Atvinnulíf

Tengsl við atvinnulíf og samfélag

Í starfi Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á samstarf, innanlands og erlendis, sem grundvallast á heilindum og virðingu fyrir heildarhagsmunum samfélagsins. HR tekur virkan þátt í mótun og uppbyggingu atvinnulífs og samfélags og leggur áherslu á að mæta þörf fyrir sérfræðiþekkingu með menntun, rannsóknum, nýsköpun, þróun og þátttöku í samfélagsumræðu. Þá leggur HR ríka áherslu á að halda góðum tengslum við útskrifaða nemendur og mæta þörf einstaklinga fyrir símenntun.


Fyrir fyrirtæki og stofnanir

HR vinnur nú þegar með mörgum litlum og meðalstórum fyrirtækjum og stofnunum hér á landi og úti í heimi.

Nemendur HR kynnast atvinnuumhverfinu snemma á námsferlinum og vinna raunhæf verkefni, bæði stór og smá, í samstarfi við fyrirtæki, fara í starfsnám á vinnustaði og fá kennslu frá fólki sem er starfandi í atvinnulífinu.

Fyrir grunn- og framhaldsskóla

Háskólinn í Reykjavík á í viðamiklu fræðslusamstarfi við grunn- og framhaldsskóla landsins.

Háskólinn stendur fyrir ýmis konar viðburðum og kynningum með það fyrir augum að kynna nemendum á yngri skólastigum fjölbreytta möguleika háskólanáms, sérstaklega í tæknigreinum.