Langar þig í skiptinám eða starfsnám erlendis?

Skoðaðu möguleikana
Lesa meira

Fréttir

Hópur fólks stendur með viðurkenningarskjöl við hliðina á deildarforseta

21.9.2018 : Viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi árangur

Nemendur sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í námi hlutu viðurkenningar í gær, fimmtudaginn 20. september. Nemendurnir komast á forsetalista og fá skólagjöld annarinnar niðurfelld. Að auki fengu  nýnemar sem náðu góðum árangri í framhaldsskóla styrk og fá sömuleiðis skólagjöld niðurfelld.

Fjórir einstaklingar halda á skóflum og horfa í myndavélina

20.9.2018 : Fyrsta skóflustungan tekin að Háskólagörðum HR í Öskjuhlíðinni

Nýir Háskólagarðar Háskólans í Reykjavík munu brátt rísa við Öskjuhlíðina, í næsta nágrenni við háskólann. Eygló M. Björnsdóttir, formaður Stúdentafélags HR, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR,  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra tóku fyrstu skóflustunguna að fyrsta áfanga Háskólagarðanna í gær, miðvikudaginn 19. september. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist á næstu vikum.

Jose situr á þrekhjóli og brosir framan í myndavélina

17.9.2018 : Áhrif heimavallarins mest í jöfnum leikjum

Nýjasta tölublað af fræðitímaritinu Journal of Human Kinetics er helgað rannsóknum á handbolta. Dr. Jose M.  Saavedra, prófessor við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður PAPESH rannsóknasetursins sér um útgáfuna sem gestaritstjóri, enda hefur hann rannsakað ýmsa þætti íþróttarinnar og þjálfunar handknattleikfólks í fjölda ára. Þetta er í fyrsta sinn sem virt, ritrýnt vísindarit tileinkar handbolta sérstakt tölublað.

Hamfaradagar

13.9.2018 : Nemendur bregðast við eldgosi á Hengilssvæðinu

Nemendur á fyrsta ári í öllum námsbrautum tækni- og verkfræðideildar leysa nú í hópum aðkallandi vandamál sem fylgja eldgosi í Henglinum, í um 20 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Sem betur fer eru aðstæðurnar þó einungis fræðilegar en á hverju ári stendur hópur nýnema í deildinni frammi fyrir gríðarstóru vandamáli sem þarf að leysa.

Fleiri fréttir


Viðburðir

25.9.2018 12:10 - 13:00 On runtime enforcement via suppressions

ICE-TCS seminar

Runtime enforcement is a dynamic analysis technique that uses monitors to enforce the behaviour specified by some correctness property on an executing system. The enforceability of a logic captures the extent to which the properties expressible via the logic can be enforced at runtime.

 

6.9.2018 10.9.2018 11.9.2018 13.9.2018 18.9.2018 26.9.2018 Zotero námskeið

Ókeypis heimildaskráningarforrit sem auðveldar ritgerðarvinnuna

Ókeypis heimildaskráningarforrit sem auðveldar ritgerðarvinnuna

 

26.9.2018 12:20 - 13:05 Kanntu að taka próf?

Góð ráð um próftækni og prófkvíða

Náms- og starfsráðgjafar gefa góð ráð um próftækni og prófkvíða 

 

28.9.2018 9:00 - 10:15 Háskólinn í Reykjavík Lífshættuleg stjórnun

Er nútímastjórnun aðalástæða kulnunar í starfi?

Er nútímastjórnun aðalástæða kulnunar í starfi? 

 

28.9.2018 17:00 - 22:00 Vísindavaka Rannís

Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í Vísindavöku Rannís 28. september í Laugardalshöll

Á Vísindavöku gefst almenningi tækifæri til að kynna sér það fjölbreytta vísindastarf sem unnið er hér á landi.

 

Fleiri viðburðir


Umsagnir nemenda

Ingibjörg heldur á fartölvu og hallar sér upp á skáp á ganginum í HR

Ingibjörg Edda Snorradóttir - tölvunarfræði

Stærðfræði hefur alltaf verið uppáhaldsfagið mitt og að leysa flókin verkefni er það sem mér finnst mest gefandi við þetta nám. Tölvunarfræði er skemmtilegt fag sem býður upp á miklu fleiri möguleika en ég hafði gert mér grein fyrir, bæði hvað varðar framhaldsnám og starfsmöguleika.“


Deildir við HR

Dilja_Ragnarsdottir_2

Lagadeild

Áhersla er lögð á verkefnatengt nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Rannsóknir eru meðal annars á sviðum réttarfars, mannréttinda, stjórnskipunarréttar, þjóða- og Evrópuréttar og sjóréttar.

 

 

 

 

 

Sjá nánar

Viðskiptadeild

Öflug tengsl við atvinnulífið, raunhæf verkefni og alþjóðleg sýn eru í hávegum höfð við deildina. Helstu rannsóknasvið eru meðal annars stjórnun, nýsköpun, atferlisgreining og klínísk sálfræði.

Sjá nánar

Tölvunarfræðideild

Lögð er áhersla á verklega þjálfun, frumkvæði og nýsköpun. Meðal helstu rannsóknasviða eru gervigreind, gagnasöfn, máltækni, notendaviðmót og fræðileg tölvunarfræði.

Sjá nánar

Tækni- og verkfræðideild

Í náminu er blandað saman fræðilegri þekkingu og verkkunnáttu. Rannsóknasvið eru orkumál, heilbrigðisverkfræði, þjálfun, byggingarefni, verkefnastjórnun og ákvarðanataka, meðal annarra.

 

Sjá nánar