A - Ö

Upplýsingar um bókasafnið

Aðstaða
Aðstoð við heimildarvinnu
Afgreiðslutímar
Alumni
APA staðall
Bók frá öðru safni 
Bóka upplýsingafræðing
Bókasafnskort
Bókasafnsréttindi
Efni á kennsluvef
Endurnýjun lána
Evrópuupplýsingar (EUi)
Fjaraðgangur
Flokkun bóka
Frátektir
Fræðsla
Gestir
Gjafir
Gjaldskrá
Google Scholar stillingar
Greinar
Heimildaskráning
Hópvinnuherbergi
Hugleiðsluherbergi
Höfundaréttur
IEEE staðall
Íslensk tímarit
Kennslubókasafn
Kennslubækur
Lánþegaskírteini
Leitir.is
Ljósritun
Lokaverkefni
Matur og drykkir 
Millisafnalán
Námsbókasafn
Námsbækur
Námskeið
Nýtt efni
OSCOLA staðall
Prentstofa
Reglur um skil lokaverkefna
Reglur um umgengni
Reglur um útlán  
Ritgerðir
Ritrýnd íslensk tímarit
Safnkostur
Saga safnsins
Skemman
Skönnun
Turnitin
Um bókasafnið
Upplýsingalæsi
Upplýsingaþjónusta
Útlán
Vanskil
Varðveislusafn
Verðskrá
Viðtalstímar
Zotero
Þjónusta 

 

A

Aðstaða - Á bókasafni er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Í lokuðu rými eru tvær lesstofur og fjögur hópvinnuherbergi. Í opnu rými eru lesbásar, 12 básar með tölvum, vinnuborð fyrir hópa og einstaklinga, þar af nokkur sem hægt er að standa við, og þar að auki hægindasófar. Í prentstofu á bókasafni er hægt að prenta, ljósrita og skanna. Prentstofan er opin allan sólarhringinn.

Á safninu gildir fyrirkomulagið „fyrstir koma, fyrstir fá“, en óheimilt er að taka frá borð. Starfsfólki er heimilt að rýma borð sem staðið hafa ónotuð lengur en klukkustund. Áhersla er á að það ríki friður og ró í lesaðstöðu á bókasafninu og að nemendur geti einbeitt sér að náminu án truflunar.

Óheimilt er að tala í síma á safninu. Heimilt er að vera með drykki í lokuðu íláti, ávexti og sælgæti.  

Aðstoð við heimildavinnu - Hægt er að bóka tíma hjá upplýsingafræðingi og fá aðstoð við heimildavinnu. Undir þessa þjónustu fellur allt sem viðkemur upplýsinga- og heimildaleit, heimildaskráningu og notkun hjálparforrita við heimildaskráningar. Nánar um upplýsingaþjónustu bókasafnsins

Afgreiðslutímar - Afgreiðslutímar bókasafnsins fylgja skólaárinu. Hér má sjá ársyfirlit. Gildandi afgreiðslutímar eru auglýstir á heimasíðu bókasafnsins og við innganginn að safninu.

Alumni - Útskrifuðum nemendum stendur til boða að kaupa bókasafnskort vilji þeir nýta sér safnkost bókasafnsins. Árskort kostar kr. 2.500. Alumni kort eru aðeins afgreidd á virkum dögum.

APA staðall - Sjá: Heimildaskráning

B

Bók frá öðru bókasafni - Sjá: Millisafnalán

Bóka upplýsingafræðing - Upplýsingafræðingar taka á móti einstaklingum og hópum og veita ráðgjöf við heimildaleit og heimildameðferð. Hægt er að bóka viðtal með upplýsingafræðingi með Noona appinu eða á vefbókunarforminu.

Bókasafnskort - Nemendur og starfsfólk Háskólans í Reykjavík þurfa ekki bókasafnskort. Útskrifaðir nemendur geta keypt kort vilji þeir nýta sér safnkost bókasafnsins. Árskort eru afgreidd á virkum dögum og kosta kr. 2.500.

Bókasafnsréttindi - Réttur lánþega við HR til þess að fá lánað hjá bókasafni skólans. Réttindi geta fallið niður við vanskil. Sjá einnig: Útlán og vanskil

Upp Upp / Up

D
 

E

Efni á kennsluvef  - Mismunandi reglur og aðferðir gilda um íslenskar greinar annars vegar og erlendar greinar hins vegar þegar rafrænt efni er sett á kennsluvef.

