Samstarfsnet

Háskólinn í Reykjavík er aðili að nokkrum norrænum samstarfsnetum sem eykur enn frekar möguleikann á skiptinámi. Hægt er að sækja um Nordplus styrk en styrkurinn er hluti af menntaáætlun Nordplus til að styrkja samvinnu á sviði menntamála á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum með áherslu á gæði og nýsköpun.

Yfirlit yfir samstarfsnet:

  • Nordplus netið er fyrir nemendur í öllum deildum.
  • Nordplus laganet er fyrir nemendur í lagadeild.
  • Norek er fyrir nemendur í viðskiptafræði.
  • Nordtek er fyrir nemendur í tækni- og verkfræðideild.
  • Nordlys er víðtækt net og hentar nemendum í flestum námsgreinum.Var efnið hjálplegt? Nei