR er haldið árlega en þar flytja fræðimenn innan háskólans örfyrirlestra um allt milli himins og jarðar.

 

30.3.2017 11:00 - 12:00 Verðlaun HR

Verðlaunaafhending í Ólympus á 3. hæð

HR verðlaunin verða veitt þann 30. mars í Ólympus.

 

30.3.2017 12:00 - 13:00 Kynning á meistaranámi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og markaðsfræði

Fáðu innsýn í námið og möguleika að námi loknu

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík efnir til kynningafundar um meistaranám. Forstöðumaður námsins, kennarar og nemendur gefa áhugasömum innsýn í námið og möguleika að námi loknu.

 

31.3.2017 12:00 - 14:00 Veðjað á rangan hest - málstofa

Hættan af hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og nauðsynleg viðbrögð

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málstofu um hættuna af hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og nauðsynleg viðbrögð. Málstofan verður haldin í stofu V101, föstudaginn 31. mars, frá kl. 12:00 - 14:00.

 

Fleiri viðburðir