Fréttir

Utskrift_Okt2022_Nordurljos_DSC00369-

25.11.2022 : Rannsókn á stöðugleika og stjórnun Majorana núllhátta

Kristján Óttar Klausen lauk nýverið doktorsnámi við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík í verk- og tæknivísindum, eðlisfræði nánar tiltekið, undir leiðsögn Andrei Manolescu og Sigurðar I. Erlingssonar. Verkefni hans fólst í því að kanna stöðugleika og stjórnun margra Majorana núllhátta (e. zero modes) í rörlaga nanóvírum, sem nýlega hefur tekist að framleiða.

Arnar Egilsson - Þjónustustjóri upplýsingatæknisvið hjá HR

25.11.2022 : Lærði til þjóns, en sinnti svo upplýsingatækni í 20 ár í HR

Þjónustustjórinn Arnar Egilsson er kunnur flestum ef ekki öllum HRingum sem numið hafa eða starfað við skólann síðastliðin 20 ár. Arnar var starfsmaður skólans númer 86 og stendur nú á tímamótum eftir 20 ára starfsferil hjá Háskólanum í Reykjavík því að hann hefur nú haldið til nýrra starfa. Við fórum yfir farinn veg með Arnari skömmu fyrir kveðjudaginn, ræddum jólahlaðborð í Sólinni áður en HR var vígður, tölvuáhugann og fjallgöngurnar og sjósundið þar sem hann hleður batteríin.

Maður með alskegg, klæddur svartri peysu, stendur við steyptan vegg.

24.11.2022 : Ný tilraunalyf við ADHD í þróun

Grein eftir vísindamenn við Háskólann í Reykjavík og 3Z, sem starfa á sviði lyfjauppgötvana, birtist í Nature tímaritinu Neuropsychopharmacology á dögunum. Í greininni er nýjum lyfjum við ADHD sem eru í þróun lýst.

HA-Tolvunarfraedingar-3

24.11.2022 : Stökkpallur fyrir rannsóknir og meðferð við lækningu barna með periodic fever

Árni Steinar Þorsteinsson og Þorsteinn I. Stefánsson Rafnar eru tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands fyrir verkefni sitt í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Verkefnið snýr að gerð smáforrits (e. app) og gagnagrunns fyrir foreldra og lækna barna er kljást við perodic fever, klínísku ástandi sem veldur reglulegum hitaköstum hjá börnum sem ekki er hægt að rekja til veiru eða bakteríusýkingar. Um er að ræða áhrifaríka nýjung sem þeir vonast til að geti stuðlað að verulegum úrbótum í meðferð og rannsókn sjúkdómsins.

Fleiri fréttirFræðifólk í fókus

Luca Aceto

Deildarforsetar Háskólans í Reykjavík deila sögu sinni og reynslu

Það eru náttúrulega ekki til nein vandamál, það eru bara mismunandi lausnir.

Meira

Deildir við HR

Nemandi skoðar bók á bókasafni HR

Lagadeild

Verkefnatengt nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. 

 

 

 

Sjá nánar
Tveir nemar standa upp við glervegg í HR

Viðskiptadeild

Nám í viðskiptafræði og hagfræði. Áhersla á öflugt starfsnám, nýsköpun og rannsóknir.

Sjá nánar
Nemandi stendur upp við skápana í HR

Tölvunarfræðideild

Verkleg þjálfun, frumkvæði og nýsköpun. 

Sjá nánar
Nemandi stendur fyrir utan HR

Verkfræðideild

Fræðileg þekking og verkkunnátta. Allar brautir í boði sem samfellt nám í fimm ár til réttinda verkfræðings. 

Sjá nánar
Nemandi situr á bekk á kaffihúsinu í Sólinni

Sálfræðideild

Öflugt vettvangsnám, tengsl við atvinnulíf, raunhæf verkefni og alþjóðleg sýn.

Sjá nánar
Nemandi stendur upp við vegg í HR

Íþróttafræðideild

Nýjasta tæknin og þekkingin nýtt til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings.

Sjá nánar
Kona stendur við afgreiðsluborð í fyrirtæki

Iðn- og tæknifræðideild

Mótaðu framtíðina á skapandi og skemmtilegan hátt.

Sjá nánar
Nemandi stendur við pósthólfin á ganginum í HR

Háskólagrunnur HR

Undirbúningur fyrir háskólanám sem er hægt að ljúka á einu ári eða einu og hálfu ári. Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi við stúdentspróf í raungreinum.