Jafnréttisdagar

9. - 20. október
Lesa meira

Velkomin í HR

Lesa meira

Fréttir

Sigurður Ingi Erlingsson

17.10.2017 : Sigurður Ingi Erlingsson nýr prófessor við tækni- og verkfræðideild

Dr. Sigurður Ingi Erlingsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann heldur opinn framgangsfyrirlestur í HR á morgun, miðvikudaginn 18. október kl. 15:00 í stofu M103. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og ber titilinn: „How I learned to stop worrying and love quantum mechanics.“

Ungir drengir sitja við borð og eru spenntir í spjaldtölvum

12.10.2017 : Fjölmenni á Tæknidegi fjölskyldunnar í Neskaupstað

Tæknidagur fjölskyldunnar var haldinn í fimmta sinn laugardaginn 7. október 2017 í Verkmenntaskóla Austurlands. Háskólinn í Reykjavík tók að venju þátt í glæsilegri dagskrá en það voru /sys/tur og Skema í HR þetta árið, sem buðu gestum að prófa að forrita og nota hið stórskemmtilega Makey Makey.

Hópur fólks stendur fyrir framan byggingu og horfir í myndavélina

11.10.2017 : Hljóta 50 milljóna króna styrk frá ESB til rannsókna í ákvörðunarfræðum

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík í gegnum CORDA, rannsóknasetur í ákvörðunar- og áhættufræðum, tekur nú þátt í Evrópuverkefninu D'Ahoy ásamt nokkrum öðrum evrópskum háskólum og menntastofnunum. Verkefnið hlaut 50 milljóna króna styrk (396.000 evrur) úr ERASMUS+ rannsóknaáætlun Evrópusambandsins.

Fyrirlesarar sitja í röð við langt borð í stofu M103

9.10.2017 : Fjörugar umræður um stjórnarskrá Íslands

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir hátíðarmálþingi undir yfirskriftinni Stjórnarskráin í stormi samfélagsins í dag, föstudaginn 6. október. Málþingið var haldið í tengslum við útgáfu Bókaútgáfunnar Codex á afmælisriti til heiðurs Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttarlögmanni, sjötugum.

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Ingibjörg heldur á fartölvu og hallar sér upp á skáp á ganginum í HR

Ingibjörg Edda Snorradóttir - tölvunarfræði

Stærðfræði hefur alltaf verið uppáhaldsfagið mitt og að leysa flókin verkefni er það sem mér finnst mest gefandi við þetta nám. Tölvunarfræði er skemmtilegt fag sem býður upp á miklu fleiri möguleika en ég hafði gert mér grein fyrir, bæði hvað varðar framhaldsnám og starfsmöguleika.“


Viðburðir

24.10.2017 15:00 - 16:00 From Digital Currency to Programmatic Finance: Kristinn Kristinsson

The seminar will kick-off with an introductory lecture by Kristinn Kristinsson - a leading enthusiast on Bitcoin

RU School of Computer Science proposes a new seminar on programmatic finance, cryptocurrencies, blockchain and related technologies.

 

3.11.2017 13:30 Gervigreindarhátíðin 2017: Iðnbylting í uppsiglingu

Reykjavik AI Festival 2017 - AI and Industry: A Revolution Underway

Gervigreind og atvinnulífið: Iðnbylting í uppsiglingu

 

11.11.2017 Boxið

Framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Boxið er vettvangur fyrir framhaldsskólanema til að spreyta sig á ólíkum verkefnum, reyna á samvinnu og kynnast tækni á skemmtilegan hátt.

 

2.2.2018 - 3.2.2018 HR á UTmessunni

UTmessan verður haldin í áttunda sinn þann 2. og 3. febrúar 2018 í Hörpu

Að UTmessunni stendur Skýrslutæknifélagið (Ský) í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Samtök iðnaðarins (SUT, IGI, SSP). Einnig er unnið náið með tengiliðum Platinum samstarfsaðila.

 

Fleiri viðburðir