Endurnýjun lána - Lánþegar bókasafnsins geta skráð sig inn á  leitir.is og endurnýjað lánin sín sjálfir.  Notandanúmer er kennitala lánþega, en starfsfólk bókasafnsins úthlutar lykilorði. Lykilorð eru eingöngu afhent lánþega sjálfum annað hvort á bókasafninu eða með tölvupósti á ru netfang hans. Sjá leiðbeiningar um endurnýjun lána. Skammtímalán og lán á gögnum sem eru frátekin fyrir aðra lánþega er ekki hægt að endurnýja. Endurnýjun millisafnalána er háð samþykki bókasafnsins sem lánaði til okkar. Lánþegar eru því beðnir að senda beiðni um endurnýjun millisafnalána með tölvupósti á bokasafn@ru.is. Sjá einnig: Útlán, frátektir og vanskil

Evrópuupplýsingar (EUi) - Upphafsreitur leitar um ESB, EEA og EFTA. Þegar finna þarf upplýsingar um Evróusambandið (ESB), Evrópska efnahagssvæðið (EES) og Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) er gott að hefja leitina á upplýsingavefnum Evrópuupplýsingar. Þar er að finna opinbera upplýsingavefi: ESB, EES og EFTA ásamt ýmsum leitarvélum og gagnasöfnum sem tengjast málefnum Evrópu. Nánar um EUi.

F

Fjaraðgangur - Utan HR nets veitir fjaraðgangur aðgang að flestum gagnasöfnum og tímaritum í áskrift bókasafnsins. Einnig má nota fjaraðgang erlendis frá til að komast í gagnasöfn í landsáskrift.  Ekki þarf fjaraðgang til að komast í læst gagnasöfn og tímarit.

Flokkun bóka - Bókum er raðað í hillur samkvæmt flokkunarkerfi Deweys (The Dewey Decimal Classification System (DDC)). Sérhver bók fær raðtákn sem segir til um hillustaðsetningu bókarinnar. Dæmi: Bókin Um lög og lögfræði eftir Sigurð Líndal frá árinu 2003 fær raðtáknið (hillustaðsetninguna) 340 Sig 2003. Helstu flokkar eru:

 004 Tölvunarfræði 340 Lögfræði 600 Tækni690 Byggingariðnaður
 150 Sálfræði 370 Menntun 620 Verkfræði790 Íþróttir 
 330 Hagfræði 500 Raunvísindi 650 Viðskipti 800 Bókmenntir

 

Frátektir - Lánþegar bókasafnsins geta tekið frá bækur sem eru í útláni með því að skrá sig inn á leitir.is. Sjá leiðbeiningar um frátektir á leitir.is. Starfsmenn bókasafnsins aðstoða einnig við frátektir. Þegar frátekinni bók er skilað á safnið berst þeim lánþega sem er nr. 1 á biðlista tilkynning með tölvupósti um að bókin sé komin á safnið. Bókinni er haldið í viku fyrir lánþegann. Sjá einnig: Útlán og endurnýjun lána

 

Fræðsla - Upplýsingafræðingar bjóða upp á fjölbreytta fræðslu sem stuðlar að upplýsingalæsi. Annars vegar er boðið upp á opna fræðslu sem auglýst er sérstaklega, hins vegar fer fræðslan fram í námskeiðum í deildum skólans. Fræðsla frá bókasafninu getur verið almenns eðlis eða sérsniðin. Dæmi um almenna fræðslu er kennsla í uppsetningu og notkun heimildaskráningartólsins Zotero, almenn fræðsla um heimildaleitir auk heimildaleita í leitarvélum á borð við leitir.is og  Google Scholar. Sérsniðin fræðsla tekur mið af upplýsingaþörfum einstakra námskeiða og/eða fræðasviða. Sjá einnig: Námskeið

Upp Upp / Up

G
Gestir - Þjónusta bókasafns og upplýsingaþjónustu HR er einkum ætluð nemendum og starfsmönnum HR. Aðilum utan háskólans er þó heimilt að heimsækja safnið á auglýstum afgreiðslutíma og nýta sér aðstöðuna og safnkostinn, bæði rafrænan og á prenti.

Gjafir - Bókasafnið tekur við öllum gjöfum sem styrkja safnkostinn og samræmast áætlun um uppbyggingu hans. Nánar um gjafastefnu.

