Opni háskólinn

Lengri námslínur að hefjast

Lesa meira
Rannsóknir

Laus meistara- og doktorsverkefni

Lesa meira

Canvas: Nýja kennslukerfið

Leiðbeiningar um notkun
Lesa meira

Fréttir

21740391_2168625246704139_7414933852731187677_n

19.9.2017 : Nemendur tækni- og verkfræðideildar bregðast við eldgosi í Snæfellsjökli

Frá fimmtudegi til föstudags í síðustu viku þurftu nemendur að leysa úr margvíslegum vandamálum sem upp geta komið ef Snæfellsjökull gýs. Hlutverk nemenda var að koma með áætlanir fyrir lok dags til ríkisstjórnarinnar um hvernig væri best að bregðast við alvarlegu ástandi í Ólafsvík, mögulegri flóðbylgju og öskufalli í Reykjavík.

Nemendur sem hlutu nýnemastyrk standa í röð í tröppunum í Sólinni

14.9.2017 : Nemendur hljóta viðurkenningar fyrir góðan námsárangur

Þeim nemendum sem komust á forsetalista fyrir námsárangur á vorönn 2017 voru afhentar viðurkenningar í gær, miðvikudaginn 13. september. Nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld.

Zip-car

13.9.2017 : Zipcar býður upp á áskrift að bíl í HR

Nemendum og starfsfólki Háskólans í Reykjavík mun frá og með 18. september næstkomandi gefast kostur á gerast áskrifendur að deilibílaþjónustu Zipcar. Markmið með samstarfi HR og Zipcar er að auðvelda nemendum og starfsmönnum HR að nota umhverfisvænan ferðamáta, taka strætó, hjóla eða ganga til og frá HR.

Valdimar stendur upp við vegg í HR með krosslagða handleggi

12.9.2017 : Dr. Valdimar Sigurðsson nýr prófessor við viðskiptadeild

Dr. Valdimar Sigurðsson hefur fengið framgang í stöðu prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Valdimar hefur kennt og stundað rannsóknir við viðskiptadeild HR frá árinu 2007, stýrt faglegri skipulagningu á kennslu markaðsmála og rannsókna við deildina og kennt á öllum stigum náms, frá grunnnámi til doktorsnáms, sem og leiðbeint stjórnendum fyrirtækja. Hann var nýlega skipaður forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði.

Fleiri fréttir


Umsagnir nemenda

Ingibjörg heldur á fartölvu og hallar sér upp á skáp á ganginum í HR

Ingibjörg Edda Snorradóttir - tölvunarfræði

Stærðfræði hefur alltaf verið uppáhaldsfagið mitt og að leysa flókin verkefni er það sem mér finnst mest gefandi við þetta nám. Tölvunarfræði er skemmtilegt fag sem býður upp á miklu fleiri möguleika en ég hafði gert mér grein fyrir, bæði hvað varðar framhaldsnám og starfsmöguleika.“


Viðburðir

21.9.2017 12:00 - 13:15 Forysta á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar

Dominic Barton heldur opinn fyrirlestur

Forstjóri eins fremsta ráðgjafafyrirtækis heims, McKinsey & Company heldur opinn fyrirlestur 21. september kl.12.00 - 13.15 í Háskólabíói - stóra sal

Fyrirlesturinn er einstakt tækifæri fyrir nemendur og aðra hér á landi til þess að hlusta á einn fremsta leiðtoga heims á sínu sviði og um leið skyggnast inn í þarfir framtíðarinnar. Fyrirlesturinn er jafnframt einn af mörgum hátíðarliðum Viðskiptaráðs Íslands í tilefni af aldarafmæli ráðsins á árinu.

 

22.9.2017 13:00 - 16:30 Fullveldi í 99 ár

Ráðstefna til heiðurs Dr. Davíð Þór Björgvinssyni, fyrrverandi dómara Mannréttindadómstóls Evrópu, sextugum.

Málþing til heiðurs dr. Davíð Þór Björgvinssyni, fyrrverandi dómara við mannréttindadómstól Evrópu. Sameiginlegur viðburður Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.

 

28.9.2017 Alþjóðadagur

Nemendum HR gefst tækifæri til að fræðast um nám erlendis

Erlendir nemendur við Háskólann í Reykjavík bjóða upp á mat frá sínu heimalandi í Sólinni og nemendum HR gefst tækifæri til að fræðast um nám erlendis.

 

11.11.2017 Boxið

Framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Boxið er vettvangur fyrir framhaldsskólanema til að spreyta sig á ólíkum verkefnum, reyna á samvinnu og kynnast tækni á skemmtilegan hátt.

 

Fleiri viðburðir