Uppsetning ritgerða samkvæmt APA staðli

Í Publication Manual of the American Psychological Association eru gefnar reglur um það hvernig eigi að setja upp handrit að tímaritsgreinum sem eiga að birtast í APA tímaritum. Gjarnan er stuðst við þessar reglur þegar ritgerðir eru settar upp samkvæmt APA staðlinum. APA staðallinn er fyrst og fremst gerður fyrir tímaritsgreinar en hefur verið stuðst við hann í háskólaritgerðum en þá þarf að aðlaga hann að ritgerðahefðinni. Í einhverjum tilfellum stangast á APA reglurnar og ritgerðahefðin.

Hér er að finna upptalningu á þeim uppsetningarháttum sem APA staðallinn tekur fram. Hægt er að styðjast við þessar reglur þegar setja á ritgerð upp samkvæmt APA.

Athugið, ef fyrirmæli kennara stangast á við reglur APA varðandi uppsetningu skal ávallt fara eftir fyrirmælum kennara.

Fyrirsagnir1)

Level of heading
 Format
 1 Miðjað, feitletrað
 2 Lengst til vinstri, feitletrað
 3    Til vinstri, inndregið, feitletrað, endar á punkti.
 4    Til vinstri, inndregið, feitletrað, skáletrað, endar
á punkti.

 5    Til vinstri, inndregið, skáletrað, endar á punkti.
1) Publication Manual of the American Psychological Association (2010, bls. 41-59)

Í APA staðlinum eru gefin sýnidæmi af handritum sem hægt er að styðjast við þegar kemur að útliti og uppsetningu ritgerða.

Almennt í APA greinum þá er ekki notast við forsíður og efnisyfirlit og því ekki gefið dæmi um útlit á því. Farið eftir fyrirmælum kennara eða því sem stendur í verklagsreglum og handbókum ef þær eru til staðar. Í lokaritgerðum er staðlað útlit af forsíðum og ber nemendum að notast við sérstakt sniðmát af þeim sem eru að finna á viðkomandi deildarsíðum.
Var efnið hjálplegt? Nei