„Markmiðið er að nota nýja möguleika í upplýsingatækni og gervigreind til að umbylta svefnrannsóknum.“
Erna Sif Arnardóttir hlaut Horizon styrk Evrópusambandsins til rannsókna á svefni
Meira
„Það var blanda eðlisfræði og stærðfræði sem kom mér á þennan stað.“
Slawomir Koziel er prófessor við verkfræðideild HR
Meira
HR efstur íslenskra háskóla
á lista Times Higher Education yfir bestu háskóla í heimi
Meira
Algengar spurningar og svör varðandi Covid og HR Meira

Fréttir

Erna Sif Arnardóttir

28.10.2020 : Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna

Svefnbyltingin – þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni, sem leitt er af Ernu Sif Arnardóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur fengið vilyrði fyrir tveggja og hálfs milljarða króna (15 milljón evra) styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. Að rannsóknunum koma vísindamenn við verkfræði-, tölvunarfræði-, sálfræði- og íþróttafræðideildir Háskólans í Reykjavík, íslensk fyrirtæki, hátt í 40 samstarfsaðilar í evrópskum háskólum, heilbrigðisstofnunum og fyrirtækjum ásamt áströlskum háskóla. 

Anna Sigríður Bragadóttir

26.10.2020 : Hringdu í alla nemendurna

Anna S. Bragadóttir tók við starfi forstöðumanns frumgreinadeildar Háskólans í Reykjavík við byrjun haustannar. Innan frumgreinadeildar er kenndur Háskólagrunnur HR sem er undirbúningsnám fyrir háskólanám. Hún segir nemendur bera sig vel á undarlegum tímum kófsins en hún hringdi í nokkra tugi þeirra fyrir stuttu – bara til að heyra í þeim hljóðið.

prófessor heldur á bók

12.10.2020 : Framkvæmd EES-samningsins á Íslandi og stjórnskipuleg álitamál

Bókin Framkvæmd EES-samningsins á Íslandi og stjórnskipuleg álitamál er nú komin út. Höfundur bókarinnar er dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild, en bókin byggir að stórum hluta á doktorsritgerð hennar. 

 

 

Mynd af sprittstandi og leiðbeiningum í HR vegna Kovit 19

8.10.2020 : Tveggja metra reglan tekin upp að nýju

Vegna fjölda Covid smita í samfélaginu hafa yfirvöld gripið til hertra sóttvarna, sem meðal annars leiða til frekari takmörkunar á skólastarfi. 

Fleiri fréttirFræðifólk í fókus

Luca Aceto

Deildarforsetar Háskólans í Reykjavík deila sögu sinni og reynslu

Það eru náttúrulega ekki til nein vandamál, það eru bara mismunandi lausnir.

Meira

Deildir við HR

Nemandi í lögfræði stendur upp við bókahillur

Lagadeild

Áhersla er lögð á verkefnatengt nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Rannsóknir eru meðal annars á sviðum réttarfars, mannréttinda, stjórnskipunarréttar, þjóða- og Evrópuréttar og sjóréttar.

 

 

 

Sjá nánar
Nemandi stillir sér upp við handrið í Sólinni

Viðskiptadeild

Öflug tengsl við atvinnulífið, raunhæf verkefni og alþjóðleg sýn eru í hávegum höfð við deildina. 

Sjá nánar
Nemandi í tölvunarfræði stendur upp við glugga

Tölvunarfræðideild

Lögð er áhersla á verklega þjálfun, frumkvæði og nýsköpun. Meðal helstu rannsóknasviða eru gervigreind, gagnasöfn, máltækni, notendaviðmót og fræðileg tölvunarfræði.

Sjá nánar
Anna Jia nemandi í Verkfræði

Verkfræðideild

Í náminu er blandað saman fræðilegri þekkingu og verkkunnáttu. Rannsóknasvið eru orkumál, heilbrigðisverkfræði, þjálfun, byggingarefni, verkefnastjórnun og ákvarðanataka, meðal annarra. 

Sjá nánar
Sindri Snær Gíslason nemandi í Sálfræði BSc

Sálfræðideild

Áhersla á öflug tengsl við atvinnulíf, raunhæf verkefni, alþjóðlega sýn og starfsnám veitir nemendum samkeppnisforskot.

Sjá nánar
Komdu í opna tíma

Íþróttafræðideild

Lærðu að nýta nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings

Sjá nánar

Iðn- og tæknifræðideild

Mótaðu framtíðina á skapandi og skemmtilegan hátt.

Sjá nánar

Háskólagrunnur HR

Háskólagrunnur HR er góður undirbúningur fyrir háskólanám. Hægt er að ljúka Háskólagrunni á einu ári eða einu og hálfu ári. Einnig er hægt að stunda viðbótarnám við stúdentspróf.