Gjaldskrá - Upplýsingar um gjaldskylda þjónustu er að finna í gjaldskrá

Google Scholar stillingar - Google Scholar stillingar er hægt að nota til að leita að sérkeyptu efni bókasafnsins. Stillingin virkar á neti skólans og í fjaraðgangi. Sjá leiðbeiningar fyrir Google Scholar stillingar


Greinar
- Bókasafn og upplýsingaþjónusta HR er áskrifandi að fjölmörgum rafrænum tímaritum og býður þar aðgang að heildartexta fræðigreina. Hægt er að slá upp heiti tímarits í tímaritalista og athuga hvort bókasafnið kaupir það í áskrift. Ef tímaritið er ekki í áskrift, þá er hægt að panta greinina sem vantar frá öðru bókasafni. Nánar um millisafnalánaþjónustu bókasafnsins (greina- og bókapantanir)

H

Heimildaskráning - Í HR er mikið lagt upp úr faglegum vinnubrögðum og þar undir fellur skráning á heimildum skv. viðurkenndum heimildaskráningarstöðlum. Helstu heimildaskráningarstaðlar sem notaðir eru í deildum háskólans eru APA - notaður í viðskiptafræði, sálfræði, íþróttafræði og frumgreinum, og einnig að hluta í tækni- og verkfræði. IEEE - notaður í tækni- og verkfræði og tölvunarfræði. OSCOLA - notaður í lögfræði.

Hópvinnuherbergi - Á bókasafninu eru fjögur hópvinnuherbergi, Ú106, Ú107, Ú108 og Ú109 sem eru aðgengileg nemendum til 22:00 alla daga. Þar gildir fyrirkomulagið "Fyrstur kemur, fyrstur fær".  Í hópvinnuherbergjum gilda sömu umgengnisreglur og annars staðar í bókasafninu; þar má ekki vera með mat annan en ávexti. Drykkir eru leyfilegir í íláti með loki. 

Hugleiðsluherbergi - Fyrir utan bókasafnið er hægt að njóta hvíldar og slökunar í sérstöku hugleiðsluherbergi beint á móti inngangi safnsins. Þar er búið að koma fyrir jógadýnum, púðum og teppum svo allir geti haft það notalegt. Í hugleiðsluherberginu á alltaf að ríkja kyrrð og ró.

Höfundaréttur - Sjá almenna umfjöllun um rafræn gagnasöfn og höfundarrétt 

I

IEEE staðall - Sjá: Heimildaskráning

Í

Íslensk tímarit - Bókasafnið kaupir áskrift að mörgum íslenskum tímaritum á fræðasviðum HR, flestum á prenti. Þeim er raðað í stafrófsröð í tímaritahillu fyrir framan hugleiðsluherbergið. Tímaritshefti eru ekki lánuð út. Bókasafnið hefur tekið saman lista yfir ritrýnd íslensk tímarit með heildartexta fræðigreina í rafrænum aðgangi.

J

K

Kennslubókasafn - Kennslubókasafnið er í afgreiðslu bókasafnsins. Í því er eintak af kennslubókum í grunnnámi á yfirstandandi misseri auk valinna bóka í framhaldsnámi. Kennslubækur eru eingöngu til afnota innanhúss. Auk kennslubóka geta kennarar óskað eftir að ítarefnisrit og annað efni sem nemendur þurfa aðgang að, sé staðsett á kennslubókasafni. Kennarar geta lagt inn pöntun á kennslubókum sem ekki eru til í safninu.  Nánar um kennslubókasafn

Kennslubækur - Sjá: Kennslubókasafn

Upp Upp / Up

L

Lánþegaskírteini - Sjá: Bókasafnskort

Leitir.is - Leitir.is veitir upplýsingar um safnkost flestra íslenskra bókasafna. Þar er hægt að sjá hvar gögn eru staðsett og hvernig aðgengi að þeim er háttað. Með því að skrá sig inn á leitir.is er meðal annars hægt að skoða eigin útlán og endurnýja þau og taka frá efni sem er í útláni. Notandanúmer er kennitala lánþega en starfsfólk bókasafnsins úthlutar lykilorði. Sjá leiðbeiningar um innskráningu í leitir.is. Leitir.is veitir auk þess aðgang að stærstum hluta rafrænna gagnasafna í áskrift safnsins.

Sjá einnig: Útlán, endurnýjun lána, frátektir og vanskil.


Ljósritun - Sjá: Prentstofa

Lokaverkefni - Frá og með 2011 eru rafræn eintök lokaverkefna skráð og varðveitt í Skemmunni, varðveislusafni íslenskra háskólabókasafna. Upplýsingar um öll lokaverkefni í HR er hægt að finna á leitir.is. Lokaverkefnum sem skilað var fyrir árið 2011 og eingöngu eru til á prenti - önnur en trúnaðarmál - eru lánuð til lestrar á safninu. Þau þarf að panta með fyrirvara. Nýrri verkefni eru aðeins aðgengileg á Skemmunni og er það val hvers og eins nemanda hvort verkefnið er opið eða lokað.

