Nú sérð þú um að endurnýja lánin þín á Leitir.is

Nemendur og starfsfólk hafa aðgang að Leitir.is og geta sjálfir endurnýjað lánin sín. Nauðsynlegt er að fá lykilorð inn á Leitir.is í fyrsta skipti hjá bókasafninu.

Hægt er að nálgast lykilorð með því að:
  • mæta á safnið og tala við starfsmann í afgreiðslu
  • senda tölvupóst á netfangið bokasafn@ru.is
  • hafa samband í gegnum netspjallið og fá lykilorðið sent í tölvupósti
  • hringja í síma 599 6234 og fá lykilorðið sent í tölvupósti

Lykilorð eru aldrei gefin upp í síma eða í netspjalli - ef ekki er mætt á staðinn þá er lykilorðið sent á RU-netfang nemenda.

Með því að skrá sig inn á Leitir.is er hægt að:

  • endurnýja útlán
  • sækja um millisafnalán
  • taka frá bækur sem eru í útláni
  • fá tilkynningu um nýtt efni
  • safna í rafræna hillu

Starfsmenn bókasafnins eru hættir að endurnýja útlán fyrir nemendur nema í þeim tilfellum þar sem nemendur geta ekki endurnýjað sjálfir, t.d. þegar um millisafnalán eða annað sérefni er að ræða.

Til hvers að fá sér lykilorð inn á Leitir.is?Var efnið hjálplegt? Nei