Háskóladagurinn í HR

Laugardaginn 2. mars.
Lesa meira

Fréttir

Hópur fólks stendur saman í hóp

6.2.2019 : HR og Landsnet í samstarf um nýtt rannsóknarsetur á sviði sjálfbærni

Háskólinn í Reykjavík og Landsnet hafa skrifað undir samstarfssamning til fimm ára um menntun og rannsóknir á sviði flutnings og vinnslu endurnýjanlegrar raforku. Landsnet verður, samkvæmt samningnum, stofnaðili að nýju Rannsóknarsetri HR um sjálfbærni (RU Research Center on Sustainability).

6.2.2019 : Hefja viðamikla rannsókn á geðheilsu Íslendinga

Vísindamenn við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík hófu nýlega viðamikla langtíma rannsókn á geðheilsu karla og kvenna á Íslandi. Það eru dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs HR, dr. Rannveig S. Sigurvinsdóttir, lektor við sálfræðisvið, Þóra Sigfríður Einarsdóttir, doktorsnemi við sviðið, ásamt Söruh E. Ullman, prófessor í afbrotafræði og sálfræði við Háskólann í Illinois, sem standa að rannsókninni. Verndari hennar er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Hópur útskriftarnema situr á sviðinu í Eldborg

4.2.2019 : 258 brautskráðir frá HR

258 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu á laugardaginn, 2. febrúar. 182 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 72 úr meistaranámi og fjórir úr doktorsnámi.

Fleiri fréttir


Viðburðir

18.2.2019 14:00 - 17:00 Háskólinn í Reykjavík Málþing um stafrænt kynferðisofbeldi

Málþing á vegum HR og stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðisofbeldi

Stýrihópur um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðisofbeldi og Háskólinn í Reykjavík standa fyrir málþingi um stafrænt kynferðisofbeldi.

 

26.2.2019 12:00 - 13:00 Háskólinn í Reykjavík Kynningarfundur um verkefni með atvinnulífinu

Hvert er þitt draumaverkefni? Kynningar á styrkjum til meistaraverkefna í samstarfi við atvinnulífið.

Kynningar á styrkjum til meistaraverkefna í samstarfi við atvinnulífið

 

26.2.2019 17:00 - 18:30 Háskólinn í Reykjavík Forsetalistaathöfn í HR

Þriðjudaginn 26. febrúar kl. 17 í Sólinni

Forsetalistaathöfn í HR, Sólinni þann 26.febrúar.

 

2.3.2019 12:00 - 16:00 Háskóladagurinn í HR

Laugardaginn 2. mars kl. 12-16

Á Háskóladaginn gefst þér tækifæri til að kynna þér fjölbreytt námsframboð og rannsóknir við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu.

 

23.3.2019 Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Við hvetjum alla til að koma og prófa!

Forritunarkeppnin verður haldin 23. mars nk. Skráning hefst 4. febrúar og lýkur 13. mars.

 

Fleiri viðburðir


Umsagnir nemenda

Erling stendur í Sólinni og hallar sér upp að handriði

Erling Gauti Jónsson - verkfræði

Verkefni eru bæði unnin sjálfstætt í hópum en einnig í samstarfi við fyrirtæki og eru þau tengsl við atvinnulífið dýrmæt.


Deildir við HR

Dilja_Ragnarsdottir_2

Lagadeild

Áhersla er lögð á verkefnatengt nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Rannsóknir eru meðal annars á sviðum réttarfars, mannréttinda, stjórnskipunarréttar, þjóða- og Evrópuréttar og sjóréttar.

 

 

 

 

 

Sjá nánar

Viðskiptadeild

Öflug tengsl við atvinnulífið, raunhæf verkefni og alþjóðleg sýn eru í hávegum höfð við deildina. Helstu rannsóknasvið eru meðal annars stjórnun, nýsköpun, atferlisgreining og klínísk sálfræði.

Sjá nánar

Tölvunarfræðideild

Lögð er áhersla á verklega þjálfun, frumkvæði og nýsköpun. Meðal helstu rannsóknasviða eru gervigreind, gagnasöfn, máltækni, notendaviðmót og fræðileg tölvunarfræði.

Sjá nánar

Tækni- og verkfræðideild

Í náminu er blandað saman fræðilegri þekkingu og verkkunnáttu. Rannsóknasvið eru orkumál, heilbrigðisverkfræði, þjálfun, byggingarefni, verkefnastjórnun og ákvarðanataka, meðal annarra.

 

Sjá nánar