Frá og með haustmisseri 2015 eru lokaverkefni í grunn- og meistaranámi eingöngu skráð og varðveitt í Skemmunni - bókasafnið fær ekki lengur prentað eintak til varðveislu.  Bókasafnið fær hins vegar eftir sem áður tvö prentuð eintök af doktorsritgerðum.

Sjá reglur um skil á lokaverkefnum

Sjá nánari upplýsingar um skil lokaverkefna á námsleiðarvísunum

 

M
Matur og drykkir - Það er EKKI leyfilegt að borða á bókasafninu annað en ávexti og sælgæti. Heimilt er að vera með drykki í lokuðu íláti. Við bendum á Sólina og Málið til að seðja hungrið. Munið að henda tómum drykkjarílátum í ruslið.

Millisafnalán - Nemendur og starfsmenn HR geta pantað bækur og tímaritsgreinar sem ekki eru til á safninu frá öðrum bókasöfnum. Þjónustan er starfsmönnum að kostnaðarlausu. Önnur háskóla- og rannsóknarbókasöfn geta haft milligöngu um lán úr safnkosti bókasafns HR fyrir sína lánþega.  Nánar um millisafnalánaþjónustu safnsins. 

 

N

Námsbókasafn - Sjá: Kennslubókasafn

Námsbækur - Sjá: Kennslubókasafn  

Námskeið - bókasafnið býður upp á opin námskeið og kynningar. Viðfangsefni eru fjölbreytt og má sem dæmi nefna kynningu á; heimildaleit, Leitir.is, Zotero og einstökum gagnasöfnum. Sjá einnig: Fræðsla

Nýtt efni - Reglulega er tekinn saman listi yfir nýjar bækur og annað nýtt efni sem komið er á safnið. Listinn er birtur á námsleiðarvísunum. Sjá einnig:  Eldri listar

Upp Upp / Up

O

OSCOLA staðall - Sjá: Heimildaskráning


P
Prentstofa
- Prent- og ljósritunaraðstaða er í prentstofu við inngang á bókasafnið. Þar er hægt að prenta, ljósrita og skanna í lit og svart/hvítu. Prentarar safnsins heita Library_Black og Library_Color. Hægt er að skanna í ljósritunarvél og senda beint í tölvupósti. Stöðu á prentkvóta má skoða á hrprint.ru.is. Prentkvóti er seldur í móttöku skólans, í sjálfsölum og í gegnum Canvas. Upplýsingatæknisvið (UTS) hefur umsjón með prentstofu og veitir aðstoð virka daga frá 9-16. Prentstofan er opin allan sólarhringinn.

R

Reglur um skil á lokaverkefnum - Nýjar reglur voru samþykktar á fundi framkvæmdastjórnar skólans þann 12. júní 2015.  Sjá reglur um skil á lokaverkefnum 

Reglur um umgengni - Á bókasafninu gilda fáar en skýrar reglur. Flestar lúta að góðri umgengni og tillitssemi gagnvart öðrum safngestum og starfsfólki. Sjá umgengnisreglur bókasafnsins.

Reglur um útlán - Starfsfólk og nemendur Háskólans í Reykjavík geta fengið gögn að láni gegn eigin kennitölu án endurgjalds. Nánar um útlánastefnu bókasafnsins

Ritgerðir - Sjá: Lokaverkefni

Ritrýnd íslensk tímarit - Bókasafnið hefur tekið saman lista yfir ritrýnd íslensk tímarit með heildartexta fræðigreina í rafrænum aðgangi.

S
Safnkostur - Safnkostur er að stærstum hluta á rafrænu formi. Safnið kaupir aðgang að gagnasöfnum  og tímaritum auk bóka. Einnig er að finna á safninu Alþingistíðindi, Stjórnartíðindi, dómasöfn, kennslubækur á yfirstandandi önn auk lítils safns af DVD-myndum til stuðnings við tungumálakennslu. Safnkosturinn er einkum á ensku og íslensku. Nánar um safnkost BUHR

Saga safnsins - Bókasafn HR var opnað formlega í janúar 1999 af Birni Bjarnasyni þáverandi menntamálaráðherra. Frá upphafi hefur það verið yfirlýst stefna stjórnenda að nýta upplýsingatæknina sem mest við uppbyggingu safnsins og er safnkostur þess að stærstum hluta rafrænn. Árið 2003 hófst rekstur Miðstöðvar Evrópuupplýsinga (EDC) á safninu. Miðstöðin var grundvölluð á samningi milli Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Evrópuréttarstofnunar HR. Frá sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík árið 2005, var bókasafnið á tveimur stöðum. Lengst af á Höfðabakka og í Ofanleiti, en á vormisseri 2010 í Ofanleiti og í Nauthólsvík. Eftir flutning í Nauthólsvík er bókasafnið staðsett í Úranusi á 1. hæð. Fyrsti forstöðumaður safnsins var Sólveig Þorsteinsdóttir, 1998 - 2001, og á eftir henni var Guðrún Tryggvadóttir, 2001 - 2016. Núverandi forstöðumaður frá 2016 er Sara Stef. Hildardóttir. Sjá einnig: Um bókasafnið

