Fyrir framhaldsskóla
Kynning á háskólanámi
Útskriftarárgöngum framhaldsskóla er boðið í heimsókn í HR með kynningu á grunnnámi allra deilda í umsjón nemenda og kennara auk sýnisferðar um skólann. Markmiðið með kynningunum er að veita nemendum góða innsýn í námið, skólastarfið og aðstöðu skólans til að auðvelda þeim val á háskólanámi.
Einnig er hægt að biðja um að fá sértækar kynningar í þá framhaldsskóla sem óska þess. Til dæmis heimsækir lagadeild árlega framhaldsskólana með kynningar á laganáminu.
Persónuleg aðstoð við val á námi
Framhaldskólanemar geta leitað til náms- og starfsráðgjafa HR sem aðstoða þá við val á námi. Ráðgjafar leggja mikla áherslu á að efla færni og metnað nemenda varðandi nám og störf og veita persónuleg ráðgjöf.
Þá eru nemendum einnig bent á að mæta á Háskóladaginn sem er haldinn árlega í húsakynnum háskólans og veitir einstakt tækifæri til að fá upplýsingar um allt nám við HR.
Hvað gerum við í HR?
Fjölmörg verkefni eru í gangi allan ársins hring og margir möguleikar í boði fyrir nemendur á framhaldsskólastigi til að kynnast og fræðast um námið og lífið í HR.
Til dæmis er hægt að taka þátt í ýmsum keppnum eins og:
Þá stendur Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, fyrir Málflutningskeppni og býður upp á aðstoð við gerð skattframtala á Skattadegi. Upplýsingar má finna á vef Lögréttu.
Frekari upplýsingar veitir:
Stefán Hagalín
Forstöðumaður samskipta
Netfang: Stefanhh@ru.is