Meistaranámsvika

Er kominn tími á meistaranám? HR heldur opna kynningarfundi vikuna 25. - 29. mars
Lesa meira

Er kominn tími á meistaranám?

HR heldur opna kynningarfundi um meistaranám vikuna 25. - 29. mars.
Lesa meira

Fréttir

Eydís Huld Magnúsdóttir

12.3.2019 : Er hægt að koma í veg fyrir hugsanleg mistök vegna álags?

Eydís Huld Magnúsdóttir varði fyrir stuttu doktorsverkefni sitt frá tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Markmið rannsóknar hennar var að fylgjast með huglægu vinnuálagi hjá einstaklingum sem starfa í ábyrgðarmiklum störfum, s.s. flugumferðar- og flugstjórn, með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á jafnt árangur, líðan þeirra og síðast en ekki síst öryggi þeirra og öryggi almennings. 

Frumkvodlasetur-opnun.w

8.3.2019 : Háskólanemar við HR opna frumkvöðlasetrið Seres

Nemendur við Háskólann í Reykjavík (HR) opnuðu í dag nýtt frumkvöðlasetur HR í Nauthólsvík sem hlotið hefur nafnið Seres. Í Seres - frumkvöðlasetri HR er sérhönnuð aðstaða fyrir núverandi og útskrifaða HR-inga til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.

6.3.2019 : Fjöldi gesta heimsótti HR á Háskóladaginn

Áhugasamir framtíðarnemendur fylltu stofur í opnum tímnum í grunnnámi við Háskólann í Reykjavík á Háskóladaginn sem var haldinn í HR, og fleiri háskólum, síðastliðinn laugardag. Á Háskóladaginn kynna allir háskólar landsins námsframboð sitt í húsakynnum HR, HÍ og LHÍ.

Hópur fólks stendur saman og stillir sér upp fyrir myndatöku

5.3.2019 : Hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur í eðlisfræði

Verðlaun Eðlisfræðifélags Íslands voru veitt á aðalfundi félagsins síðastliðinn föstudag. Félagið hefur undanfarin ár veitt hvatningarverðlaun fyrir bestan árangur í eðlisfræðinámskeiðum á fyrsta ári, bæði fyrir nemendur í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Fleiri fréttirUmsagnir nemenda

Aðalheiður B. J. Guðmundsdóttir - Tæknifræði

"Þetta er ekki einungis bóklegt nám, heldur verklegt líka. Mér finnst gaman að geta til dæmis teiknað upp hluti og reiknað, og fá svo að smíða þá og prófa. Áður en ég sótti um í tæknifræði þá ímyndaði ég mér fyrir mér að næstu þrjú og hálft ár myndu bara fara í það að lesa og reikna út í eitt, en svo varð nú ekki.

Það er boðið upp á að fara í starfsnám og þar fær maður að upplifa það hvernig tækni- og verkfræðingastörf eru í raun og veru."


Deildir við HR

Nemandi í lögfræði stendur upp við bókahillur

Lagadeild

Áhersla er lögð á verkefnatengt nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Rannsóknir eru meðal annars á sviðum réttarfars, mannréttinda, stjórnskipunarréttar, þjóða- og Evrópuréttar og sjóréttar.

 

 

 

 

 

Sjá nánar
Nemandi stillir sér upp við handrið í Sólinni

Viðskiptadeild

Öflug tengsl við atvinnulífið, raunhæf verkefni og alþjóðleg sýn eru í hávegum höfð við deildina. Helstu rannsóknasvið eru meðal annars stjórnun, nýsköpun, atferlisgreining og klínísk sálfræði.

Sjá nánar
Nemandi í tölvunarfræði stendur upp við glugga

Tölvunarfræðideild

Lögð er áhersla á verklega þjálfun, frumkvæði og nýsköpun. Meðal helstu rannsóknasviða eru gervigreind, gagnasöfn, máltækni, notendaviðmót og fræðileg tölvunarfræði.

Sjá nánar
Nemandi stendur á ganginum í HR

Tækni- og verkfræðideild

Í náminu er blandað saman fræðilegri þekkingu og verkkunnáttu. Rannsóknasvið eru orkumál, heilbrigðisverkfræði, þjálfun, byggingarefni, verkefnastjórnun og ákvarðanataka, meðal annarra.

 

Sjá nánar