Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR

Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík (AES) sinnir rannsóknum á sviði þjóðaréttar, Evrópuréttar, alþjóðlegs einkamálaréttar, mannréttinda og samanburðarlögfræði. Stofnunin styður jafnframt við rannsóknir nemenda sem og nám þeirra á umræddum sviðum. AES leitast við að stuðla að samvinnu á milli fræðimanna, einkageirans og hins opinbera um alþjóðleg málefni. Þá stendur AES fyrir margvíslegum viðburðum á umræddum sviðum og tekur þátt í alþjóðlegum rannsóknarhópum.

Forstöðumaður stofnunarinnar er Dr. Bjarni Már Magnússon dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík (bjarnim@ru.is). Stjórn stofnunarinnar skipa Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Guðmundur Alfreðsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og China University of Political Science and Law.Var efnið hjálplegt? Nei