Skemman - Bókasafn HR gerðist aðili að Skemmunni, varðveislusafni íslenskra háskólabókasafna, árið 2010. Frá 2011 hafa nemendur HR skilað rafrænu eintaki lokaverkefna í Skemmuna. Þar eru verkefnin til skoðunar. Einnig má finna upplýsingar um þau á  leitir.is. Leiðbeiningar um skil í Skemmuna má nálgast í námsleiðarvísunum.

Skönnun - Sjá: Prentstofa

 

Upp Upp / Up

T
Turnitin - Turnitin er forrit til varnar ritstuldi og notað af skólum um allan heim. Verkefnum er hlaðið upp í kerfið og þau borin saman við gagnagrunn Turnitin sem inniheldur milljónir vefsíðna, tímaritsgreina, nemendaverkefna auk annars efnis. Samanburðarskýrsla sýnir samsvörun á milli verkefnis og efnis í gagnagrunni Turnitin. Nemendur skila verkefnum í Turnitin í gegnum Canvas. Nánar um Turnitin 


U

Um bókasafnið - Sjá: Saga safnsins

Upplýsingalæsi - Sjá: Fræðsla

Upplýsingaþjónusta - Sjá: Aðstoð við heimildavinnu, sjá einnig Bóka upplýsingafræðing

Útlán - Lánþegar bókasafnsins eru fyrst og fremst starfsfólk og nemendur Háskólans í Reykjavík. Upplýsingar um safnkost er að finna á leitir.is. Útlánstími bóka er að öllu jöfnu 4 vikur. Kennslubækur, handbækur og tímaritshefti eru eingöngu til afnota innanhúss. Nánar um útlánastefnu safnsins. Sjá einnig: Endurnýjun lána, frátektir og vanskil.

V
Vanskil - Skömmu áður en lánstími rennur út er send áminning um að skiladagur nálgist. Lánþegar bókasafnsins endurnýja lánin sín sjálfir með innskráningu á leitir.is. Bókasafnið úthlutar lykilorði en notandanúmer er kennitala notanda. Skammtímalán og gögn sem eru frátekin fyrir aðra lánþega er ekki hægt að endurnýja. Ef lánið er hvorki endurnýjað né bók skilað áður en lánstíminn rennur út er send tilkynning um vanskil. Virði lánþegi ekki útlánstíma og sinni hann ekki ítrekuðum áminningum áskilur safnið sér rétt til að taka viðkomandi af lánþegaskrá þar til útistandandi gögnum hefur verið skilað og senda reikning vegna glataðra safngagna. Markmiðið er fyrst og fremst að fá bækurnar aftur á bókasafnið fyrir notendur safnsins. Sjá einnig: Útlán, endurnýjun lána og frátektir

Varðveislusafn - Sjá: Skemman, varðveislusafn íslenskra háskólabókasafna.

Verðskrá - Sjá: Gjaldskrá

Viðtalstímar - Sjá: Aðstoð við heimildarvinnu, sjá einnig: Bóka upplýsingafræðing

Z

Zotero - Zotero er ókeypis heimildaskráningarforrit sem hjálpar til við að halda utan um heimildir, gerir tilvísanir í texta og býr til heimildaskrá. Bókasafnið býður upp á opin námskeið á Zotero í upphafi hverrar annar. Sjá Zotero leiðarvísinn.


Þ

Þjónusta - Bókasafn HR býður alla almenna bókasafns- og upplýsingaþjónustu, s.s. útlán millisafnalán og upplýsingaleitir, auk sértækari þjónustu. Má þar nefna upplýsingaþjónustu, aðstoð við heimildavinnu, kennslu í upplýsingalæsi og kennslubókasafn. Þjónustan er einkum ætlum nemendum og starfsmönnum HR. Öllum er þó heimilt að heimsækja safnið á auglýstum afgreiðslutíma og nýta sér aðstöðuna og safnkostinn.  Nánar um þjónustu safnsins fyrir nemendur - fyrir kennslu 

Upp Upp / UpVar efnið hjálplegt? Nei